
Foden finnur til með Southgate
Phil Foden, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, segir að það sé ansi mikil samkeppni um stöðurnar í enska landsliðinu.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Phil Foden, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, segir að það sé ansi mikil samkeppni um stöðurnar í enska landsliðinu.
Tveir íslenskir knattspyrnumenn komu við sögu í neðri deildum Englands í fótbolta í dag.
Það var boðið upp á Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag á einu stærsta sviði fótboltans, Old Trafford.
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er harður stuðningsmaður enska fótboltafélagsins Liverpool og hún fékk heldur betur fróðlegt tilboð á dögunum.
Manchester United er sagt ætla að láta Ole Gunnar Solskjær fá nýjan samning og framtíð Norðmannsins stendur ekki og fellur með því hvort liðið vinni titil á þessu tímabili eða ekki.
Luis Suarez var besti leikmaður Liverpool í nokkur ár áður en félagið seldi hann til Barcelona. Nú er Úrúgvæmaðurinn orðaður við sitt gamla félag.
Jesse Lingard er kominn aftur í enska landsliðshópinn. Eftir skipti hans frá Manchester United til West Ham hefur hann slegið í gegn.
David Beckham er mjög ánægður með sinn gamla liðsfélaga Ole Gunnar Solskjær í knattspyrnustjórahlutverkinu hjá Manchester United.
Steven Gerrard var mjög hissa að sjá það að Trent Alexander-Arnold var ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir komandi leiki í undankeppni HM.
Evrópuleikir ensku liðanna Manchester United og Liverpool verða báðir spilaðir á Spáni eftir að banni var aflétt.
Gareth Bale er sem stendur á láni hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur. Hann stefnir þó á að snúa aftur til Spánarmeistara Real Madrid þegar lánsdvöl hans lýkur, það er eftir Evrópumótið sem fram fer í sumar.
Mason Greenwood, framherji enska landsliðsins og Manchester United, hefur dregið sig út úr enska U21 árs landsliðshópnum sem tekur þátt í riðlakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóveníu. Frá þessu greindu fjölmiðlar á Englandi í dag.
Markvörðurinn Jökull Andrésson gat ekki komið í veg fyrir 2-1 tap Exeter City gegn Oldham Athletic í ensku D-deildinni í kvöld. Daníel Leó Grétarsson sat allan tímann á varamannabekk Blackpool er liðið vann 3-1 sigur á Peterborough United.
Aaron Ramsey gæti farið frá Juventus til Liverpool í sumar ef marka má fréttir frá Ítalíu.
Instagram reikningurinn United Zone, stuðningsmannavefur Manchester United, birti í gær mynd af varabúningi félagsins sem verður tekinn í notkun á næstu leiktíð.
Dirk Kuyt, fyrrum leikmaður Liverpool, ber Steven Gerrard söguna vel. Gerrard stýrði Rangers á dögunum til sigurs í skoska boltanum eftir níu ára einokun Celtic og þjálfaraferill hans byrjar vel.
Sky Sports og BBC hafa keypt réttinn á ensku ofurdeildinni til þriggja ára. Talið er að samningurinn sé um 24 milljóna punda virði og er þetta stærsti sjónvarpssamningur sem gerður hefur verið fyrir kvennadeild í heiminum.
Manchester City er sem fyrr sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni í vor en það eru líka mestar líkur á að tvö lið úr ensku úrvalsdeildinni spili til úrslita í Tyrklandi.
Manchester United datt út úr enska bikarnum í gærkvöldi en margir gagnrýndi knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær fyrir það að nota ekki sinn besta mann á móti Leicester.
Fyrrum stjóri Newcastle, Chelsea og Liverpool leitar nú logandi ljósi að nýju starfi og vonast eftir því að spennandi verkefni í ensku úrvalsdeildinni komi upp í hendurnar á honum sem allra fyrst.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir sitt lið hafa verið þjakað af þreytu í leik liðsins gegn Leicester í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag.
Tottenham gerði góða ferð til Birmingham borgar þar sem liðið heimsótti Aston Villa í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Manchester United er úr leik í enska bikarnum eftir 3-1 tap fyrir Leicester City í síðasta leik 8-liða úrslitanna.
Arsenal bjargaði þegar þeir heimsóttu West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn höfðu komist í 3-0, en tvö sjálfsmörk og mark frá Alexandre Lacazette björguðu stigi fyrir skytturnar.
Chelsea er næst seinasta liðið sem kemst í undanúrslit FA bikarsins. Þeir bláklæddu fengu Sheffield United í heimsókn á Stamford Bridge og unnu 2-0 sigur. Fyrra mark leiksins kom á 24. mínútu, en það var Oliver Norwood sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Hakim Ziyech gulltrygði sigurinn í uppbótartíma.
Lundúnaliðin West Ham og Arsenal mætast í mikilvægum leik í ensku úrvalsdeildinni.
Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, gæti verið frá í sex vikur eftir að hafa meist í leik gegn Burnley á dögunum. Meiðslin þýða að hann er nú í kapphlaupi við tímann um að koma sér í stand og sýna að hann eigi að vera í enska landsliðshópnum á EM í sumar.
Everton féll út úr FA bikarnum í gær eftir 0-2 tap gegn Machester City. Lærisveinar Pep Guardiola virðast vera óstöðvandi þessa stundina og Carlo Ancelotti, þjálfari Everton, hrósaði andstæðingum sínum upp í hástert.
Brighton fékk lánlausa Newcastle menn í heimsókn í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en bæði lið eru ansi nálægt fallsvæðinu.
Manchester City varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins þegar liðið vann 0-2 sigur á Everton á Goodison Park.