Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2025 17:31 Sumir sérfræðingar eru á því að koma Cristiano Ronaldo til Manchester United hafi sett Marcus Rashford út af sporinu. Getty/Naomi Baker Cristiano Ronaldo stoppaði stutt í seinna skiptið sem hann kom til Manchester United en einn knattspyrnusérfræðingur segir að fórnarkostnaðurinn af komu hans hafi mögulega ýtt einum efnilegasta leikmanni félagsins út af sporinu. Marcus Rashford er orðinn leikmaður Aston Villa, út tímabilið hið minnsta. Manchester United lánaði enska landsliðsframherjann til Villa eftir að Rashford hafði verið í frystikistunni síðan í desember. Mikið hefur verið rætt og skrifað um meðferð Ruben Amorim á einni stærstu stjörnu Manchester United liðsins. Mark Ogden, sérfræðingur um enska boltann á ESPN, hefur sína kenningu um þróun mála hjá Rashford og hvernig koma Cristiano Ronaldo á Old Trafford í ágúst 2021 breytti öllu fyrir leikmanninn. „Ég sá Rashford á þeim tíma vera á góðri leið með að verða aðalmaðurinn hjá United. Ole Gunnar Solskjær sagði hins vegar við hann þegar Ronaldo kom: Svona verður þetta og þú verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Ogden. „Ole Gunnar var líka á góðri leið með liðið. Cavani var á góðum stað eftir fyrsta tímabilið og Rashford var að þróa sinn leik. Þá kemur Ronaldo inn og þarf að spila sína stöðu sem fremsti maður,“ sagði Ogden. „Rashford þarf að spila út úr sinni bestu stöðu og Cavani missir áhugann og missir treyjunúmerið sitt af því að augljóslega þurfti hann að láta eftir treyju númer sjö,“ sagði Ogden. „Þótt að Ronaldo sjálfur hafi staðið sig vel þá gekk liðinu ekki vel á sama tíma. Ég er eins mikill aðdáandi Ronaldo og þú finnur. Ég tel að hann sé stórkostlegur leikmaður og mikill fagmaður,“ sagði Ogden. „Eftir komu hans snerist þetta allt um lætin utan vallar og skemmtanagildið að fá Ronaldo aftur. Þetta var ekki fótboltaákvörðun. Þetta var slæm hugmynd þegar kom að sjálfum fótboltanum sem liðið spilaði,“ sagði Ogden. „Þessi koma Ronaldo ýtti líka þróun Rashford út af sporinu. Að mínu mati hefur Rashford ekki verið sami leikmaður síðan. Uppgangur hans og fótboltaþroski stöðvaðist þegar Ronaldo mætti á svæðið. Það eru afleiðingarnar af komu Ronaldo,“ sagði Ogden eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Marcus Rashford er orðinn leikmaður Aston Villa, út tímabilið hið minnsta. Manchester United lánaði enska landsliðsframherjann til Villa eftir að Rashford hafði verið í frystikistunni síðan í desember. Mikið hefur verið rætt og skrifað um meðferð Ruben Amorim á einni stærstu stjörnu Manchester United liðsins. Mark Ogden, sérfræðingur um enska boltann á ESPN, hefur sína kenningu um þróun mála hjá Rashford og hvernig koma Cristiano Ronaldo á Old Trafford í ágúst 2021 breytti öllu fyrir leikmanninn. „Ég sá Rashford á þeim tíma vera á góðri leið með að verða aðalmaðurinn hjá United. Ole Gunnar Solskjær sagði hins vegar við hann þegar Ronaldo kom: Svona verður þetta og þú verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Ogden. „Ole Gunnar var líka á góðri leið með liðið. Cavani var á góðum stað eftir fyrsta tímabilið og Rashford var að þróa sinn leik. Þá kemur Ronaldo inn og þarf að spila sína stöðu sem fremsti maður,“ sagði Ogden. „Rashford þarf að spila út úr sinni bestu stöðu og Cavani missir áhugann og missir treyjunúmerið sitt af því að augljóslega þurfti hann að láta eftir treyju númer sjö,“ sagði Ogden. „Þótt að Ronaldo sjálfur hafi staðið sig vel þá gekk liðinu ekki vel á sama tíma. Ég er eins mikill aðdáandi Ronaldo og þú finnur. Ég tel að hann sé stórkostlegur leikmaður og mikill fagmaður,“ sagði Ogden. „Eftir komu hans snerist þetta allt um lætin utan vallar og skemmtanagildið að fá Ronaldo aftur. Þetta var ekki fótboltaákvörðun. Þetta var slæm hugmynd þegar kom að sjálfum fótboltanum sem liðið spilaði,“ sagði Ogden. „Þessi koma Ronaldo ýtti líka þróun Rashford út af sporinu. Að mínu mati hefur Rashford ekki verið sami leikmaður síðan. Uppgangur hans og fótboltaþroski stöðvaðist þegar Ronaldo mætti á svæðið. Það eru afleiðingarnar af komu Ronaldo,“ sagði Ogden eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk)
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira