
Arnar óskar eftir Silfurskeiðinni: Verðum að fá meiri stuðning á föstudaginn langa
Stjarnan vann Val afar óvænt í fyrsta leik milli liðanna í átta liða úrslitum í Origo-höllinni. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn en sendi ákall á Silfurskeiðina fyrir næsta leik.