„Bara einn sigur sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 4. janúar 2024 21:45 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Keflavík fengu botnlið Hamars í heimsókn í Blue höllina þegar 13.umferð Subway deilda karla hóf göngu sína núna í kvöld. Keflavík freistuðu þess að komast aftur á sigurbraut og gerðu það svo sannarlega með góðum sigri 100-88. Keflavík byrjuðu leikinn vel og náðu snemma í gott forskot sem þeir létu ekki af hendi en gestirnir gerðu þó vel undir lokin að saxa á forskotið. „Maður fær bara einn sigur alveg sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki. Þeir voru bara öflugir og hittu vel. Við vorum kannski svolítið kærulausir á tímabili og misstum þetta oft niður.“ Keflavík náðu 24 stiga forskoti á tímabili í síðari hálfleik. „Já það lítur þannig út. Við erum náttúrulega að spila við aðra og þeir gefast ekkert upp og á meðan þeir halda áfram að þá verðum við að hitta úr öllum skotunum okkar og þeir ekki að hitta úr neinu til þess að til þess að munurinn haldist áfram að aukast. Niðurstaðan er þessi og það man enginn eftir þessu hvorki eftir mánuð eða 25 mánuði, þetta er bara sigur og við erum búnir að vinna átta leiki og tapa þrem eða fjórum og áfram gakk.“ Keflvíkingar töpuðu síðasta leik sínum fyrir jólafrí svo það var mikilvægt að komast strax aftur á sigurbraut. „Alveg 100%, alveg sama þó að það sé á móti Hamri sem að eru ekki búnir að vinna leik að það er bara mjög hættulegt og ef maður passar sig ekki að þá hefðum við alveg getað tapað þessum leik held ég.“ Óvænt sögulína fyrir þennan leik var kannski sú að Danero Thomas var mættur til leiks aftur en nú í treyju Keflavíkur en ekki Hamars. „Við vorum bara búnir að vera leita af leikmanni og það gekk svona frekar illa. Mér finnst við vera með svona sjö góða leikmenn og við þurftum kannski áttuna manninn til þess að vera í því hlutverki og það er kannski dýrt að vera fá einhvern erlendan mann sem að kannski kemur inn svoleiðis þannig að þegar við fórum að velta þessu fyrir okkur þá er Danero með fullt af reynslu og hann þekkir deildina og þegar ég ræddi við hann og sagði honum frá að hlutverkið hans yrði aðeins minna en hann er vanur og hann tók bara ágætlega í það þannig þá ákváðum við bara að slá til og sjá hvert þetta leiðir okkur.“ Pétur vildi ekki útiloka að það hann myndi bæta við leikmanni en gerir þó ráð fyrir því að þetta sé hópurinn sem muni klára þetta tímabil. „Það er ómögulegt að segja. Ef að eitthvað rosalega gott kemur upp þá metum við það og vegum en eins og staðan er núna þá er þetta endanlegur hópur en glugginn lokar 1.febrúar eða 31.janúar þannig við bíðum bara þangað til og tökum ákvörðun á leiðinni hvað við gerum.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. 4. janúar 2024 21:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Keflavík freistuðu þess að komast aftur á sigurbraut og gerðu það svo sannarlega með góðum sigri 100-88. Keflavík byrjuðu leikinn vel og náðu snemma í gott forskot sem þeir létu ekki af hendi en gestirnir gerðu þó vel undir lokin að saxa á forskotið. „Maður fær bara einn sigur alveg sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki. Þeir voru bara öflugir og hittu vel. Við vorum kannski svolítið kærulausir á tímabili og misstum þetta oft niður.“ Keflavík náðu 24 stiga forskoti á tímabili í síðari hálfleik. „Já það lítur þannig út. Við erum náttúrulega að spila við aðra og þeir gefast ekkert upp og á meðan þeir halda áfram að þá verðum við að hitta úr öllum skotunum okkar og þeir ekki að hitta úr neinu til þess að til þess að munurinn haldist áfram að aukast. Niðurstaðan er þessi og það man enginn eftir þessu hvorki eftir mánuð eða 25 mánuði, þetta er bara sigur og við erum búnir að vinna átta leiki og tapa þrem eða fjórum og áfram gakk.“ Keflvíkingar töpuðu síðasta leik sínum fyrir jólafrí svo það var mikilvægt að komast strax aftur á sigurbraut. „Alveg 100%, alveg sama þó að það sé á móti Hamri sem að eru ekki búnir að vinna leik að það er bara mjög hættulegt og ef maður passar sig ekki að þá hefðum við alveg getað tapað þessum leik held ég.“ Óvænt sögulína fyrir þennan leik var kannski sú að Danero Thomas var mættur til leiks aftur en nú í treyju Keflavíkur en ekki Hamars. „Við vorum bara búnir að vera leita af leikmanni og það gekk svona frekar illa. Mér finnst við vera með svona sjö góða leikmenn og við þurftum kannski áttuna manninn til þess að vera í því hlutverki og það er kannski dýrt að vera fá einhvern erlendan mann sem að kannski kemur inn svoleiðis þannig að þegar við fórum að velta þessu fyrir okkur þá er Danero með fullt af reynslu og hann þekkir deildina og þegar ég ræddi við hann og sagði honum frá að hlutverkið hans yrði aðeins minna en hann er vanur og hann tók bara ágætlega í það þannig þá ákváðum við bara að slá til og sjá hvert þetta leiðir okkur.“ Pétur vildi ekki útiloka að það hann myndi bæta við leikmanni en gerir þó ráð fyrir því að þetta sé hópurinn sem muni klára þetta tímabil. „Það er ómögulegt að segja. Ef að eitthvað rosalega gott kemur upp þá metum við það og vegum en eins og staðan er núna þá er þetta endanlegur hópur en glugginn lokar 1.febrúar eða 31.janúar þannig við bíðum bara þangað til og tökum ákvörðun á leiðinni hvað við gerum.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. 4. janúar 2024 21:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. 4. janúar 2024 21:00