Enski boltinn

Isak verður á­fram í frysti­kistunni í fyrsta leik Newcastle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er erfitt að sjá annað en að Alexander Isak hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Newcastle United.
Það er erfitt að sjá annað en að Alexander Isak hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Newcastle United. Getty/Joe Prior

Knattspyrnustjóri Newcastle United viðurkennir að það sé afar ólíklegt að stjörnuframherji liðsins taki þátt í fyrsta leik tímabilsins en enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi.

Sænski framherjinn Alexander Isak hefur verið í frystikistunni hjá knattspyrnustjóranum Eddie Howe eftir að það kom í ljós að leikmaðurinn vilji losna frá félaginu.

Newcastle hefur reynt að bjóða Isak nýjan samning en hann vill umfram allt komast til Liverpool.

Isak hefur ekkert æft með Newcastle síðustu vikur og fór ekki með liðinu í æfingaferð til Asíu. Isak missti af æfingarleik á föstudagskvöldið og verður ekki með á móti Atlético Madrid í öðrum æfingarleik í dag.

Howe segir þó að félagið sé í viðræðum við Isak. Það eru samt alls konar sögur í gangi og eldheitir stuðningsmennirnir líta nú á leikmanninn sem svikara.

Newcastle er þegar búið að hafna 110 milljón punda tilboði í leikmanninn. Newcastle segir að félagið vilji fá 150 milljónir punda fyrir Svíann.

„Ég vildi að Alex væri að spila þessa leiki og að hann væri að mæta á æfingu hjá okkur á morgun. Við myndum elska að hafa þennan leikmann með okkur og ég vil að það sé alveg á hreinu. Það er ekki brot af mér sem vill ekki sjá þá útkomu,“ sagði Eddie Howe.

„Það breytir ekki því að ég sé ekkert breytast fyrir leikinn á móti Aston Villa eftir rúma viku,“ sagði Eddie Howe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×