Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 92 - 101 | Mjúkir Garðbæingar lágu fyrir öflugum Njarðvíkingum Sæbjörn Steinke skrifar 5. janúar 2024 23:05 vísir/Anton Stjarnan og Njarðvík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld. Lokaleikir tólftu umferðar í Subway-deild karla fóru fram í kvöld og í allri umhyggjunni voru það Njarðvíkingar sem tóku sigurinn með sér út á Reykjanesbrautina. Leikplan Njarðvíkinga gekk frábærlega framan af leik og voru gestirnir í afskaplega litlum vandræðum að finna leið að körfu Stjörnunnar. Þrátt fyrir að bjóða upp á takmarkaða skotógn fyrir utan þá tókst Njarðvíkingum trekk í trekk að komast alveg að körfu Stjörnunnar og skila boltanum ofan í. Hinu megin gekk Stjörnunni illa að finna stöðugar lausnir á varnarleik Njarðvíkur og náðu gestirnir fljótlega að komast í örugga forystu sem þeir héldu vel fram í seinni hálfleikinn. Garðbæingar náðu að finna lausnir þegar leið á og komu á ferðinni að Njarðvíkingum þegar vel var liðið á leikinn. Stjarnan komst einu sinni yfir en Njarðvíkingar létu það ekki á sig fá og svöruðu um hæl. Það gerðu þeir þrátt fyrir villuvandræði hjá lykilmönnum eins og Dominykas Milka, Chaz Williams og Mario Matasovic. Milka fékk tvær villur í sömu vörninni þegar hann reyndi að verja skottilraun Ægis Þórs Steinarssonar. Það fór ekki betur en svo að hann var dæmdur brotlegur fyrir að reyna verja og einnig fyrir að lenda ofan á honum. Milka fékk þar sína fimmtu villu og spilaði ekki meira í leiknum. Nánar um þetta atvik í viðtalinu við Benedikt Guðmundsson, þjálfara Njarðvíkur, hér að neðan. Þrátt fyrir að þetta skarð væri hoggið í lið Njarðvíkur þá náðu þeir að landa sigrinum og sýndu að þeir eru til alls líklegir í vetur. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík leiddi næstum frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu. Munurinn var mestur 23 stig og Njarðvík heilt yfir að spila mun skilvirkari körfubolta þar sem sótt var á hringinn og skot tekin í góðu jafnvægi nálægt körfunni. Leikur Njarðvíkur hikstaði aðeins þegar Dominykas Milka fékk sína fimmtu villu og varð leið Stjörnunnar greiðari að körfunni. Aðrir hins vegar stigu upp í liði Njarðvíkur og gerðu það sem þurfti til að vinna leikinn. Elías og Þorri fóru á kostum Lykilmennirnir í sigri Njarðvíkur voru þeir Elías Bjarki Pálsson og Þorvaldur Orri Árnason. Þeirra stigaskor framan af leik bjó til mun sem Stjarnan þurfti að hafa mikið fyrir til að ná niður. Elías er fæddur árið 2004 og Þorri árið 2002. Þeir komust á hringinn trekk í trekk í leiknum en það er eitt að komast á hringinn og annað svo að klára með körfu. Það gerðu þeir ansi oft og enduðu þeir með 24 og 23 stig og voru með góða skotnýtingu. Þeir stálu báðir þremur boltum og Þorri tók sjö fráköst. Í restina voru það svo Chaz og Mario sem fóru fyrir gestunum. Hjá Stjörnunni var Ægir Þór Steinarsson bestur, hann skoraði 28 stig og gaf tíu stoðsendingar. Hann hins vegar tapaði boltanum sjö sinnum sem er óvenjulega mikið fyrir Ægi. Júlíus Orri Ágústsson átti einnig fínan leik og þá kom Kristján Fannar Ingólfsson inn á með mikla baráttu af bekknum. Hvað gekk illa? Innkoma Stjörnuliðsins í leikinn. Menn mættu mjúkir til leiks og fóru ekki að láta finna fyrir sér fyrr en þeir voru búnir að grafa sig ofan í holu. Menn þurfa að mæta almennilega til leiks og láta finna fyrir sér. Það eru gríðarleg gæði í mjög mörgum leikmönnum Stjörnunnar en það gefur lítið ef menn eru ekki tilbúnir að láta finna fyrir sér. Það getur vel verið að Njarðvíkingar hafi aðeins fengið að ýta Stjörnumönnum út úr sínum aðgerðum en menn verða að vera fljótir að aðlagast línu leiksins og svara í sömu mynt. Stjarnan tapaði boltanum 22 sinnum í leiknum, tíu sinnum oftar en gestirnir frá Njarðvík. Stjarnan fékk á sig 62 stig úr vítateig sínum sem er alltof mikið. Stjarnan skoraði 42 stig í teig Njarðvíkinga. Þessir tveir tölfræðiþættir; tapaðir boltar og stig inn í teig vógu þungt í kvöld. Hvað gerist næst? Njarðvík fær Hauka í heimsókn næsta fimmtudag og næsta föstudag fara Stjörnumenn í heimsókn til Þorlákshafnar og mæta þar Þórsurum. Leikið er einu sinni í viku þar til kemur að þriðju helgi mánaðarins en þá fara fram átta liða úrslitin í bikarnum. Subway-deild karla Stjarnan UMF Njarðvík
Stjarnan og Njarðvík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld. Lokaleikir tólftu umferðar í Subway-deild karla fóru fram í kvöld og í allri umhyggjunni voru það Njarðvíkingar sem tóku sigurinn með sér út á Reykjanesbrautina. Leikplan Njarðvíkinga gekk frábærlega framan af leik og voru gestirnir í afskaplega litlum vandræðum að finna leið að körfu Stjörnunnar. Þrátt fyrir að bjóða upp á takmarkaða skotógn fyrir utan þá tókst Njarðvíkingum trekk í trekk að komast alveg að körfu Stjörnunnar og skila boltanum ofan í. Hinu megin gekk Stjörnunni illa að finna stöðugar lausnir á varnarleik Njarðvíkur og náðu gestirnir fljótlega að komast í örugga forystu sem þeir héldu vel fram í seinni hálfleikinn. Garðbæingar náðu að finna lausnir þegar leið á og komu á ferðinni að Njarðvíkingum þegar vel var liðið á leikinn. Stjarnan komst einu sinni yfir en Njarðvíkingar létu það ekki á sig fá og svöruðu um hæl. Það gerðu þeir þrátt fyrir villuvandræði hjá lykilmönnum eins og Dominykas Milka, Chaz Williams og Mario Matasovic. Milka fékk tvær villur í sömu vörninni þegar hann reyndi að verja skottilraun Ægis Þórs Steinarssonar. Það fór ekki betur en svo að hann var dæmdur brotlegur fyrir að reyna verja og einnig fyrir að lenda ofan á honum. Milka fékk þar sína fimmtu villu og spilaði ekki meira í leiknum. Nánar um þetta atvik í viðtalinu við Benedikt Guðmundsson, þjálfara Njarðvíkur, hér að neðan. Þrátt fyrir að þetta skarð væri hoggið í lið Njarðvíkur þá náðu þeir að landa sigrinum og sýndu að þeir eru til alls líklegir í vetur. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík leiddi næstum frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu. Munurinn var mestur 23 stig og Njarðvík heilt yfir að spila mun skilvirkari körfubolta þar sem sótt var á hringinn og skot tekin í góðu jafnvægi nálægt körfunni. Leikur Njarðvíkur hikstaði aðeins þegar Dominykas Milka fékk sína fimmtu villu og varð leið Stjörnunnar greiðari að körfunni. Aðrir hins vegar stigu upp í liði Njarðvíkur og gerðu það sem þurfti til að vinna leikinn. Elías og Þorri fóru á kostum Lykilmennirnir í sigri Njarðvíkur voru þeir Elías Bjarki Pálsson og Þorvaldur Orri Árnason. Þeirra stigaskor framan af leik bjó til mun sem Stjarnan þurfti að hafa mikið fyrir til að ná niður. Elías er fæddur árið 2004 og Þorri árið 2002. Þeir komust á hringinn trekk í trekk í leiknum en það er eitt að komast á hringinn og annað svo að klára með körfu. Það gerðu þeir ansi oft og enduðu þeir með 24 og 23 stig og voru með góða skotnýtingu. Þeir stálu báðir þremur boltum og Þorri tók sjö fráköst. Í restina voru það svo Chaz og Mario sem fóru fyrir gestunum. Hjá Stjörnunni var Ægir Þór Steinarsson bestur, hann skoraði 28 stig og gaf tíu stoðsendingar. Hann hins vegar tapaði boltanum sjö sinnum sem er óvenjulega mikið fyrir Ægi. Júlíus Orri Ágústsson átti einnig fínan leik og þá kom Kristján Fannar Ingólfsson inn á með mikla baráttu af bekknum. Hvað gekk illa? Innkoma Stjörnuliðsins í leikinn. Menn mættu mjúkir til leiks og fóru ekki að láta finna fyrir sér fyrr en þeir voru búnir að grafa sig ofan í holu. Menn þurfa að mæta almennilega til leiks og láta finna fyrir sér. Það eru gríðarleg gæði í mjög mörgum leikmönnum Stjörnunnar en það gefur lítið ef menn eru ekki tilbúnir að láta finna fyrir sér. Það getur vel verið að Njarðvíkingar hafi aðeins fengið að ýta Stjörnumönnum út úr sínum aðgerðum en menn verða að vera fljótir að aðlagast línu leiksins og svara í sömu mynt. Stjarnan tapaði boltanum 22 sinnum í leiknum, tíu sinnum oftar en gestirnir frá Njarðvík. Stjarnan fékk á sig 62 stig úr vítateig sínum sem er alltof mikið. Stjarnan skoraði 42 stig í teig Njarðvíkinga. Þessir tveir tölfræðiþættir; tapaðir boltar og stig inn í teig vógu þungt í kvöld. Hvað gerist næst? Njarðvík fær Hauka í heimsókn næsta fimmtudag og næsta föstudag fara Stjörnumenn í heimsókn til Þorlákshafnar og mæta þar Þórsurum. Leikið er einu sinni í viku þar til kemur að þriðju helgi mánaðarins en þá fara fram átta liða úrslitin í bikarnum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti