„Hefði frekar viljað að öll skotin hefðu farið ofan í“ Stjarnan vann tólf stiga útisigur á ÍR í 3. umferð Subway deildar-karla. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn. Körfubolti 21. október 2022 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 91-68 | Njarðvík vann öruggan sigur gegn löskuðum Stólum Njarðvík vann afar sannfærandi sigur þegar liðið mætti Tindastóli í þriðju umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni suður með sjó í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 91-68 heimamönnum í vil en jafnræði var með liðunum fram í miðbik annars leihkluta. Þá dró í sundur með liðunum og niðurstaðan öruggur sigur Njarðvíkurliðsins. Körfubolti 21. október 2022 22:00
KR skiptir um Kana KR-ingar kynntu til leiks nýjan Bandaríkjamann í kvöld en Elbert Clark Matthews samdi við liðið og mun hann leika með KR út leiktímabilið. Körfubolti 21. október 2022 20:32
Umfjöllun og viðtal: ÍR - Stjarnan 80-92 | Stjarnan aftur á sigurbraut Stjarnan komst aftur á sigurbraut í Subway deildinni eftir tólf stiga sigur á ÍR 80-92. Stjörnumenn byrjuðu leikinn illa og voru fjórum stigum undir í hálfleik. Það var hins vegar allt annað Stjörnulið sem mætti í seinni hálfleik þar sem Stjarnan sýndi klærnar og rúllaði yfir ÍR. Körfubolti 21. október 2022 19:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 96-87 | Sterkur annar leikhluti skóp sigur Keflvíkinga Keflavík lagði granna sína úr Grindavík í 3. umferð Subway deildar karla 96-87. Það var virkilega góður annar leikhluti sem skóp sigurinn en vörnin var grimm og sóknin skilvirk. Það skilaði sér í 15 stiga forskoti sem hélt lengst af. Körfubolti 20. október 2022 22:37
Ayala: Vörnin hélt okkur á floti í dag Eric Ayala var stigahæsti leikmaður leiksins þegar Keflvíkingar unnu Grindavík 96-87 í Subway deild karla í körfuknattleik. Ayala skoraði 28 stig og voru mörg þeirra af mikilvægari gerðinni þegar heimamenn þurftu á körfum að halda. Körfubolti 20. október 2022 22:20
Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 83-108 | Heimamenn áttu ekki roð í Hauka Haukar viðhéldu fullkominni byrjun sinni í Subway-deild karla með öruggum 108-83 sigri á KR í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Haukar eru með fullt hús stiga en KR er stigalaust. Körfubolti 20. október 2022 21:55
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Höttur 89-91 | Fyrsti sigur Hattar í Subway deildinni Höttur fór til Þorlákshafnar og vann Þór Þorlákshöfn 89-91. Leikurinn var afar spennandi á síðustu mínútunum en Höttur var í bílstjórasætinu og náði að halda þetta út sem skilaði sigri. Þetta var annar sigur Hattar á Þór Þorlákshöfn í röð þar sem liðin mættust í bikarnum síðustu helgi. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 20. október 2022 21:40
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 99-90 | Annar sigur Valsmanna á Blikum á fjórum dögum Íslandsmeistarar Vals unnu Breiðablik í annað sinn á fjórum dögum, 99-90, þegar liðin áttust við á Hlíðarenda í 3. umferð Subway deildar karla í kvöld. Valsmenn unnu leik liðanna í VÍS-bikarnum á mánudaginn, 111-90. Körfubolti 20. október 2022 21:40
„Annað hvort spiluðu þeir bestu vörn sem hefur verið spiluð eða það var stífla í flautunni“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, hafði ekkert undan framlagi sinna manna í tapinu fyrir Val, 99-90, að kvarta. Annað mál var með dómara leiksins. Körfubolti 20. október 2022 21:38
„Óttinn við að tapa er hættur að vera yfirgnæfandi“ Höttur vann Þór Þorlákshöfn í 3. umferð Subway deildar-karla 89-91. Þetta var fyrsti sigur Hattar á tímabilinu og var Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, afar kátur eftir annan sigurinn á Þór Þorlákshöfn í röð. Sport 20. október 2022 20:30
Jón Axel æfði með Curry í sumar og ætlar aldrei að gefast upp á NBA-draumnum Jón Axel Guðmundsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Grindavíkurliðinu frá árinu 2016 þegar Grindavík heimsækir nágranna sína í Keflavík. Körfubolti 20. október 2022 14:01
Jón Axel ætlar að núllstilla sig og kenna Óla Óla körfubolta Grindvíkingar fengu frábærar fréttir í vikunni þegar landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson ákvað að spila með félaginu í Subway deildinni í vetur. Körfubolti 20. október 2022 12:31
Jón Axel búinn að skrifa undir: Gaman að mæta Keflavík í fyrsta leik Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson spilar með Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í vetur en þetta var endanlega ljóst eftir að hann skrifaði undir samning þess efnis við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur í dag. Körfubolti 19. október 2022 15:30
„Lífið er mikilvægara en körfubolti“ Eftir rúmt ár í Davidson háskólanum í Bandaríkjunum er Styrmir Snær Þrastarson kominn aftur heim í Þór Þorlákshöfn. Hann segist finna sig betur í evrópska körfuboltanum en þeim bandaríska og þá höfðu veikindi í fjölskyldunni úrslitaáhrif á að hann ákvað að snúa aftur heim. Körfubolti 19. október 2022 09:00
Richotti snýr aftur til Njarðvíkur Argentínski körfuboltamaðurinn Nicolás Richotti hefur samið við Njarðvík og mun leika með liðinu í Subway deild karla í vetur. Körfubolti 19. október 2022 08:16
Skrifar undir hjá KR eftir að Njarðvíkingar riftu samningi hans Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við þýsk-íranska körfuknattleiksmanninn Philip Jalalpoor um að leika með liðinu í Subway-deild karla, tæpri viku eftir að leikmaðurinn var leystur undan samningi sínum hjá Njarðvík. Körfubolti 18. október 2022 23:00
Finnst skrýtið að hann komi heim á þessum tímapunkti Þórsarar bættu óvænt við sig íslenskum landsliðsmanni eftir að tímabilið í Subway deildinni í körfubolta var byrjað því Styrmir Snær Þrastarson var mættur í Þórsbúninginn á föstudagskvöldið. Körfubolti 17. október 2022 14:01
Jón Axel má spila með Grindavík Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er kominn með félagaskipti til uppeldisfélags síns Grindavíkur og getur því spilað með liðinu í Subway-deildinni í körfubolta í vetur. Körfubolti 17. október 2022 09:31
ÍR hefur fundið arftaka ofbeldismannsins sem var sendur heim Um helgina staðfesti lið ÍR í Subway deild karla að liðið hefði samið við Bandaríkjamanninn Taylor Johns. Kemur hann til með að fylla skarð Tylon Birts sem sendur var heim eftir aðeins einn leik eftir að upp komst að hann væri dæmdur ofbeldismaður. Körfubolti 16. október 2022 22:31
Tilþrif 2. umferðar: Nóg af troðslum Sérfræðingar Körfuboltakvölds tóku saman fallegustu tilþrif 2. umferðar í Subway-deild karla. Alls eru sex troðslur í pakkanum. Körfubolti 16. október 2022 11:30
„Hann segir það sem kemur upp í hugann og enginn annar þorir að segja“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, gagnrýndi dómarana harðlega í viðtali við Stöð 2 Sport eftir eftir tap Hattar gegn Njarðvík í Subway-deildinni síðasta fimmtudag. Rætt var um dómgæsluna í leiknum og Viðar sjálfan í Subway Körfuboltakvöldi í gær. Körfubolti 15. október 2022 23:30
„Eins og 1-0 sigur í fótbolta“ Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var kátur eftir sigur nýliðanna á Þór Þ. í kvöld, 90-84. Honum fannst sínir menn verða full ragir í seinni hálfleik eftir frábæran sóknarleik í þeim fyrri. Körfubolti 14. október 2022 23:09
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þ. 90-84 | Annar sigur nýliðanna Nýliðar Hauka unnu sinn annan sigur í jafn mörgum leikjum þegar þeir lögðu Þór Þ. að velli, 90-84, í Ólafssal í Subway-deild karla í kvöld. Þórsarar hafa aftur á móti tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu. Körfubolti 14. október 2022 22:40
„Sigurinn er held ég það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu” Það var ekki áferðarfallegur körfubolti sem var boðið upp á í Grindavík í kvöld þegar Valsmenn lögðu heimamenn í jöfnum leik, 67-68, í Subway-deild karla í körfubolta. Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var hjartanlega sammála. Hann sagði að leikurinn hefði verið tilviljanakenndur á báða bóga en tók þó sigrinum fegins hendi. Körfubolti 14. október 2022 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 67-68 | Valsmenn mörðu eins stigs sigur í hægum og flötum leik Íslandsmeistarar Vals eru komnir á blað í Subway deild karla í körfubolta eftir tap í fyrstu umferð. Sigurinn kvöldsins var eins naumur og hægt er en stigin tvö eru Valsmanna sem fara sáttir á koddann. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 14. október 2022 20:15
Styrmir Snær mættur aftur í uppeldisfélagið Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson er genginn aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Þór Þorlákshöfn. Var hann á skýrslu þegar liðið tapaði fyrir Haukum í Ólafssal í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 14. október 2022 19:30
Tvöfaldi meistarinn aftur til Vals en ekki með í kvöld Callum Lawson, eini maðurinn sem orðið hefur Íslandsmeistari í körfubolta síðustu tvö ár í röð, hefur fengið félagaskipti í Val að nýju. Körfubolti 14. október 2022 15:01
Philip Jalalpoor í gin ljónsins eftir bara einn leik Íraninn Philip Jalalpoor hefur spilað sinn fyrsta og síðasta leik fyrir Njarðvík í Subway deild karla í körfubolta. Jalalpoor var ekki með Njarðvíkurliðinu í sigri á nýliðum Hattar á Egilsstöðum í gærkvöldi. Körfubolti 14. október 2022 09:30
Skiptir engu máli hvernig vindar blása, við bognum en brotnum ekki „Þeir höfðu engu að tapa“, sagði Dominykas Milka eftir sigur Keflvíkinga á Stjörnunni fyrr í kvöld. Leikið var í Ásgarði, Garðabæ en lokatölur voru 86-92. Milka var spurður að því hvað hafi gerst í lok leiks en Keflvíkingar voru komnir 15 stigum yfir þegar stutt var eftir og ekkert sem benti til þess að Stjörnumenn ættu séns. Körfubolti 13. október 2022 22:51