Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það tólfta varð norðan Grindavíkur í júlí 2025.

Fréttamynd

Meiri kvika en í síðasta gosi

Aflögunarmælingar síðustu vikna sýna að landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi þar sem um fjórtán milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi frá síðasta gosi. Óvissan í tímasetningu á næsta atburði er enn nokkur. Hættumat er óbreytt og gildir í tvær vikur að öllu óbreyttu.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bjóða Grind­víkingum á seiglunámskeið

Rauði krossinn á Íslandi mun á næstu vikum og mánuðum bjóða Grindvíkingum á öllum aldri upp á mikið úrval námskeiða, vinnustofa og viðburða sem þjónustu- og menntunarfyrirtækið KVAN hefur hannað sérstaklega með þarfir fólks úr Grindavík í huga.

Innlent
Fréttamynd

Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi

Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september.

Innlent
Fréttamynd

Nú­verandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn

Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með gosi í lok mánaðar

Mælingar sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og undanfarið. Niðurstöður líkanreikninga áætla að um átta til níu milljónir rúmmetra kviku hafi safnast frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí. Magnið sem hljóp úr kvikusöfnunarsvæðinu í því gosi var áætlað um tólf milljónir rúmmetra. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er en hættumat er óbreytt enn sem komið er.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var vissu­lega ekki í starfslýsingunni“

Bæjarstjóri Grindavíkur hyggst hætta sem bæjarstjóri að loknu kjörtímabili. Hann kveður með þakklæti í hjarta og kveðst munu sakna Grindvíkinga einstaklega mikið. Þó nokkrir atburðir síðustu ára sitji í bæjarstjóranum. 

Innlent
Fréttamynd

Fannar bæjar­stjóri kveður Grinda­vík

Fannar Jónasson stígur upp úr bæjarstjórastóli Grindavíkur eftir þetta kjörtímabil. Hann hefur gegnt þessu embætti í næstum áratug eða síðan í ársbyrjun 2017 og verið andlit bæjarins á óvissu- og erfiðleikatímum.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á nýju eld­gosi meiri í seinni hluta septem­ber

Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Í dag hafa um sex til sjö milljónir rúmmetra af kviku safnast undir Svartsengi frá síðasta eldgosi sem hófst í júlí. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að gert sé ráð fyrir að þegar um 12 milljónir rúmmetrar hafi safnast saman aukist líkurnar á nýjum atburði.

Innlent
Fréttamynd

Hraðari af­lögun í Krýsu­vík en áður

Jarðskjálfti sem fannst á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi varð í Brennisteinsfjöllum sem er virkt jarðskjálftasvæði. Í Krýsuvík hafa mælst breytingar á landrisi og sigi. Svæðið hefur áður sýnt slíkar sveiflur, en núna virðist aflögunin hraðari en áður.

Innlent
Fréttamynd

Enn má búast við gosmóðu þó eld­gosinu sé lokið í bili

Veðurstofa Íslands hefur staðfest að gosinu á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið í bili. Níunda gosið á gígaröðinni stóð yfir í um tuttugu daga. Þótt ekki sé lengur virkni í gígnum er áfram möguleiki á því að gosmóðu verði vart, jafnvel í einhverja daga eftir goslok.

Innlent
Fréttamynd

Mjög lítil virkni en mallar enn

Enn er virkni í einum gíg á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta má sjá á vefmyndavélum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur gosórinn haldist mjög lítill í alla nótt og hraunjaðrar breytast lítið. 

Innlent
Fréttamynd

Búast við gasi á höfuð­borgar­svæðinu og Akra­nesi

Búist er við því að gosmengun frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni muni í dag berast í átt að höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Suðvestlæg átt var við gosstöðvarnar í nótt og hefur brennisteinsdíoxíð mælst í loftinu á höfuðborgarsvæðinu og í Hvalfirði.

Innlent