Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Kristín Ýr með þrennu fyrir Val sem komst upp að hlið ÍBV

    Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistara Vals sem unnu 4-1 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan vann 2-1 sigur á Þór/KA fyrir norðan, Breiðablik vann sinn annan leik í röð og Þróttarakonur fögnuðu sínum fyrsta sigri í sumar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Birna Berg varði víti og ÍBV heldur enn hreinu

    Hin 17 ára gamli markvörður ÍBV, Birna Berg Haraldsdóttir, heldur enn marki sínu hreinu í Pepsi-deild kvenna en ÍBV tapaði engu að síðustu fyrstu stigum sínum í sumar þegar liðið gerði markalaust jafntefli við KR á KR-vellinum í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Hallbera og Dagný báðar með tvennu í 6-1 sigri Vals á Þór/KA

    Íslandsmeistarar Vals voru í miklum ham á móti Þór/KA í lokaleik 4. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þær unnu leikinn 6-1 og skoruðu tveimur fleiri mörk í kvöld en í fyrstu þremur umferðunum. Með sigrinum komust Valskonur upp fyrir Stjörnuna og í annað sæti deildarinnar en nýliðar ÍBV eru með tveggja stiga forskot á toppnum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Greta Mjöll með þrennu í Grindavík

    Greta Mjöll Samúelsdóttir fór heldur betur í gang í Grindavík í kvöld þegar Breiðablikskonur unnu sinn fyrsta leik í Pepsi-deild kvenna í sumar. Breiðablik vann 5-1 sigur í Grindavík þar sem Greta Mjöll skoraði þrennu í fyrri hálfleik.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Eyjastúlkur áfram með fullt hús og hreint mark

    Nýliðar ÍBV héldu áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna með því að vinna 2-0 sigur á hinum nýliðunum í Þrótti. Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði bæði mörkin og hefur því skorað 4 mörk í fyrstu 4 umferðunum á sínu fyrsta tímabili á æskuslóðunum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Jóhannes Karl: Eitt stig er engan veginn nógu gott

    Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Breiðabliks, þurfti að sætta sig við 2-0 tap síns liðs á heimavelli á móti nýliðum ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Blikakonur hafa þar með aðeins náð í eitt stig af níu mögulegum í fyrstu þremur umferðunum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Birna Berg: Það þýðir ekkert að hætta núna

    Birna Berg Haraldsdóttir og félagar hennar í ÍBV-liðinu hafa byrjað frábærlega í sumar en nýliðarnir í Pepsi-deild kvenna eru með fullt hús eftir fyrstu þrjár umferðirnar. ÍBV vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld en hafði unnið tvo 5-0 sigra í fyrstu tveimur umferðunum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Greta Mjöll: Þurfum bara að spila eins og við getum

    Greta Mjöll Samúelsdóttir og félagar hennar í Breiðablik náðu ekki að nýta sér gott spil út á velli á móti nýliðum ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. ÍBV vann leikinn 2-0 og eru Blikakonur því aðeins með eitt stig af níu mögulegum en nýliðarnir eru einir á toppnum með fullt hús.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Eyjastúlkur áfram með fullt hús eftir sigur á Blikum

    Nýliðar ÍBV héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna og tryggðu sér aftur toppsætið með 2-0 sigri á Breiðabliki í Kópavogi í kvöld. Eyjakonur eru eina liðið í deildinni með fullt hús eftir þrjár umferðir og tók toppsæti aftur af Íslandsmeisturum Vals sem höfðu tekið það af þeim í gær. Blikakonur sitja hinsvegar áfram í hópi neðstu liða með aðeins eitt stig í húsi af níu mögulegum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þorlákur: Við áttum ekki góðan dag

    Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, sá sínar stelpur tapa sínum fyrsta leik síðan í byrjun apríl þegar Stjörnuliðið tapaði 2-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valskonur unnu toppslaginn á móti Stjörnunni

    Valskonur urðu fyrstar til að taka stig af Stjörnukonum í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar þær unnu 2-1 sigur í toppslagnum á Hlíðarenda í kvöld. Valur komst með sigrinum í toppsætið deildarinnar en Eyjaliðið fær tækifæri til að endurheimta það í Kópavoginum á morgun.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Besta byrjun nýliða í áratug

    Nýliðar ÍBV í Pepsi-deild kvenna hafa vakið mikla athygli með því að byrja Íslandsmótið á því að vinna 5-0 sigra á bæði Þór/KA og Aftureldingu í fyrstu tveimur umferðunum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Versta byrjun Blikakvenna í 34 ár

    Kvennalið Breiðabliks hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar kvenna og er í sjötta sæti deildarinnar. Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1977 til þess að finna samskonar byrjun hjá kvennaliði Breiðabliks.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    ÍBV og Stjarnan með fullt hús stiga

    Annarri umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær með fjórum leikjum og var nokkuð um óvænt úrslit. Fylkir gerði 1-1 jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Vals á heimavelli og þá vann KR 2-1 sigur á Breiðabliki.

    Íslenski boltinn