Lampard: Ein besta stund fótboltaferilsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2022 23:00 Frank Lampard hfaði svo sannarlega ástæðu til að fagna í kvöld. Michael Regan/Getty Images Frank Lampart, þjálfari Everton, var skiljanlega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur gegn Crystal Palace í kvöld. „Þetta er ein besta stund fótboltaferilsins,“ sagði Lampard kátur í leikslok. „Ég hef verið mjög heppinn og átt frábærar stundir, sérstaklega hjá Chelsea sem leikmaður og þjálfari. En þegar maður finnur þessar tilfinningar og þessa örvæntingu sem fallbaráttan færir þér þá er það allt annað. Þú þarft að grafa djúpt. Þú tapar leikjum, berst fyrir því að gera betur, en tapar svo öðrum leik. Fólk heldur að maður eigi að fljúga upp töfluna en það er aldrei þannig.“ „Að koma hingað með þetta magnaða starfslið, jákvætt fólk sem leggur svo mikið á sig, og reyna að breyta hlutunum og fá viðbrögð frá leikmönnum, frá stuðningsmönnum, og finna þessa samheldni þegar við litum út fyrir að vera sundraðir. Þessi klúbbur er sérstakur og ég er stoltur að vera þjálfari Everton í kvöld.“ Lampard var langt frá því að vera hættur og átti í stökustu vandræðum með að lýsa tilfinningum sínum. „Mér leið eins og ég væri að fara að gráta þegar leikurinn var flautaður af. Ég hélt að ég myndi hoppa út úr líkamanum. Það efast engin um fagnaðarlætin eftir leikinn. Það er auðvelt að segja: „En þú vannst ekki neitt,“ en vitiði hvað? Prófiði að koma að vinna fyrir þetta félag í nokkra mánuði og sjáið vandamálin og hvað það þýðir fyrir þetta fólk að halda sætinu í deildinni.“ „Sjáiði okkur þegar við erum 2-0 undir í hálfleik að spila ömurlega, fáum á okkur fáránlegt mark, en karakterinn sem við sýnum svo í seinni hálfleik. Sjáiði bara alla stuðningsmennina á vellinum að skemmta sér konunglega. Það voru þeir sem komu okkur yfir línuna. Þeir hafa verið meira en tólfti maðurinn. En leikmennirnir eiga líka skilið risastórt hrós. Þetta var magnað kvöld,“ sagði kampakátur Lampard að lokum. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
„Þetta er ein besta stund fótboltaferilsins,“ sagði Lampard kátur í leikslok. „Ég hef verið mjög heppinn og átt frábærar stundir, sérstaklega hjá Chelsea sem leikmaður og þjálfari. En þegar maður finnur þessar tilfinningar og þessa örvæntingu sem fallbaráttan færir þér þá er það allt annað. Þú þarft að grafa djúpt. Þú tapar leikjum, berst fyrir því að gera betur, en tapar svo öðrum leik. Fólk heldur að maður eigi að fljúga upp töfluna en það er aldrei þannig.“ „Að koma hingað með þetta magnaða starfslið, jákvætt fólk sem leggur svo mikið á sig, og reyna að breyta hlutunum og fá viðbrögð frá leikmönnum, frá stuðningsmönnum, og finna þessa samheldni þegar við litum út fyrir að vera sundraðir. Þessi klúbbur er sérstakur og ég er stoltur að vera þjálfari Everton í kvöld.“ Lampard var langt frá því að vera hættur og átti í stökustu vandræðum með að lýsa tilfinningum sínum. „Mér leið eins og ég væri að fara að gráta þegar leikurinn var flautaður af. Ég hélt að ég myndi hoppa út úr líkamanum. Það efast engin um fagnaðarlætin eftir leikinn. Það er auðvelt að segja: „En þú vannst ekki neitt,“ en vitiði hvað? Prófiði að koma að vinna fyrir þetta félag í nokkra mánuði og sjáið vandamálin og hvað það þýðir fyrir þetta fólk að halda sætinu í deildinni.“ „Sjáiði okkur þegar við erum 2-0 undir í hálfleik að spila ömurlega, fáum á okkur fáránlegt mark, en karakterinn sem við sýnum svo í seinni hálfleik. Sjáiði bara alla stuðningsmennina á vellinum að skemmta sér konunglega. Það voru þeir sem komu okkur yfir línuna. Þeir hafa verið meira en tólfti maðurinn. En leikmennirnir eiga líka skilið risastórt hrós. Þetta var magnað kvöld,“ sagði kampakátur Lampard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira