Markahæsta mamman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2013 07:00 Harpa Þorsteinsson sést hér með strákinn sinn Steinar Karl Jóhannesson og Íslandsbikarinn sem hún vann með Stjörnunni í sumar. Mynd/Vilhelm Þetta hefur verið magnað tímabil fyrir Stjörnukonuna Hörpu Þorsteinsdóttur. Hún varð langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna þar sem lið hennar vann alla 18 leiki sína og setti nýtt stigamet. Mikilvægi hennar sést einnig á því að eina tap Stjörnunnar á öllu tímabilinu var í leik þar sem Harpa var í leikbanni. Við þetta bætist að Harpa var með í sögulegum árangri kvennalandsliðsins í Svíþjóð í sumar sem komst í fyrsta sinn í átta liða úrslit í úrslitakeppni EM. „Þetta sumar er búið að vera frábært í alla staði og klárlega besta fótboltasumar sem ég hef upplifað. Við erum búnar að spila svo vel að það er frábært að vera sóknarmaður í svona liði. Við erum með boltann nær allan tímann og það er mikið hægt að búa til,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir um sumarið 2013. Það er þó ein staðreynd sem gerir þetta sumar einkar sögulegt fyrir væntanlegan leikmann ársins í Pepsi-deild kvenna því mörkin hennar 28 skipa henni í efsta sætið yfir markahæstu mömmurnar í sögu deildarinnar.Met Ástu stóð í 28 ár Harpa eignaðist Steinar Karl í apríl 2011 og sneri aftur í boltann í júlí. Harpa skoraði sex mörk í níu síðustu leikjunum sumarið 2011 og hjálpaði Stjörnunni að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Í fyrra skoraði Harpa 17 mörk í 18 leikjum sem var fimmti besti árangur mömmu frá upphafi en sumarið í sumar var engu öðru líkt. Met Ástu B. Gunnlaugsdóttur var búið að standa í 28 ár og frá því áður en Harpa fæddist. Ásta skoraði 20 mörk í 13 leikjum fyrir Breiðablik sumarið 1985 en árið áður eignaðist hún Hólmfríði Ósk Samúelsdóttur sem seinna varð Íslandsmeistari með Blikum eins og mamma hennar. Ásta getur huggað sig við það að hún á enn metið hjá tveggja barna mömmum því Ásta skoraði 12 mörk fyrir Blika sumarið 1992 eða fimm árum eftir að hún eignaðist landsliðskonuna Gretu Mjöll Samúelsdóttur.Mynd/DaníelSaknaði fótboltans „Ég fann það að ég átti auðvelt með að komast í form eftir að ég átti hann og þegar maður er í formi þá getur maður spilað vel ef maður kann fótboltann,“ sagði Harpa og það kom ekkert annað til greina en að koma strax til baka. „Ég saknaði þess að spila fótbolta þegar ég var ekki með. Ég var dugleg að hreyfa mig á meðgöngunni og það hjálpaði mikið til. Maður er háður því að vera að æfa oft í viku og þá hættir maður því ekkert,“ rifjar Harpa upp og hún mærir liðsheildina í Stjörnuliðinu sem hefur nú unnið þrjá titla síðan hún kom til baka. En veit strákurinn hennar hversu góð mamman er í fótbolta? „Ég held að hann fatti nú ekkert að ég sé eitthvað góð í fótbolta en hann er með það á hreinu að ég fer á æfingu þegar hann er búinn í leikskólanum og hann megi koma að horfa á þegar ég fer að keppa,“ segir Harpa létt. Harpa er alveg á því að mömmuhlutverkið hafi breytt sér sem fótboltakonu. „Ég þroskaðist mikið og mætti með annað viðhorf til æfinga. Maður er að fórna tíma frá fjölskyldu og frá honum og þá kannski breytist eitthvað. Þetta er eitthvað sem ég er að gera fyrir sjálfa mig og ég vil gera þetta vel fyrst ég er að setja svona mikinn tíma í þetta,“ segir Harpa. Það er líka alltaf að verða algengara að konur haldi áfram í fótbolta eftir barnsburð og Harpa vekur athygli á þeirri staðreynd. „Það er fullt af mömmum í deildinni núna og það er ekki eins og þetta sé einsdæmi. Það er frábært,“ segir Harpa að lokum. Hvort Harpa eða einhver önnur mamma eigi eftir að gera svona vel í markaskorun í deildinni á eftir að koma í ljós en það þarf einstakt sumar til þess.Mynd/DaníelMarkahæsta mamman á einu tímabili í efstu deild kvenna:Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan 2013 - 28 mörkÁsta B. Gunnlaugsdóttir, Breiðablik 1985 - 20 mörkHrefna Huld Jóhannesdóttir, KR 2007 - 19 mörkHrefna Huld Jóhannesdóttir, KR 2008 - 19 mörkHelena Ólafsdóttir, KR 1999 - 19 mörkHarpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan 2012 - 17 mörkLaufey Sigurðardóttir, ÍA 1991 - 16 mörkHelena Ólafsdóttir, KR 1997 - 15 mörkHelena Ólafsdóttir, KR 1998 - 12 mörkÁsta B. Gunnlaugsdóttir, Breiðablik 1992 - 12 mörkÍris Sæmundsdóttir, ÍBV 1998 - 11 mörkGuðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR 1996 - 11 mörkLaufey Sigurðardóttir, ÍA 1994 - 11 mörk Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Þetta hefur verið magnað tímabil fyrir Stjörnukonuna Hörpu Þorsteinsdóttur. Hún varð langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna þar sem lið hennar vann alla 18 leiki sína og setti nýtt stigamet. Mikilvægi hennar sést einnig á því að eina tap Stjörnunnar á öllu tímabilinu var í leik þar sem Harpa var í leikbanni. Við þetta bætist að Harpa var með í sögulegum árangri kvennalandsliðsins í Svíþjóð í sumar sem komst í fyrsta sinn í átta liða úrslit í úrslitakeppni EM. „Þetta sumar er búið að vera frábært í alla staði og klárlega besta fótboltasumar sem ég hef upplifað. Við erum búnar að spila svo vel að það er frábært að vera sóknarmaður í svona liði. Við erum með boltann nær allan tímann og það er mikið hægt að búa til,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir um sumarið 2013. Það er þó ein staðreynd sem gerir þetta sumar einkar sögulegt fyrir væntanlegan leikmann ársins í Pepsi-deild kvenna því mörkin hennar 28 skipa henni í efsta sætið yfir markahæstu mömmurnar í sögu deildarinnar.Met Ástu stóð í 28 ár Harpa eignaðist Steinar Karl í apríl 2011 og sneri aftur í boltann í júlí. Harpa skoraði sex mörk í níu síðustu leikjunum sumarið 2011 og hjálpaði Stjörnunni að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Í fyrra skoraði Harpa 17 mörk í 18 leikjum sem var fimmti besti árangur mömmu frá upphafi en sumarið í sumar var engu öðru líkt. Met Ástu B. Gunnlaugsdóttur var búið að standa í 28 ár og frá því áður en Harpa fæddist. Ásta skoraði 20 mörk í 13 leikjum fyrir Breiðablik sumarið 1985 en árið áður eignaðist hún Hólmfríði Ósk Samúelsdóttur sem seinna varð Íslandsmeistari með Blikum eins og mamma hennar. Ásta getur huggað sig við það að hún á enn metið hjá tveggja barna mömmum því Ásta skoraði 12 mörk fyrir Blika sumarið 1992 eða fimm árum eftir að hún eignaðist landsliðskonuna Gretu Mjöll Samúelsdóttur.Mynd/DaníelSaknaði fótboltans „Ég fann það að ég átti auðvelt með að komast í form eftir að ég átti hann og þegar maður er í formi þá getur maður spilað vel ef maður kann fótboltann,“ sagði Harpa og það kom ekkert annað til greina en að koma strax til baka. „Ég saknaði þess að spila fótbolta þegar ég var ekki með. Ég var dugleg að hreyfa mig á meðgöngunni og það hjálpaði mikið til. Maður er háður því að vera að æfa oft í viku og þá hættir maður því ekkert,“ rifjar Harpa upp og hún mærir liðsheildina í Stjörnuliðinu sem hefur nú unnið þrjá titla síðan hún kom til baka. En veit strákurinn hennar hversu góð mamman er í fótbolta? „Ég held að hann fatti nú ekkert að ég sé eitthvað góð í fótbolta en hann er með það á hreinu að ég fer á æfingu þegar hann er búinn í leikskólanum og hann megi koma að horfa á þegar ég fer að keppa,“ segir Harpa létt. Harpa er alveg á því að mömmuhlutverkið hafi breytt sér sem fótboltakonu. „Ég þroskaðist mikið og mætti með annað viðhorf til æfinga. Maður er að fórna tíma frá fjölskyldu og frá honum og þá kannski breytist eitthvað. Þetta er eitthvað sem ég er að gera fyrir sjálfa mig og ég vil gera þetta vel fyrst ég er að setja svona mikinn tíma í þetta,“ segir Harpa. Það er líka alltaf að verða algengara að konur haldi áfram í fótbolta eftir barnsburð og Harpa vekur athygli á þeirri staðreynd. „Það er fullt af mömmum í deildinni núna og það er ekki eins og þetta sé einsdæmi. Það er frábært,“ segir Harpa að lokum. Hvort Harpa eða einhver önnur mamma eigi eftir að gera svona vel í markaskorun í deildinni á eftir að koma í ljós en það þarf einstakt sumar til þess.Mynd/DaníelMarkahæsta mamman á einu tímabili í efstu deild kvenna:Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan 2013 - 28 mörkÁsta B. Gunnlaugsdóttir, Breiðablik 1985 - 20 mörkHrefna Huld Jóhannesdóttir, KR 2007 - 19 mörkHrefna Huld Jóhannesdóttir, KR 2008 - 19 mörkHelena Ólafsdóttir, KR 1999 - 19 mörkHarpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan 2012 - 17 mörkLaufey Sigurðardóttir, ÍA 1991 - 16 mörkHelena Ólafsdóttir, KR 1997 - 15 mörkHelena Ólafsdóttir, KR 1998 - 12 mörkÁsta B. Gunnlaugsdóttir, Breiðablik 1992 - 12 mörkÍris Sæmundsdóttir, ÍBV 1998 - 11 mörkGuðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR 1996 - 11 mörkLaufey Sigurðardóttir, ÍA 1994 - 11 mörk
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira