Tíu tilnefndir sem markvörður ársins en Alisson komst ekki á blað Tíu markverðir koma til greina sem besti markvörður síðasta tímabils. Aaron Ramsdale og Andre Onana eru báðir þar á meðal en Alisson markvörður Liverpool komst ekki á blað. Enski boltinn 6. september 2023 23:00
Markahæsti leikmaður HM semur við Manchester United Markahæsti leikmaður svo til nýafstaðins HM kvenna í fótbolta, hin japanska Hinata Miyazawa, hefur samið við efstu deildar lið Manchester United. Frá þessu greinir félagið í tilkynningu á heimasíðu sinni. Enski boltinn 6. september 2023 17:01
Man United eytt meira en nokkurt annað félag undanfarinn áratug Þegar litið er á nettó eyðslu knattspyrnufélaga síðustu tíu ár má sjá að Manchester United hefur eytt umtalsvert hærri fjárhæðum í leikmenn en nokkurt annað lið í heiminum. Fótbolti 6. september 2023 15:00
Lokaorð flugmanns þyrlunnar sem fórst í Leicester opinberuð Lokaorð flugmannsins sem flaug þyrlu sem brotlenti, meðal annars með þáverandi eiganda enska knattspyrnufélagsins Leicester City, og með þeim afleiðingum að öll í þyrlunni fórust, hafa verið opinberuð í skýrslu um slysið. Enski boltinn 6. september 2023 12:31
Manchester United birtir yfirlýsingu vegna Antony: „Lítum málið alvarlegum augum“ Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester Untied hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur leikmanni félagsins, hinum brasilíska Antony. Fyrrum kærasta Antony sakar hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi í sinn garð. Enski boltinn 6. september 2023 11:52
Arteta íhugar að skipta um markvörð Markvörðurinn Aaron Ramsdale gæti misst sæti sitt í byrjunarliði Arsenal til Davids Raya. Enski boltinn 6. september 2023 09:30
Hlutabréfin í United hríðféllu og ekki verið lægri í ellefu ár Hlutabréfin í enska fótboltafélaginu Manchester United hríðféllu í gær og hafa ekki verið lægri í ellefu ár. Enski boltinn 6. september 2023 07:31
Segir það ekki satt að Amrabat sé meiddur Miðjumaðurinn Sofyan Amrabat gekk nýverið í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United á láni. Í kjölfarið fóru orðrómar af stað að leikmaðurinn væri meiddur á baki og gæti verið frá í allt að sex vikur. Enski boltinn 5. september 2023 20:45
Jesus inn fyrir Antony Gabriel Jesus, framherji Arsenal, kemur inn í brasilíska landsliðshópinn í stað vængmannsins Antony sem hefur verið sendur heim vegna ásakana fyrrverandi kærustu hans. Enski boltinn 5. september 2023 17:45
Vilja fá Guardiola til að taka við enska landsliðinu Enska knattspyrnusambandið vill fá Pep Guardiola til að taka við enska karlalandsliðinu ef Gareth Southgate hættir eftir EM á næsta ári. Enski boltinn 5. september 2023 15:01
Onana snýr aftur í landsliðið eftir að hafa lagt hanskana á hilluna í fyrra Andre Onana, markvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er mættur aftur í kamerúnska landsliðið þrátt fyrir að hafa lagt landsliðshanskana á hilluna á síðasta ári. Fótbolti 5. september 2023 13:30
Sádarnir gera eitt klikkað lokatilboð í Salah upp á rúmlega tvö hundruð milljónir Forráðamenn Al-Ittihad eru ekki búnir að gefast upp á að fá Mohamed Salah til liðsins og ætla að gera eitt loka tilboð í Liverpool-manninn. Enski boltinn 5. september 2023 11:00
Greinir frá ástæðu þess að hann fór frá Liverpool Jordan Henderson, fyrrum fyrirliði Liverpool, hefur greint frá ástæðu þess að hann skipti yfir til sádi-arabíska liðsins Al-Ettifaq fyrir yfirstandandi tímabil. Það gerir hann í ítarlegu viðtali við The Athletic en félagsskiptin ollu miklu fjaðrafoki á sínum tíma. Enski boltinn 5. september 2023 09:31
Spila hljóðbrot af samskiptum dómara í nýjum sjónvarpsþætti Enska dómarasambandið PGMOL og enska úrvalsdeildin munu reglulega spila hljóðbrot af samskiptum dómara á vellinum og þeirra í VAR-herbergjum landsins í nýjum sjónvarpsþætti þar sem Michael Owen og Howard Webb munu fara yfir VAR-dóma hverrar umferðar fyrir sig. Fótbolti 5. september 2023 08:31
Antony sendur heim vegna ásakana kærustunnar Knattspyrnumaðurinn Antony, leikmaður Manchester United, hefur verið sendur heim úr æfingabúðum brasilíska landsliðsins eftir ásakanir kærustu hans um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Fótbolti 5. september 2023 08:02
Antony neitar ásökunum um líkamlegt og andlegt ofbeldi Antony, vængmaður Manchester United, segir ekkert til í ásökunum Gabriela Cavallin - fyrrverandi kærustu hans. Gabriela segir leikmanninn hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan þau voru saman. Enski boltinn 4. september 2023 22:10
Koeman tekur illa í ákvörðun Gravenberch að gefa ekki kost á sér Ryan Gravenberch, nýjasti lekmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, neitaði að mæta í verkefni með U-21 árs landsliði Hollands. Segja má að sú ákvörðun hafi ekki vakið mikla lukku hjá Ronald Koeman, landsliðsþjálfara Hollands. Enski boltinn 4. september 2023 20:15
Galatasaray sækir leikmenn sem Tottenham hefur ekki not fyrir Þó félagaskiptaglugginn á Englandi sé lokaður þá er hann enn opinn í Tyrklandi og það hefur tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray nýtt sér til hins ítrasta. Í dag sótti liðið tvo leikmenn sem eiga ekki upp á pallborðið hjá Ange Postecoglou, þjálfara Tottenham Hotspur. Fótbolti 4. september 2023 19:01
Al-Ittihad stefnir á að bjóða í Salah fyrir gluggalok Al-Ittihad frá Sádi-Arabíu stefnir á að bjóða einu sinni til viðbótar í Mohamed Salah, framherja enska knattspyrnufélagsins Liverpool, áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar á fimmtudaginn kemur. Fótbolti 4. september 2023 17:30
Segir eigendur Man United vera í leik og líta á félagið sem leikfang Sperkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að eigendur félagsins telji sig vera í leik og að Manchester United sé leikfangið. Fótbolti 4. september 2023 17:01
Lexi Potter sú yngsta til að skrifa undir atvinnumannasamning Lexi Potter varð í gær sú yngsta frá upphafi til að skrifa undir atvinnumannasamning í enska boltanum. Fótbolti 4. september 2023 15:00
Lagði sitt mat á umdeild atvik úr stórleik helgarinnar Arsenal og Manchester United áttust við um nýliðna helgi í stórleik 4.umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Svo fór að Arsenal vann leikinn með þremur mörkum gegn einu, tvö mörk á síðustu andartökum leiksins tryggðu Skyttunum sigurinn. Enski boltinn 4. september 2023 12:24
Arteta líkir vandræðum Havertz við þegar hann var að byrja að hitta konuna sína Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hvetur Kai Havertz sýna þolinmæði eins og hann gerði þegar hann var að byrja að hitta konuna sína. Enski boltinn 4. september 2023 09:30
Fagnaði sigri Arsenal eins og brjálæðingur í miðjum fréttatíma Stuðningsmenn Arsenal fögnuðu marki Declans Rice gegn Manchester United í gær vel og innilega. Fagnaðarlæti þeirra flestra bárust þó ekki alla leið í sjónvarp Breta. Enski boltinn 4. september 2023 09:01
Stuðningsmaður Arsenal skallaði Roy Keane Þrátt fyrir að tæp tuttugu ár séu síðan Roy Keane lagði skóna á hilluna hafa vinsældir hans hjá stuðningsmönnum Arsenal ekkert aukist. Það kom bersýnilega í ljós í gær. Enski boltinn 4. september 2023 07:31
Jadon Sancho settur út í kuldann og svarar fyrir sig Jadon Sancho var ekki valinn í leikmannahóp Manchester United gegn Arsenal í gær. Erik ten Hag, þjálfari United, sagði í viðtali að Sancho hefði ekki staðið sig nógu vel á æfingum og hefði því ekki verið valinn í liðið. Fótbolti 4. september 2023 07:00
Fyrstu þreföldu þrennurnar í ensku úrvalsdeildinni í 28 ár Þeir Erling Haaland, Son Heung-min og Evan Ferguson skrifuðu nöfn sín í sögubækurnar í gær þegar þeir skoruðu þrennu hver. Var þetta í fyrsta sinn síðan 1995 að þrír mismunandi leikmenn skora þrennu í ensku úrvalsdeildinni sama daginn. Fótbolti 3. september 2023 23:30
Ten Hag: „Áttum meira skilið úr þessum leik“ Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var vonsvikinn með úrslit dagsins gegn Arsenal en hann sagði sína menn hafa spilað vel og átt skilið að fá meira út úr leiknum. Enski boltinn 3. september 2023 22:45
Arsenal lagði United með tveimur mörkum í uppbótartíma Fornir fjendur áttust við í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar að Arsenal tók á móti Manchester United á Emirates leikvanginum. Allt stefndi í jafntefli þar til Declan Rice opnaði markareikning sinn í uppbótartíma. Enski boltinn 3. september 2023 17:48
Szoboszlai og Salah á skotskónum í stórsigri Liverpool Liverpool vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 3. september 2023 14:55
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti