Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2025 15:01 Kjartan Atli var mikill Andy Cole maður en sá tryggði sigurinn gegn Tottenham árið 1999 og enska meistaratitilinn í leiðinni. Samsett/Vísir Fimm dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Enski boltinn hefur haft mikil áhrif á sálartetur Kjartans í gegnum tíðina og leikur Manchester United og Tottenham vorið 1999 gleymist seint. „Enska úrvalsdeildin hefur breytt líðan minni síðan ég man eftir mér; fært gleðistundir nær einhverskonar alsælu og stundum þyngt stemninguna ef hlutirnir fóru á annan veg en þeim var ætlað,“ segir Kjartan Atli. Aðeins einu stigi munaði á Manchester United og Arsenal fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar vorið 1999. United átti heimaleik við Tottenham og var stigi ofar en Skytturnar og því ljóst að sigur myndi duga United fyrir titlinum. Klippa: Enska augnablikið: Titillinn sem lagði grunninn að þrennunni Kjartan Atli, þá 15 ára gamall United stuðningsmaður, sat límdur við skjáinn. Hann segir frá: „Ein af mínum sterkari minningum er frá lokaleik deildarinnar 1999 á milli Manchester United og Tottenham. Leikurinn varð einhvern veginn smækkuð útgáfa af tímabilinu í heild sinni hjá United. Pressan var mikil og auðvitað þurfti United að fara Krýsuvíkurleiðina að þessu öllu saman,“ „Maginn sökk þegar Les Ferdinand kom Spurs yfir. Á þessum tímapunkti gat tímabilið orðið fullkomið en það var stutt á milli og hræðslan við vonbrigðin var þarna undirliggjandi,“ segir Kjartan en Arsenal mætti Aston Villa á sama tíma og vann 1-0 sigur þökk sé marki Nwankwo Kanu. „United-liðið kveikti á öllum hreyflunum eftir að hafa lent undir. Nokkur úrvalsfæri fóru í súginn áður en Beckham skoraði afar smekklegt mark,“ segir Kjartan. Á hans heimili þurfti þá að fara eftir hinum ýmsu kúnstarinnar reglum við áhorfið. „Leikir United voru helsta áhugamál fjölskyldunnar og mikið var um hjátrú þarna, hver og einn þurfti að sitja í réttu sæti og ýmislegt þannig.“ Cole lagði grunninn að þrennunni Svo kom að sigurmarkinu. „Minn maður Andy Cole kom inn á í hálfleik. Ég man enn eftir að hafa lesið það í Mogganum þegar United keypti hann frá Newcastle og þegar hann valdi að spila númer 17 (sem varð strax mjög svalt númer). Hann varð fljótt í miklu uppáhaldi,“ „Það var því jafnvel extra ánægjulegt þegar Cole skoraði sigurmarkið, frábær móttaka og afgreiðsla. Þetta var góð stund og þarna var fyrsta skrefið í átt að þrennunni frægu stigið,“ segir Kjartan Atli. Líkt og hann nefnir var þar grunnurinn lagður að sögulegum árangri Manchester United sem vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina þökk sé 2-0 sigri á Newcastle United á Wembley og fjórum dögum síðar vannst frægur úrslitaleikur Meistaradeildarinnar við Bayern Munchen á Camp Nou í Barcelona þökk sé mörkum Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær, sem bæði komu í uppbótartíma. Allt það helsta úr leik United og Tottenham má sjá í spilaranum. Kjartan Atli mun stýra Sunnudagsmessunni á Sýn Sport í vetur þar sem hver umferð í enska boltanum verður gerð upp. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
„Enska úrvalsdeildin hefur breytt líðan minni síðan ég man eftir mér; fært gleðistundir nær einhverskonar alsælu og stundum þyngt stemninguna ef hlutirnir fóru á annan veg en þeim var ætlað,“ segir Kjartan Atli. Aðeins einu stigi munaði á Manchester United og Arsenal fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar vorið 1999. United átti heimaleik við Tottenham og var stigi ofar en Skytturnar og því ljóst að sigur myndi duga United fyrir titlinum. Klippa: Enska augnablikið: Titillinn sem lagði grunninn að þrennunni Kjartan Atli, þá 15 ára gamall United stuðningsmaður, sat límdur við skjáinn. Hann segir frá: „Ein af mínum sterkari minningum er frá lokaleik deildarinnar 1999 á milli Manchester United og Tottenham. Leikurinn varð einhvern veginn smækkuð útgáfa af tímabilinu í heild sinni hjá United. Pressan var mikil og auðvitað þurfti United að fara Krýsuvíkurleiðina að þessu öllu saman,“ „Maginn sökk þegar Les Ferdinand kom Spurs yfir. Á þessum tímapunkti gat tímabilið orðið fullkomið en það var stutt á milli og hræðslan við vonbrigðin var þarna undirliggjandi,“ segir Kjartan en Arsenal mætti Aston Villa á sama tíma og vann 1-0 sigur þökk sé marki Nwankwo Kanu. „United-liðið kveikti á öllum hreyflunum eftir að hafa lent undir. Nokkur úrvalsfæri fóru í súginn áður en Beckham skoraði afar smekklegt mark,“ segir Kjartan. Á hans heimili þurfti þá að fara eftir hinum ýmsu kúnstarinnar reglum við áhorfið. „Leikir United voru helsta áhugamál fjölskyldunnar og mikið var um hjátrú þarna, hver og einn þurfti að sitja í réttu sæti og ýmislegt þannig.“ Cole lagði grunninn að þrennunni Svo kom að sigurmarkinu. „Minn maður Andy Cole kom inn á í hálfleik. Ég man enn eftir að hafa lesið það í Mogganum þegar United keypti hann frá Newcastle og þegar hann valdi að spila númer 17 (sem varð strax mjög svalt númer). Hann varð fljótt í miklu uppáhaldi,“ „Það var því jafnvel extra ánægjulegt þegar Cole skoraði sigurmarkið, frábær móttaka og afgreiðsla. Þetta var góð stund og þarna var fyrsta skrefið í átt að þrennunni frægu stigið,“ segir Kjartan Atli. Líkt og hann nefnir var þar grunnurinn lagður að sögulegum árangri Manchester United sem vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina þökk sé 2-0 sigri á Newcastle United á Wembley og fjórum dögum síðar vannst frægur úrslitaleikur Meistaradeildarinnar við Bayern Munchen á Camp Nou í Barcelona þökk sé mörkum Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær, sem bæði komu í uppbótartíma. Allt það helsta úr leik United og Tottenham má sjá í spilaranum. Kjartan Atli mun stýra Sunnudagsmessunni á Sýn Sport í vetur þar sem hver umferð í enska boltanum verður gerð upp. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira