Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. ágúst 2025 23:16 Noah Sadiki er einn nýrra leikmanna Sunderland. EPA/LUÍS BRANCA Sunderland mun leika í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta á komandi leiktíð eftir að hafa fallið alla leið niður í ensku C-deildina. Það er ljóst að Svörtu kettirnir ætla að reyna halda sæti sínu með því að eyða sem mestum pening í nýja leikmenn. Sunderland endaði í 4. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 76 stig. Það er heilum 14 stigum á eftir Sheffield United sem endaði sæti ofar og 24 stigum minna en toppliðin tvö, Leeds United og Burnley. Sem betur fer fyrir Sunderland fara liðin í 3. til 6. sæti í umspil um sæti í úrvalsdeildinni og þar hafði Sunderland betur gegn Sheffield. Stigafjöldi Sunderland á síðustu leiktíð gefur til kynna að leikmannahópur liðsins hafi engan veginn verið klár fyrir átök úrvalsdeildarinnar. Því var ákveðið að spýta í lófana og galopna veskið. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum hefur verið keyptur og það fyrir himinháar upphæðir. Áhugaverðasta nafnið er eflaust hinn þveri Granit Xhaka en hann er þó langt í frá að vera dýrastur. Habib Diarra frá Strasbourg – 31.5 milljón evra Simon Adingra frá Brighton & Hove Albion – 24.4 milljónir evra Enzo Le Fée frá Roma – 23 milljónir evra Chemsdine Talbi frá Club Brugge – 20 milljónir evra Noah Sadiki frá Union SG – 17 milljónir evra Granit Xhaka frá Bayer Leverkusen – 15 milljónir evra Robin Roefs frá NEC Nijmegen – 10.5 milljónir evra Reinildo Mandava frá Atlético Madríd – Á frjálsri sölu Marc Guiu á láni frá Chelsea Þegar kemur að eyðslu í sumarglugganum eru aðeins sjö lið í heiminum sem hafa eytt meiri pening en Sunderland. Þar af eru „sex stóru í ensku úrvalsdeildinni.“ @theathleticfc How are Sunderland spending so much money? Let's find out 🤝 #footballtiktok #soccertiktok #PremierLeague #efl @The Athletic FC ♬ original sound - The Athletic FC Í myndbandinu hér að ofan er farið yfir hvernig Sunderland hefur efni á þessu. Vissulega fylgja því miklir peningar að komast upp í úrvalsdeildina. Það hjálpar hins vegar að liðið sem fór upp var einkar ódýrt og því hafði félagið enn meira á milli handanna heldur en ella þegar glugginn opnaði. Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta dugi til að halda Sunderland í deild þeirra bestu. Svörtu kettirnir taka á móti Hömrunum 1. umferð úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
Sunderland endaði í 4. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 76 stig. Það er heilum 14 stigum á eftir Sheffield United sem endaði sæti ofar og 24 stigum minna en toppliðin tvö, Leeds United og Burnley. Sem betur fer fyrir Sunderland fara liðin í 3. til 6. sæti í umspil um sæti í úrvalsdeildinni og þar hafði Sunderland betur gegn Sheffield. Stigafjöldi Sunderland á síðustu leiktíð gefur til kynna að leikmannahópur liðsins hafi engan veginn verið klár fyrir átök úrvalsdeildarinnar. Því var ákveðið að spýta í lófana og galopna veskið. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum hefur verið keyptur og það fyrir himinháar upphæðir. Áhugaverðasta nafnið er eflaust hinn þveri Granit Xhaka en hann er þó langt í frá að vera dýrastur. Habib Diarra frá Strasbourg – 31.5 milljón evra Simon Adingra frá Brighton & Hove Albion – 24.4 milljónir evra Enzo Le Fée frá Roma – 23 milljónir evra Chemsdine Talbi frá Club Brugge – 20 milljónir evra Noah Sadiki frá Union SG – 17 milljónir evra Granit Xhaka frá Bayer Leverkusen – 15 milljónir evra Robin Roefs frá NEC Nijmegen – 10.5 milljónir evra Reinildo Mandava frá Atlético Madríd – Á frjálsri sölu Marc Guiu á láni frá Chelsea Þegar kemur að eyðslu í sumarglugganum eru aðeins sjö lið í heiminum sem hafa eytt meiri pening en Sunderland. Þar af eru „sex stóru í ensku úrvalsdeildinni.“ @theathleticfc How are Sunderland spending so much money? Let's find out 🤝 #footballtiktok #soccertiktok #PremierLeague #efl @The Athletic FC ♬ original sound - The Athletic FC Í myndbandinu hér að ofan er farið yfir hvernig Sunderland hefur efni á þessu. Vissulega fylgja því miklir peningar að komast upp í úrvalsdeildina. Það hjálpar hins vegar að liðið sem fór upp var einkar ódýrt og því hafði félagið enn meira á milli handanna heldur en ella þegar glugginn opnaði. Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta dugi til að halda Sunderland í deild þeirra bestu. Svörtu kettirnir taka á móti Hömrunum 1. umferð úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira