Hetja Stólanna frá því í vor er að leita sér að nýju liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2023 09:31 Keyshawn Woods náði ekki að fagna með Tindastólsmönnum því hann fór strax heim til Bandaríkjanna eftir oddaleikinn. Vísir/Hulda Margrét Keyshawn Woods mun alla tíð tilheyra sögu Tindastólsliðsins eftir að hafa tryggt félaginu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í oddaleiknum á Hlíðarenda í vor. Woods skoraði 32 stig á móti Val í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn og setti niður þrjú vítaskot þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir. Þessi vítaskot tryggðu Tindastól sigurinn í leiknum. Tindastóll var búið að bíða eftir þessum titli í meira en þrjá áratugi og það þurfti hetjudáðir 27 ára Bandaríkjamanns til að landa loksins þeim stóra. Woods yfirgaf Tindastól í sumar og samdi við tyrkneska félagið OGM Ormanspor sem féll í tyrknesku b-deildina síðasta vor. Þar skoraði hann 15,7 stig í leik, gaf 3,9 stoðsendingar og hitti úr 39 prósent þriggja stiga skota sinna. Woods var í jólaviðtali hjá Feyki og þar kom fram að kappinn sem að leita sér að nýju félagi. „Ég var að spila í Tyrklandi. Eins og er er ég að leita mér að nýju liði,“ sagði Keyshawn Woods sem talar vel um tímann á Sauðárkróki. Hann var líka spurður út í tímann á Króknum. „Það var klárt mál frá upphafi tímabilsins hversu mikilvægt það var fyrir Tindastól að vinna sinn fyrsta titil. Sérstaklega þar sem liðið var svo nálægt því árið áður. Þetta var besta stundin á atvinnumannsferli mínum hingað til,“ sagði Woods. „Ég elska strákana. Þeir voru frábærir liðsfélagar innan vallar sem utan. Úrslitakeppnin var frábær upplifun. Stuðningsmenn Tindastóls eru einhverjir bestu stuðningsmenn sem ég hef spilað fyrir sem atvinnumaður. Tímabilið var í heildina frábær upplifun,“ sagði Woods. Hann missti af sigurhátíð Stólanna í vor. „Ég hefði sannarlega viljað taka þátt í henni og fagna titlinum með liðsfélögum mínum og öllum stuðningsmönnunum. En ég hafði lofað dóttur minni að koma heim strax eftir leik og ég vildi standa við það loforð,“ sagði Woods. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Woods skoraði 32 stig á móti Val í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn og setti niður þrjú vítaskot þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir. Þessi vítaskot tryggðu Tindastól sigurinn í leiknum. Tindastóll var búið að bíða eftir þessum titli í meira en þrjá áratugi og það þurfti hetjudáðir 27 ára Bandaríkjamanns til að landa loksins þeim stóra. Woods yfirgaf Tindastól í sumar og samdi við tyrkneska félagið OGM Ormanspor sem féll í tyrknesku b-deildina síðasta vor. Þar skoraði hann 15,7 stig í leik, gaf 3,9 stoðsendingar og hitti úr 39 prósent þriggja stiga skota sinna. Woods var í jólaviðtali hjá Feyki og þar kom fram að kappinn sem að leita sér að nýju félagi. „Ég var að spila í Tyrklandi. Eins og er er ég að leita mér að nýju liði,“ sagði Keyshawn Woods sem talar vel um tímann á Sauðárkróki. Hann var líka spurður út í tímann á Króknum. „Það var klárt mál frá upphafi tímabilsins hversu mikilvægt það var fyrir Tindastól að vinna sinn fyrsta titil. Sérstaklega þar sem liðið var svo nálægt því árið áður. Þetta var besta stundin á atvinnumannsferli mínum hingað til,“ sagði Woods. „Ég elska strákana. Þeir voru frábærir liðsfélagar innan vallar sem utan. Úrslitakeppnin var frábær upplifun. Stuðningsmenn Tindastóls eru einhverjir bestu stuðningsmenn sem ég hef spilað fyrir sem atvinnumaður. Tímabilið var í heildina frábær upplifun,“ sagði Woods. Hann missti af sigurhátíð Stólanna í vor. „Ég hefði sannarlega viljað taka þátt í henni og fagna titlinum með liðsfélögum mínum og öllum stuðningsmönnunum. En ég hafði lofað dóttur minni að koma heim strax eftir leik og ég vildi standa við það loforð,“ sagði Woods. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira