Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2025 17:31 Sumir sérfræðingar eru á því að koma Cristiano Ronaldo til Manchester United hafi sett Marcus Rashford út af sporinu. Getty/Naomi Baker Cristiano Ronaldo stoppaði stutt í seinna skiptið sem hann kom til Manchester United en einn knattspyrnusérfræðingur segir að fórnarkostnaðurinn af komu hans hafi mögulega ýtt einum efnilegasta leikmanni félagsins út af sporinu. Marcus Rashford er orðinn leikmaður Aston Villa, út tímabilið hið minnsta. Manchester United lánaði enska landsliðsframherjann til Villa eftir að Rashford hafði verið í frystikistunni síðan í desember. Mikið hefur verið rætt og skrifað um meðferð Ruben Amorim á einni stærstu stjörnu Manchester United liðsins. Mark Ogden, sérfræðingur um enska boltann á ESPN, hefur sína kenningu um þróun mála hjá Rashford og hvernig koma Cristiano Ronaldo á Old Trafford í ágúst 2021 breytti öllu fyrir leikmanninn. „Ég sá Rashford á þeim tíma vera á góðri leið með að verða aðalmaðurinn hjá United. Ole Gunnar Solskjær sagði hins vegar við hann þegar Ronaldo kom: Svona verður þetta og þú verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Ogden. „Ole Gunnar var líka á góðri leið með liðið. Cavani var á góðum stað eftir fyrsta tímabilið og Rashford var að þróa sinn leik. Þá kemur Ronaldo inn og þarf að spila sína stöðu sem fremsti maður,“ sagði Ogden. „Rashford þarf að spila út úr sinni bestu stöðu og Cavani missir áhugann og missir treyjunúmerið sitt af því að augljóslega þurfti hann að láta eftir treyju númer sjö,“ sagði Ogden. „Þótt að Ronaldo sjálfur hafi staðið sig vel þá gekk liðinu ekki vel á sama tíma. Ég er eins mikill aðdáandi Ronaldo og þú finnur. Ég tel að hann sé stórkostlegur leikmaður og mikill fagmaður,“ sagði Ogden. „Eftir komu hans snerist þetta allt um lætin utan vallar og skemmtanagildið að fá Ronaldo aftur. Þetta var ekki fótboltaákvörðun. Þetta var slæm hugmynd þegar kom að sjálfum fótboltanum sem liðið spilaði,“ sagði Ogden. „Þessi koma Ronaldo ýtti líka þróun Rashford út af sporinu. Að mínu mati hefur Rashford ekki verið sami leikmaður síðan. Uppgangur hans og fótboltaþroski stöðvaðist þegar Ronaldo mætti á svæðið. Það eru afleiðingarnar af komu Ronaldo,“ sagði Ogden eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Marcus Rashford er orðinn leikmaður Aston Villa, út tímabilið hið minnsta. Manchester United lánaði enska landsliðsframherjann til Villa eftir að Rashford hafði verið í frystikistunni síðan í desember. Mikið hefur verið rætt og skrifað um meðferð Ruben Amorim á einni stærstu stjörnu Manchester United liðsins. Mark Ogden, sérfræðingur um enska boltann á ESPN, hefur sína kenningu um þróun mála hjá Rashford og hvernig koma Cristiano Ronaldo á Old Trafford í ágúst 2021 breytti öllu fyrir leikmanninn. „Ég sá Rashford á þeim tíma vera á góðri leið með að verða aðalmaðurinn hjá United. Ole Gunnar Solskjær sagði hins vegar við hann þegar Ronaldo kom: Svona verður þetta og þú verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Ogden. „Ole Gunnar var líka á góðri leið með liðið. Cavani var á góðum stað eftir fyrsta tímabilið og Rashford var að þróa sinn leik. Þá kemur Ronaldo inn og þarf að spila sína stöðu sem fremsti maður,“ sagði Ogden. „Rashford þarf að spila út úr sinni bestu stöðu og Cavani missir áhugann og missir treyjunúmerið sitt af því að augljóslega þurfti hann að láta eftir treyju númer sjö,“ sagði Ogden. „Þótt að Ronaldo sjálfur hafi staðið sig vel þá gekk liðinu ekki vel á sama tíma. Ég er eins mikill aðdáandi Ronaldo og þú finnur. Ég tel að hann sé stórkostlegur leikmaður og mikill fagmaður,“ sagði Ogden. „Eftir komu hans snerist þetta allt um lætin utan vallar og skemmtanagildið að fá Ronaldo aftur. Þetta var ekki fótboltaákvörðun. Þetta var slæm hugmynd þegar kom að sjálfum fótboltanum sem liðið spilaði,“ sagði Ogden. „Þessi koma Ronaldo ýtti líka þróun Rashford út af sporinu. Að mínu mati hefur Rashford ekki verið sami leikmaður síðan. Uppgangur hans og fótboltaþroski stöðvaðist þegar Ronaldo mætti á svæðið. Það eru afleiðingarnar af komu Ronaldo,“ sagði Ogden eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk)
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira