Umfjöllun: Keflavík - Þór Þ. 102-103 | Þórsarar á toppnum yfir jólin Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 15. desember 2023 21:02 Þórsarar fögnuðu sigri í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn vann nauman eins stigs sigur er liðið heimsótti Keflavík í toppslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og fara því inn í jólahátíðina á toppnum ásamt Valsmönnum. Keflavík tók á móti Þór Þorlákshöfn þegar lokaleikur elleftu umferðar Subway deildar karla fór fram í Blue höllinni í Keflavík núna í kvöld. Þór Þ. tók uppkastið og byrjuðu sterkt með þristi frá Emil Karel Einarssyni en Keflavík óð upp völlinn og svaraði Urban Oman í sömu mynt fyrir heimamenn. Það voru þó gestirnir sem sóttu snemma forskot á heimamenn í leiknum og voru að setja niður sín skot á meðan heimamenn voru í allskonar vandræðum. Á meðan skot gestana voru að detta voru Keflvíkingar í vandræðum að setja niður sín skot en Þórs Þ. vörnin stóð vel og voru gestirnir duglegir að refsa. Þór Þ. leiddi eftir fyrsta leikhluta 17-28. Keflavík settu niður þrist til að keyra annan leikhluta í gang en náðu þó ekki stoppi í vörn og voru gestirnir því fljótir að svara fyrir sig og settu niður góð skot. Þór Þ. áttu nánast svör við flest öllu í leik Keflavíkur. Í hvert sinn sem heimamenn virstust vera gera sig líklega til að klóra sig inn í leikinn voru gestirnir mættir með stór skot í andlitið á þeim og héldu þeir Keflavík í hæfilegri fjarlægt út leikhlutan að hálfleik. Staðan í hlé var 48-60 gestunum í vil. Þriðji leikhluti byrjaði með stigum frá heimamönnum en Remy Martin keyrði á körfuna og sótti góð stig fyrir heimamenn. Gestirnir í Þór Þ. voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og héldu heimamönnum í góðri fjarlægð inn í leikhlutann. Þegar líða tók á leikhlutann fór þetta aðeins að detta með heimamönnum sem fengu smá trú og náðu að tengja saman sóknir með stórum skotum. Eftir þriðja leikhluta var staðan orðin 76-85 og heimamenn því búnir að ná muninum niður í níu stig fyrir loka leikhlutann. Í fjórða leikhluta náðu Keflavík muninum niður í sjö stig en náðu ekki að halda í við gestina sem settu bara í annan gír og náðu frábæru áhlaupi og rífu sig frá Keflvíkingum og náðu upp 16 stiga forskoti. Keflavík gáfust þó ekki upp og með baráttu og elju náðu þeir að gera leikinn virkilega spennandi í lokin. Staðan var 89-103 þegar rúmlega þrjár mínútur lifðu leiks en þá settu heimamenn í gírinn og skelltu í lás varnarlega. Remy Martin fór á flug og var grátlega nálægt því að jafna leikinn þegar hann fékk þrjú víti alveg undir lokin og setti niður tvö þeirra og kom leiknum í 102-103. Keflavík náði stoppi og áttu lokasókn leiksins en þriggja stiga tilraun frá Sigurði Péturssyni fór ekki ofan í. Keflavík náði frákastinu og settu boltann í körfuna en því miður fyrir heimamenn munaði bara tæpri sekúndu að þeir næðu að sleppa boltanum og það fengi að telja. Þór Þorlákshöfn hafði því betur í gríðarlegri spennu undir lokin 102-103. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Sterkur fyrri hálfleikur var grunnurinn af sterkum sigri gestana en Þór Þ. settu 60 stig í fyrri hálfleik og voru að hitta mjög vel. Slógu aðeins af í síðari hálfleik en sluppu með það. Hverjir stóðu upp úr? Jordan Semple var með tröllatvennu fyrir gestina en ásamt því að setja 23 stig á töfluna þá reif hann niður 22 fráköst að auki. Í liði heimamanna var það Remy Martin sem stóð uppúr en hann fór í gang í síðari hálfleik og setti niður 30 stig auk þess sem hann gaf 7 stoðsendingar.Hvað gekk illa?Heimamenn voru að hitta mjög illa framan af leik en náðu að rétta aðeins úr þegar líða tók á leikinn. Vítaskotin voru ekki frábær fyrir heimamenn en þeir settu niður 22 af 33 vítum. Hvað gerist næst? Við förum í stutt jólafrí en snúum aftur fljótlega eftir áramót í seinni umferð deildarinnar. Þá taka Keflvíkingar á móti Hamar og Þór Þ. heimsækir Valsmenn. Subway-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn
Þór Þorlákshöfn vann nauman eins stigs sigur er liðið heimsótti Keflavík í toppslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og fara því inn í jólahátíðina á toppnum ásamt Valsmönnum. Keflavík tók á móti Þór Þorlákshöfn þegar lokaleikur elleftu umferðar Subway deildar karla fór fram í Blue höllinni í Keflavík núna í kvöld. Þór Þ. tók uppkastið og byrjuðu sterkt með þristi frá Emil Karel Einarssyni en Keflavík óð upp völlinn og svaraði Urban Oman í sömu mynt fyrir heimamenn. Það voru þó gestirnir sem sóttu snemma forskot á heimamenn í leiknum og voru að setja niður sín skot á meðan heimamenn voru í allskonar vandræðum. Á meðan skot gestana voru að detta voru Keflvíkingar í vandræðum að setja niður sín skot en Þórs Þ. vörnin stóð vel og voru gestirnir duglegir að refsa. Þór Þ. leiddi eftir fyrsta leikhluta 17-28. Keflavík settu niður þrist til að keyra annan leikhluta í gang en náðu þó ekki stoppi í vörn og voru gestirnir því fljótir að svara fyrir sig og settu niður góð skot. Þór Þ. áttu nánast svör við flest öllu í leik Keflavíkur. Í hvert sinn sem heimamenn virstust vera gera sig líklega til að klóra sig inn í leikinn voru gestirnir mættir með stór skot í andlitið á þeim og héldu þeir Keflavík í hæfilegri fjarlægt út leikhlutan að hálfleik. Staðan í hlé var 48-60 gestunum í vil. Þriðji leikhluti byrjaði með stigum frá heimamönnum en Remy Martin keyrði á körfuna og sótti góð stig fyrir heimamenn. Gestirnir í Þór Þ. voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og héldu heimamönnum í góðri fjarlægð inn í leikhlutann. Þegar líða tók á leikhlutann fór þetta aðeins að detta með heimamönnum sem fengu smá trú og náðu að tengja saman sóknir með stórum skotum. Eftir þriðja leikhluta var staðan orðin 76-85 og heimamenn því búnir að ná muninum niður í níu stig fyrir loka leikhlutann. Í fjórða leikhluta náðu Keflavík muninum niður í sjö stig en náðu ekki að halda í við gestina sem settu bara í annan gír og náðu frábæru áhlaupi og rífu sig frá Keflvíkingum og náðu upp 16 stiga forskoti. Keflavík gáfust þó ekki upp og með baráttu og elju náðu þeir að gera leikinn virkilega spennandi í lokin. Staðan var 89-103 þegar rúmlega þrjár mínútur lifðu leiks en þá settu heimamenn í gírinn og skelltu í lás varnarlega. Remy Martin fór á flug og var grátlega nálægt því að jafna leikinn þegar hann fékk þrjú víti alveg undir lokin og setti niður tvö þeirra og kom leiknum í 102-103. Keflavík náði stoppi og áttu lokasókn leiksins en þriggja stiga tilraun frá Sigurði Péturssyni fór ekki ofan í. Keflavík náði frákastinu og settu boltann í körfuna en því miður fyrir heimamenn munaði bara tæpri sekúndu að þeir næðu að sleppa boltanum og það fengi að telja. Þór Þorlákshöfn hafði því betur í gríðarlegri spennu undir lokin 102-103. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Sterkur fyrri hálfleikur var grunnurinn af sterkum sigri gestana en Þór Þ. settu 60 stig í fyrri hálfleik og voru að hitta mjög vel. Slógu aðeins af í síðari hálfleik en sluppu með það. Hverjir stóðu upp úr? Jordan Semple var með tröllatvennu fyrir gestina en ásamt því að setja 23 stig á töfluna þá reif hann niður 22 fráköst að auki. Í liði heimamanna var það Remy Martin sem stóð uppúr en hann fór í gang í síðari hálfleik og setti niður 30 stig auk þess sem hann gaf 7 stoðsendingar.Hvað gekk illa?Heimamenn voru að hitta mjög illa framan af leik en náðu að rétta aðeins úr þegar líða tók á leikinn. Vítaskotin voru ekki frábær fyrir heimamenn en þeir settu niður 22 af 33 vítum. Hvað gerist næst? Við förum í stutt jólafrí en snúum aftur fljótlega eftir áramót í seinni umferð deildarinnar. Þá taka Keflvíkingar á móti Hamar og Þór Þ. heimsækir Valsmenn.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti