Thomas Frank hrifinn af íslenskum útivistarfatnaði Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford í ensku úrvalsdeildinni, er augljóslega hrifinn af íslenskri fatahönnun frá 66°Norður. Hann klæddist jakkanum Öxi frá merkinu á hliðarlínunni í gær þar sem hann stýrði knattspyrnuliðinu Brentford gegn Burnley í Lundúnum. Lífið 22. október 2023 18:28
West Ham lítil fyrirstaða fyrir funheitt lið Aston Villa Aston Villa skaut sér upp í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með þægilegum 4-1 sigri á West Ham. Var þetta fjórði sigur Villa í fimm leikjum og jafnframt 11. sigurinn í röð á Villa Park. Fótbolti 22. október 2023 17:30
Stuðningsmenn Manchester United minnast Sir Bobby Charlton Stuðningsmenn og aðdáendur Manchester United þyrpast að Old Trafford, heimavelli liðsins, til að votta Sir Bobby Charlton virðingu sína, eftir að knattspyrnugoðsögnin lést í gær. Enski boltinn 22. október 2023 13:46
Flöskur flugu fyrir leik á Anfield | Lögregluþjónn slasaðist í andliti Lögreglan í Liverpool hefur á mál borði sér til rannsóknar eftir nágrannaslag borgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í gær. Áhorfandi leiksins er sagður hafa kastað flösku og skorið þannig svöðusár í andlit lögregluþjóns sem var við störf á leiknum. Enski boltinn 22. október 2023 11:45
Rory Mcllroy barst boð um að kaupa Leeds en hafnaði því af ást sinni fyrir Manchester United Kylfingurinn Rory Mcllroy sagðist hafa fengið boð um að ganga í hóp fjárfesta enska félagins Leeds, en sem stuðningsmaður Manchester United hafi hann neyðst til að hafna því. Enski boltinn 22. október 2023 10:30
Ten Hag sagði sigurinn verðskuldaðan Erik ten Hag, stjóri Manchester United, sagði að sigur hans manna hefði verið verðskuldaður í dag en fyrri hálfleikur hefði alls ekki verið góður. Diogo Dalot tryggði United sigurinn með draumamarki. Fótbolti 21. október 2023 22:21
Draumamark Diogo Dalot tryggði Manchester United sigur Manchester United vann tæpan sigur á nýliðum Sheffield United á Brammall Lane í kvöld þar sem Diogo Dalot bjargaði sigrinum með glæsilegu marki á 77. mínútu. Enski boltinn 21. október 2023 21:00
Arteta þögull sem gröfin um dómgæslu dagsins Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki á eitt sáttur við dómgæsluna í leik Arsenal og Chelsa í dag en heimamenn í Chelsea komust yfir með marki úr víti. Fótbolti 21. október 2023 19:48
Arsenal enn taplausir eftir endurkomujafntefli Arsenal björguðu stigi með frábærri endurkomu á Stamford Bridge í dag en Chelsea komust í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks. Enski boltinn 21. október 2023 18:45
Enn vermir landsliðsmarkvörður Íslands bekkinn hjá Cardiff Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu bíður enn eftir að fá að sanna sig hjá enska B-deildarliðinu Cardiff þar sem hann er á láni frá Arsenal. Rúnar hefur aðeins leikið einn fyrir liðið hingað til. Fótbolti 21. október 2023 16:40
Rauð spjöld og dramatík á lokamínútunum í leikjum dagsins í enska boltanum Það var þéttur leikdagur í ensku úrvalsdeildinni í dag en fimm leikir fóru fram núna síðdegis. Newcastle gekk auðveldlega frá Palace, Wolves vann hádramatískan sigur gegn Bournemouth með marki á lokamínútunum, Chris Wood tryggði Forest sigur og Brentford unnu gegn tíu Burnley mönnum. Enski boltinn 21. október 2023 16:06
City bar sigurorðið manni færri Manchester City komst aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu tveimur deildarleikjum. Manuel Akanji var rekinn af velli undir lok leiks, en það gerði ekki til og Englandsmeistararnir hirtu öll stigin þrjú. Enski boltinn 21. október 2023 16:00
Goðsögnin Bobby Charlton látinn Heimsmeistarinn og fótboltagoðsögnin Sir Bobby Charlton lést í morgun, laugardag, 86 ára gamall. Enski boltinn 21. október 2023 15:06
Salah skoraði tvö gegn tíu bláklæddum í nágrannaslag Liverpool sigraði Everton, 2-0, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah skoraði bæði mörk Rauða hersins. Enski boltinn 21. október 2023 13:30
Rodri snúinn aftur | Bæði lið gera markvarðabreytingar Pep Guardiola og Roberto de Zerbi hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir slag Manchester City gegn Brighton í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 21. október 2023 13:18
Fjórar breytingar á Liverpool liðinu | Engar hjá Everton Byrjunarlið Liverpool og Everton hafa verið gerð opinber fyrir leik liðanna í 9. umferð ensku úrvalsdeildinnar. Jurgen Klopp gerir fjórar breytingar frá 2-2 jafnteflinu gegn Brighton í síðustu umferð, Sean Dyche gerir engar breytingar á Everton liðinu frá 3-0 sigrinum gegn Bournemouth í síðustu umferð. Enski boltinn 21. október 2023 11:03
Robertson undir hnífinn og verður lengi frá Skotinn Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool á Englandi, þarf að fara í aðgerð á öxl og verður frá í um þrjá mánuði. Þetta staðfesti Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á blaðamannafundi í dag. Enski boltinn 20. október 2023 16:01
„Havertz hefur ekkert gert og er í vandræðum“ Arsenal gerði mistök með því að kaupa Kai Havertz frá Chelsea í sumar. Þetta segir fyrrverandi leikmaður Skyttanna. Enski boltinn 20. október 2023 14:30
Everton væri fyrir ofan Liverpool ef farið væri eftir xG Það er eitt að skapa sér færi og annað að nýta þau. Það getur auðvitað skipt öllu máli í fótbolta. Enska úrvalsdeildin birti stöðuna í deildinni ef að liðin hefðu nýtt færin sín í leikjunum. Enski boltinn 20. október 2023 13:02
Bayern gæti losað Phillips úr City-prísundinni Kalvin Phillips gæti fylgt Harry Kane, félaga sínum í enska landsliðinu, til Þýskalandsmeistara Bayern München. Enski boltinn 20. október 2023 12:30
Vallarstjóri dæmdur í sex vikna bann fyrir rasisma Enska knattspyrnusambandið hefur dæmt vallarstjóra utandeildarliðsins Rochdale í sex vikna bann fyrir kynþáttaníð. Enski boltinn 20. október 2023 11:01
Besta andrúmsloftið á Anfield að mati Athletic Hvar er besta andrúmsloftið í ensku úrvalsdeildinni? Blaðamenn The Athletic fundu svarið við því. Enski boltinn 20. október 2023 10:01
Íhuga að vera með leiki í ensku úrvalsdeildinni á aðfangadag Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar íhuga að vera með leiki á aðfangadag. Enski boltinn 20. október 2023 08:00
Sagði launaþak bestu lausnina fyrir kvennafótboltann Steve Parish, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, flutti ávarp á ráðstefnu þar sem hann kallaði eftir strangara launakerfi í kvennafótboltanum. Enski boltinn 19. október 2023 22:00
Rooney blæs á sögusagnir um háar launakröfur Nýráðinn knattspyrnustjóri Birmingham City og fyrrum enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney sagðist spenntur að mæta fyrrum liðsfélaga sínum Michael Carrick í fyrsta leik við stjórnvölinn. Enski boltinn 19. október 2023 17:52
Klopp sendi njósnara til að fylgjast með Osimhen Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi njósnara til að fylgjast með nígeríska framherjanum Victor Osimhen í landsleikjum. Enski boltinn 19. október 2023 11:30
Ákall Mo Salah: Leiðtogar heimsins verða að stöðva frekari slátrun saklauss fólks Liverpool leikmaðurinn og Egyptinn Mohamed Salah hefur tjáð sig um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Ísraelsmenn hafa svarað hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna með mikilli hörku og stöðugum árásum sem hafa kostað þúsundir Palestínumanna lífið. Enski boltinn 19. október 2023 08:16
Verður VAR-dómari hjá Liverpool í fyrsta sinn frá því Van Dijk meiddist gegn Everton Dómarinn sem var í VAR-herberginu á frægum leik Everton og Liverpool haustið 2020 verður VAR-dómari í fyrsta sinn síðan þá hjá Liverpool um helgina. Enski boltinn 19. október 2023 07:30
Viðræður Ratcliffe og Glazer-fjölskyldunnar á lokametrunum Búist er við að Jim Ratcliffe muni á næstu dögum ganga frá kaupum á 25% hlut í Manchester United fyrir 1,3 milljarða punda. Stjórnarfundur hjá Manchester United fer fram á morgun. Enski boltinn 18. október 2023 21:01
Ratcliffe finnst kaupin á Casemiro dæmi um slæma kaupstefnu United Sir Jim Ratcliffe, sem mun væntanlega eignast fjórðungshlut í Manchester United, finnst félagið hafa farið illa að ráði sínu í leikmannakaupum á undanförnum árum. Að hans mati eru kaupin Brasilíumanninum Casemiro eitt dæmi um það. Enski boltinn 18. október 2023 12:01