Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Stefán Árni Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 08:32 Jón Daði þegar hann var kynntur hjá Burton Albion. Mynd: Burton Albion Jón Daði skoraði fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir Burton og hefur hreinlega slegið í gegn. Þegar Jón Daði kom til Burton var liðið í neðsta sæti, ellefu stigum frá öruggu sæti, en nú er liðið komið upp fyrir þrjú lið og situr í 21. sæti, fimm stigum frá næsta örugga sæti. Jón kom til félagsins frá Wreham. „Ég sá fram á það að ég myndi frá mínútur þarna og njóta þess að spila fótbolta aftur, það var svona það sem var á bak við það að koma hingað,“ segir Jón Daði í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta er búið að byrja frábærlega hingað til. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég ekkert sérlega spenntur til að byrja með þar sem við erum í fallbaráttu í deildinni. Ég var með mjög miklar efasemdir en stundum þarf maður að taka áhættur og stökkva á eitthvað. Svo er þetta búið að vera miklu betra en ég átti von á og svo er maður bara að spila og það skiptir máli.“ Íslendingar eigendur Í eigendahópi Burton eru alls sex Íslendingar. Þar á meðal eru hjónin Ólafur Páll Snorrason, fyrrverandi knattspyrnumaður, og Hrafnhildur Eymundsdóttir sem var einnig knattspyrnukona. Jón segist hafa heyrt í Ólafi þegar hann skrifað undir það hafi verið mjög gott samtal. „Hann var virkilega flottur enda fyrrverandi fótboltamaður sjálfur og veit hvernig þetta virkar.“Jón telur sig eiga erindi í íslenska landsliðið í knattspyrnu en liðið leikur mikilvæga umspilsleiki við Kósóvó í mars. „Ég er alltaf vongóður um að fá kallið sérstaklega þar sem ég er að spila í ágætlega sterkri deild og er að skora mörk og gera ágætis hluti. Maður fær bara kallið ef maður stendur sig. Ég er ekki búinn að vera í landsliðinu núna í einhver ár og maður er klárlega farinn að sakna þess. Ég tel mig eiga að vera þarna.“ Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Þegar Jón Daði kom til Burton var liðið í neðsta sæti, ellefu stigum frá öruggu sæti, en nú er liðið komið upp fyrir þrjú lið og situr í 21. sæti, fimm stigum frá næsta örugga sæti. Jón kom til félagsins frá Wreham. „Ég sá fram á það að ég myndi frá mínútur þarna og njóta þess að spila fótbolta aftur, það var svona það sem var á bak við það að koma hingað,“ segir Jón Daði í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta er búið að byrja frábærlega hingað til. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég ekkert sérlega spenntur til að byrja með þar sem við erum í fallbaráttu í deildinni. Ég var með mjög miklar efasemdir en stundum þarf maður að taka áhættur og stökkva á eitthvað. Svo er þetta búið að vera miklu betra en ég átti von á og svo er maður bara að spila og það skiptir máli.“ Íslendingar eigendur Í eigendahópi Burton eru alls sex Íslendingar. Þar á meðal eru hjónin Ólafur Páll Snorrason, fyrrverandi knattspyrnumaður, og Hrafnhildur Eymundsdóttir sem var einnig knattspyrnukona. Jón segist hafa heyrt í Ólafi þegar hann skrifað undir það hafi verið mjög gott samtal. „Hann var virkilega flottur enda fyrrverandi fótboltamaður sjálfur og veit hvernig þetta virkar.“Jón telur sig eiga erindi í íslenska landsliðið í knattspyrnu en liðið leikur mikilvæga umspilsleiki við Kósóvó í mars. „Ég er alltaf vongóður um að fá kallið sérstaklega þar sem ég er að spila í ágætlega sterkri deild og er að skora mörk og gera ágætis hluti. Maður fær bara kallið ef maður stendur sig. Ég er ekki búinn að vera í landsliðinu núna í einhver ár og maður er klárlega farinn að sakna þess. Ég tel mig eiga að vera þarna.“
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira