Ósáttur með hvernig farið var með landsliðsfyrirliðann á Egilsstöðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 12:00 Ægir Þór Steinarsson fær hér fyrri tæknivillu sína en örskömmu síðar var hann búinn að fá aðra. S2 Sport Landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson kláraði ekki leik Stjörnunnar á móti Hetti í síðustu umferð Subway deildar karla því hann var rekinn snemma í sturtu af dómurum leiksins. Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur brottreksturinn og ræddi hann en Stjörnumenn steinlágu í leiknum og nú gætu þeir misst sinn besta leikmann í leikbann líka. Ægir fékk tvær tæknivillur í röð eftir einhver ósætti við Nemanja Knezevic, miðherja Hattar, og svo læti í framhaldið af því. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, tjáði sig um atvikið þegar Ægir var rekinn út úr húsi á Egilsstöðum. Viðar gefur alltaf mikið af sér í viðtölum eftir leiki og stundum hendir hann í pillu. „Það var ekki einu sinni dæmd villa. Þetta var eitthvað óhapp. Ægir hljóp á hann og þetta var hné í hné. Ægir Þór er eðaldrengur og ætlaði sér ekki að meiða neinn. Auðvitað urðu þeir að reyna að hleypa leiknum eitthvað upp en þeir eltu svolítið geðsveiflurnar í þjálfara sínum og voru þannig undir lokin,“ sagði Viðar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk þarna skot frá kollega sínum. Hvor ógnaði hvorum „Ægir Þór Steinarsson. Mér fannst þetta mjög ólíkt honum. Mér fannst það hvernig hann gengur ógnandi að dómaranum,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Subway Körfuboltakvöldi en sérfræðingurinn Sævar Sævarsson var alls ekki sammála því. Þvert á móti gagnrýndi hann framkomu dómarans gagnvart Ægi. „Það var verið að draga hann í burtu, dómarinn labbaði í áttina að honum og gekk ógnandi að honum. Ég var að verja dómarann áðan en þarna er tekin einhver ákvörðun,“ sagði Sævar. „Dómarinn klofaði yfir leikmann á gólfinu til þess að komast að Ægi til þess að ýta honum og dæma á hann tæknivillu,“ sagði Sævar. Keppnisskapið alveg á fullu „Hann ýtir í hann og ég ímynda mér að það hafi stuðað Ægi. Þú ert að tapa leik og spila illa. Keppnisskapið alveg á fullu,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Ég hef horft á körfubolta í nokkuð mörg ár og spilað körfubolta í mörg ár. Ég hef aldrei séð dómara elta leikmann og ýta honum til þess að dæma tæknivillu á hann,“ sagði Sævar. Hann var mjög ósáttur með hvernig farið var með landsliðsfyrirliðann á Egilsstöðum. „Ég veit alveg að menn eiga ekki að fá öðruvísi meðferð en þetta er einn af okkar fremstu leikmönnum, landsliðsmaður og líklega fyrirliði eða varafyrirliði Stjörnunnar. Þú gerir þetta bara ekki,“ sagði Sævar. Efast um að þetta standi í FIBA reglubók „Sama þótt að þetta hefði verið Sævar Sævarsson eða ellefti eða tólfti leikmaður í einhverju liði. Þú ferð ekkert á eftir leikmanni, ýtir honum og dæmir á hann tæknivillu. Ég efast um að það standi í einhverri FIBA reglubók,“ sagði Sævar. „Færri tæknivillur takk,“ sagði Helgi.Það má sjá alla umræðuna og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Brottrekstur Ægis Þórs Steinarssonar Subway-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur brottreksturinn og ræddi hann en Stjörnumenn steinlágu í leiknum og nú gætu þeir misst sinn besta leikmann í leikbann líka. Ægir fékk tvær tæknivillur í röð eftir einhver ósætti við Nemanja Knezevic, miðherja Hattar, og svo læti í framhaldið af því. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, tjáði sig um atvikið þegar Ægir var rekinn út úr húsi á Egilsstöðum. Viðar gefur alltaf mikið af sér í viðtölum eftir leiki og stundum hendir hann í pillu. „Það var ekki einu sinni dæmd villa. Þetta var eitthvað óhapp. Ægir hljóp á hann og þetta var hné í hné. Ægir Þór er eðaldrengur og ætlaði sér ekki að meiða neinn. Auðvitað urðu þeir að reyna að hleypa leiknum eitthvað upp en þeir eltu svolítið geðsveiflurnar í þjálfara sínum og voru þannig undir lokin,“ sagði Viðar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk þarna skot frá kollega sínum. Hvor ógnaði hvorum „Ægir Þór Steinarsson. Mér fannst þetta mjög ólíkt honum. Mér fannst það hvernig hann gengur ógnandi að dómaranum,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Subway Körfuboltakvöldi en sérfræðingurinn Sævar Sævarsson var alls ekki sammála því. Þvert á móti gagnrýndi hann framkomu dómarans gagnvart Ægi. „Það var verið að draga hann í burtu, dómarinn labbaði í áttina að honum og gekk ógnandi að honum. Ég var að verja dómarann áðan en þarna er tekin einhver ákvörðun,“ sagði Sævar. „Dómarinn klofaði yfir leikmann á gólfinu til þess að komast að Ægi til þess að ýta honum og dæma á hann tæknivillu,“ sagði Sævar. Keppnisskapið alveg á fullu „Hann ýtir í hann og ég ímynda mér að það hafi stuðað Ægi. Þú ert að tapa leik og spila illa. Keppnisskapið alveg á fullu,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Ég hef horft á körfubolta í nokkuð mörg ár og spilað körfubolta í mörg ár. Ég hef aldrei séð dómara elta leikmann og ýta honum til þess að dæma tæknivillu á hann,“ sagði Sævar. Hann var mjög ósáttur með hvernig farið var með landsliðsfyrirliðann á Egilsstöðum. „Ég veit alveg að menn eiga ekki að fá öðruvísi meðferð en þetta er einn af okkar fremstu leikmönnum, landsliðsmaður og líklega fyrirliði eða varafyrirliði Stjörnunnar. Þú gerir þetta bara ekki,“ sagði Sævar. Efast um að þetta standi í FIBA reglubók „Sama þótt að þetta hefði verið Sævar Sævarsson eða ellefti eða tólfti leikmaður í einhverju liði. Þú ferð ekkert á eftir leikmanni, ýtir honum og dæmir á hann tæknivillu. Ég efast um að það standi í einhverri FIBA reglubók,“ sagði Sævar. „Færri tæknivillur takk,“ sagði Helgi.Það má sjá alla umræðuna og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Brottrekstur Ægis Þórs Steinarssonar
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira