
Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM
Jack Grealish, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, segir ljóst að hann hefði átt að fá sæti í EM-hópi enska landsliðsins í sumar.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Jack Grealish, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, segir ljóst að hann hefði átt að fá sæti í EM-hópi enska landsliðsins í sumar.
Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Chelsea og Nottingham Forest fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum í leik liðanna síðasta sunnudag. Einstakir aðilar málsins eru ekki ávíttir en félögin eiga von á sekt.
Jason Daði Svanþórsson skoraði mark Grimsby þegar liðið tapaði 1-2 gegn Lincoln í framrúðubikarnum, bikarkeppni neðra deilda á Englandi.
Enska knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker, umsjónarmaður Match Of The Day, gífur lítið fyrir slúðursögur um framtíð hans í starfi hjá BBC.
Ítalski varnarmaðurinn Marco Curto hefur verið úrskurðaður í tíu leikja bann frá fótbolta vegna kynþáttaníðs í garð Suður-Kóreumannsins Hwang Hee-Chan, sóknarmanns Úlfanna á Englandi.
Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool, er greinilega óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali eins og hann sýndi þegar hann mætti til æfinga með franska landsliðinu í gær.
Englandsmeistarar Manchester City sem og forráðamenn ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu þykjast hafa haft betur í máli félagsins gegn deildinni er kemur að auglýsingatekjum. Ekki er um að ræða mál tengt 115 ákærunum á hendur Man City.
Brennan Johnson, leikmaður Tottenham Hotspur, hefur verið hreint út sagt óstöðvandi undanfarnar vikur en hann hefur skorað í sex leikjum í röð. Markahrinan kemur í kjölfar þess að Johnson lokaði Instagram-aðgangi sínum eftir mikil leiðindi í sinn garð.
Á meðan að flestar fréttir af Manchester United snúa að slæmu gengi liðsins og stöðu knattspyrnustjórans Eriks ten Hag þá hefur markvörðurinn André Onana reynst ákveðið ljós í myrkrinu.
Kólumbíski framherjinn Jhon Duran hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa.
Í skugga verstu byrjunar Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í sögunni á yfirstandandi tímabili er pressan farin að verða meiri og meiri á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Fyrrum leikmaður Manchester United segir næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Hollendinginn.
Fátt annað en fall virðist blasa við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið situr á botninum en fyrirliðinn Mario Lemina segir fráleitt að kenna stjóranum Gary O‘Neil um það.
Manchester United hefur ekki byrjað tímabilið verr síðan árið 1989 þegar það endaði í 13. sæti efstu deildar ensku knattspyrnunnar.
Manchester City er komið á topp efstu deildar kvenna í Englandi eftir 2-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum í West Ham United í dag. Stórleik Chelsea og Manchester United var frestað vegna þátttöku Chelsea í Meistaradeild Evrópu.
Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, telur sig enn hafa stuðning forráðamanna félagsins eftir ömurlega byrjun þess á leiktíðinni.
Brighton & Hove Albion vann frábæran 3-2 endurkomusigur á Tottenham Hotspur í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.
Nottingham Forest og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Aston Villa og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Ruud van Nistelrooy er smeykur um að litið verði á hann sem manninn sem stakk Erik ten Hag í bakið ef hann tekur við Manchester United á næstunni.
Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri fullyrðir að Manchester United hafi haft samband við Simone Inzaghi, þjálfara Ítalíumeistara Inter Milan, um að taka við liðinu. Ítalinn neitaði hins vegar.
Miðjumaðurinn Mateo Kovačić steig heldur betur upp í liði Englandsmeistara Manchester City en hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri liðsins á Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Arne Slot, þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, óttast að markvörðurinn Alisson verði frá næstu vikurnar en hann fór meiddur af velli þegar liðið lagði Crystal Palace 1-0 á útivelli í dag.
Everton og Newcastle United gerðu markalaust jafntefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Markvörðurinn Jordan Pickford reyndist hetja Everton þegar hann varði vítaspyrnu Anthony Gordon í fyrri hálfleik.
Mateo Kovacic skoraði tvö mörk þegar Manchester City bar sigurorð af Fulham, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Bukayo Saka skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Arsenal vann nýliða Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-1, Skyttunum í vil.
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var sáttur með að fara frá Selhurst Park með þrjú stig. Hann hrósaði varnarleik Rauða hersins á tímabilinu.
Í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni vann Liverpool 0-1 sigur á Crystal Palace á Selhurst Park. Með sigrinum náði Rauði herinn fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar.
Illan Meslier, markvörður Leeds United, hefur eflaust ekki sofið mikið í nótt eftir að hafa gert skelfileg mistök í leik gegn Sunderland í ensku B-deildinni.
Heimir Hallgrímsson hefur eftirlátið aðstoðarmanni sínum John O‘Shea að vera í sambandi við Liam Delap, framherja Ipswich í ensku úrvalsdeildinni, í von um að geta valið hann í írska landsliðið í fótbolta.
Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi Manchester United, segir framtíð Erik ten Hag, þjálfara liðsins, ekki vera í sínum höndum. Hann vill ekki segja til um hvort hann styðji við bak Hollendingsins.