„Bara einn sigur sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 4. janúar 2024 21:45 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Keflavík fengu botnlið Hamars í heimsókn í Blue höllina þegar 13.umferð Subway deilda karla hóf göngu sína núna í kvöld. Keflavík freistuðu þess að komast aftur á sigurbraut og gerðu það svo sannarlega með góðum sigri 100-88. Keflavík byrjuðu leikinn vel og náðu snemma í gott forskot sem þeir létu ekki af hendi en gestirnir gerðu þó vel undir lokin að saxa á forskotið. „Maður fær bara einn sigur alveg sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki. Þeir voru bara öflugir og hittu vel. Við vorum kannski svolítið kærulausir á tímabili og misstum þetta oft niður.“ Keflavík náðu 24 stiga forskoti á tímabili í síðari hálfleik. „Já það lítur þannig út. Við erum náttúrulega að spila við aðra og þeir gefast ekkert upp og á meðan þeir halda áfram að þá verðum við að hitta úr öllum skotunum okkar og þeir ekki að hitta úr neinu til þess að til þess að munurinn haldist áfram að aukast. Niðurstaðan er þessi og það man enginn eftir þessu hvorki eftir mánuð eða 25 mánuði, þetta er bara sigur og við erum búnir að vinna átta leiki og tapa þrem eða fjórum og áfram gakk.“ Keflvíkingar töpuðu síðasta leik sínum fyrir jólafrí svo það var mikilvægt að komast strax aftur á sigurbraut. „Alveg 100%, alveg sama þó að það sé á móti Hamri sem að eru ekki búnir að vinna leik að það er bara mjög hættulegt og ef maður passar sig ekki að þá hefðum við alveg getað tapað þessum leik held ég.“ Óvænt sögulína fyrir þennan leik var kannski sú að Danero Thomas var mættur til leiks aftur en nú í treyju Keflavíkur en ekki Hamars. „Við vorum bara búnir að vera leita af leikmanni og það gekk svona frekar illa. Mér finnst við vera með svona sjö góða leikmenn og við þurftum kannski áttuna manninn til þess að vera í því hlutverki og það er kannski dýrt að vera fá einhvern erlendan mann sem að kannski kemur inn svoleiðis þannig að þegar við fórum að velta þessu fyrir okkur þá er Danero með fullt af reynslu og hann þekkir deildina og þegar ég ræddi við hann og sagði honum frá að hlutverkið hans yrði aðeins minna en hann er vanur og hann tók bara ágætlega í það þannig þá ákváðum við bara að slá til og sjá hvert þetta leiðir okkur.“ Pétur vildi ekki útiloka að það hann myndi bæta við leikmanni en gerir þó ráð fyrir því að þetta sé hópurinn sem muni klára þetta tímabil. „Það er ómögulegt að segja. Ef að eitthvað rosalega gott kemur upp þá metum við það og vegum en eins og staðan er núna þá er þetta endanlegur hópur en glugginn lokar 1.febrúar eða 31.janúar þannig við bíðum bara þangað til og tökum ákvörðun á leiðinni hvað við gerum.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. 4. janúar 2024 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Keflavík freistuðu þess að komast aftur á sigurbraut og gerðu það svo sannarlega með góðum sigri 100-88. Keflavík byrjuðu leikinn vel og náðu snemma í gott forskot sem þeir létu ekki af hendi en gestirnir gerðu þó vel undir lokin að saxa á forskotið. „Maður fær bara einn sigur alveg sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki. Þeir voru bara öflugir og hittu vel. Við vorum kannski svolítið kærulausir á tímabili og misstum þetta oft niður.“ Keflavík náðu 24 stiga forskoti á tímabili í síðari hálfleik. „Já það lítur þannig út. Við erum náttúrulega að spila við aðra og þeir gefast ekkert upp og á meðan þeir halda áfram að þá verðum við að hitta úr öllum skotunum okkar og þeir ekki að hitta úr neinu til þess að til þess að munurinn haldist áfram að aukast. Niðurstaðan er þessi og það man enginn eftir þessu hvorki eftir mánuð eða 25 mánuði, þetta er bara sigur og við erum búnir að vinna átta leiki og tapa þrem eða fjórum og áfram gakk.“ Keflvíkingar töpuðu síðasta leik sínum fyrir jólafrí svo það var mikilvægt að komast strax aftur á sigurbraut. „Alveg 100%, alveg sama þó að það sé á móti Hamri sem að eru ekki búnir að vinna leik að það er bara mjög hættulegt og ef maður passar sig ekki að þá hefðum við alveg getað tapað þessum leik held ég.“ Óvænt sögulína fyrir þennan leik var kannski sú að Danero Thomas var mættur til leiks aftur en nú í treyju Keflavíkur en ekki Hamars. „Við vorum bara búnir að vera leita af leikmanni og það gekk svona frekar illa. Mér finnst við vera með svona sjö góða leikmenn og við þurftum kannski áttuna manninn til þess að vera í því hlutverki og það er kannski dýrt að vera fá einhvern erlendan mann sem að kannski kemur inn svoleiðis þannig að þegar við fórum að velta þessu fyrir okkur þá er Danero með fullt af reynslu og hann þekkir deildina og þegar ég ræddi við hann og sagði honum frá að hlutverkið hans yrði aðeins minna en hann er vanur og hann tók bara ágætlega í það þannig þá ákváðum við bara að slá til og sjá hvert þetta leiðir okkur.“ Pétur vildi ekki útiloka að það hann myndi bæta við leikmanni en gerir þó ráð fyrir því að þetta sé hópurinn sem muni klára þetta tímabil. „Það er ómögulegt að segja. Ef að eitthvað rosalega gott kemur upp þá metum við það og vegum en eins og staðan er núna þá er þetta endanlegur hópur en glugginn lokar 1.febrúar eða 31.janúar þannig við bíðum bara þangað til og tökum ákvörðun á leiðinni hvað við gerum.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. 4. janúar 2024 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. 4. janúar 2024 21:00