„Fyrir mér þá er þetta fegurðin við hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 13:30 Það er mjög erfitt að halda Sigurði Péturssyni fyrir framan sig. Vísir/Bára Sigurður Pétursson átti sannkallaðan stórleik þegar Keflvíkingar rúlluðu upp nágrönnum sínum úr Grindavík í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Sigurður skoraði 26 stig á 30 mínútum en hann hitti alls úr átta af ellefu skotum sínum í leiknum. „Sigurður Pétursson var að spila í sínu gamla húsi og þekkir hringina greinilega mjög vel því það fór allt ofan í hjá þessum strák nánast allan leikinn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Sigurður hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár og hefur því æft og spilað margoft í Smáranum á síðustu árum. Grindavík þarf einmitt að spila heimaleiki sína í Smáranum vegna jarðhræringa undir bænum. Sigurður var því meira á heimavelli heldur en leikmenn Grindavíkurliðsins. Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, hrósaði Sigurði fyrir frammistöðuna. „Fyrir mér þá er þetta fegurðin við hann. Hann er á fullu varnarlega allan leikinn. Hann er í einhverju skítkasti við Kane. Það er svo mikil orka í honum,“ sagði Helgi Már. Deandre Kane er bandaríski stjörnuleikmaður Grindavíkur sem var mjög upptekinn af Sigurði í leiknum. „Hann var frábær í þessum leik og ég elska svona gæja sem bara úsar af orku og stemmningu,“ sagði Helgi. „Fyrir tveimur til þremur árum þá var hann aðallega varnarmaður. Sprengikraftur og frábær varnarlega. Það sést frá því á síðasta tímabili og þangað til núna að hann er búinn að vera að æfa skotið sitt,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann er bara miklu, miklu öruggari á skotinu sínu en hann hefur verið áður. Þar opnast hellingur fyrir hann. Ef hann getur hitt úr þessum þristum þá eru mennirnir farnir að vera nær honum. Þá er sprengikrafturinn og styrkurinn sem hann býr yfir ógnvænlegir,“ sagði Sævar. „Þetta er það sama og bróðir hans gerði (Hilmar Pétursson). Þegar hann byrjaði að hitta úr skotunum þá var hann orðinn algjört vandamál. Þeir eru báðir með svaka sprengju og geta komist á hringinn. Þegar þú þarft að komast nær þeim þá verða þeir fyrst og fremst vandamál,“ sagði Helgi. Hilmar Pétursson sló í gegn hjá Blikum en spilar nú sem atvinnumaður hjá þýska félaginu Münster. Það má horfa á umræðuna um Sigurð hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sigurður Pétursson á móti Grindavík Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Sigurður skoraði 26 stig á 30 mínútum en hann hitti alls úr átta af ellefu skotum sínum í leiknum. „Sigurður Pétursson var að spila í sínu gamla húsi og þekkir hringina greinilega mjög vel því það fór allt ofan í hjá þessum strák nánast allan leikinn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Sigurður hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár og hefur því æft og spilað margoft í Smáranum á síðustu árum. Grindavík þarf einmitt að spila heimaleiki sína í Smáranum vegna jarðhræringa undir bænum. Sigurður var því meira á heimavelli heldur en leikmenn Grindavíkurliðsins. Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, hrósaði Sigurði fyrir frammistöðuna. „Fyrir mér þá er þetta fegurðin við hann. Hann er á fullu varnarlega allan leikinn. Hann er í einhverju skítkasti við Kane. Það er svo mikil orka í honum,“ sagði Helgi Már. Deandre Kane er bandaríski stjörnuleikmaður Grindavíkur sem var mjög upptekinn af Sigurði í leiknum. „Hann var frábær í þessum leik og ég elska svona gæja sem bara úsar af orku og stemmningu,“ sagði Helgi. „Fyrir tveimur til þremur árum þá var hann aðallega varnarmaður. Sprengikraftur og frábær varnarlega. Það sést frá því á síðasta tímabili og þangað til núna að hann er búinn að vera að æfa skotið sitt,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann er bara miklu, miklu öruggari á skotinu sínu en hann hefur verið áður. Þar opnast hellingur fyrir hann. Ef hann getur hitt úr þessum þristum þá eru mennirnir farnir að vera nær honum. Þá er sprengikrafturinn og styrkurinn sem hann býr yfir ógnvænlegir,“ sagði Sævar. „Þetta er það sama og bróðir hans gerði (Hilmar Pétursson). Þegar hann byrjaði að hitta úr skotunum þá var hann orðinn algjört vandamál. Þeir eru báðir með svaka sprengju og geta komist á hringinn. Þegar þú þarft að komast nær þeim þá verða þeir fyrst og fremst vandamál,“ sagði Helgi. Hilmar Pétursson sló í gegn hjá Blikum en spilar nú sem atvinnumaður hjá þýska félaginu Münster. Það má horfa á umræðuna um Sigurð hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sigurður Pétursson á móti Grindavík
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti