Vill fleiri Stjörnustelpur í landsliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2013 09:00 Stjörnustelpurnar létu hvassviðri og skítakulda ekki hafa áhrif á fagnaðarlæti sín í Garðabænum í gær. Eftir hefðbundnar myndatökur tóku Garðbæingar eina góða hrúgu á þjálfarann sinn. Fréttablaðið/Daníel Kvennalið Stjörnunnar fékk Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 6-0 slátrun á grönnum sínum í Breiðabliki í gær. Stjarnan vann alla átján leiki sína og fékk aðeins á sig sex mörk. Hvort tveggja er einsdæmi. „Auðvitað var aðalmarkmið sumarsins að verða Íslandsmeistari. Við vorum ekkert að spá í svona metum,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Garðabæjarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir og Danka Podovac skoruðu tvö mörk hvor í 6-0 sigri á Breiðabliki í lokaumferðinni í gær. „Þetta er náttúrulega óaðfinnanlegt hjá okkur og ótrúlegur árangur. Við erum svo ánægðar með okkur,“ sagði Harpa sem fór á kostum í sumar. Harpa skoraði 28 mörk í átján leikjum, varð langmarkahæsti leikmaður deildarinnar og ljóst er að hún verður kosin besti leikmaður deildarinnar í ár. „Það er öllum ljóst. Hún hefur ekki bara skorað þessi mörk heldur á hún einnig fjórtán stoðsendingar í deildinni,“ segir Þorlákur. Þjálfarinn segir ljóst að fimm lið hafi ætlað sér sigur áður en keppni hófst í mótinu í maí. „Þór/KA og Valur stimpluðu sig út snemma og eftir fyrri umferðina voru það eiginlega bara Blikar sem áttu möguleika í okkur,“ segir Þorlákur. Stjarnan missti Íslandsmeistaratitilinn í hendur Þórs/KA síðastliðið sumar. Hann viðurkennir að Garðbæingar hafi verið fúlir í lok leiktíðar en endurmetið stöðuna með tímanum. Liðið varð bikarmeistari og hafnaði í 2.-3. sæti deildarinnar. „Við vorum með meiri breidd og sterkari hóp í fyrra en lentum í miklum meiðslum á svipuðum tíma,“ segir Þorlákur. Liðið hafi hins vegar mætt afar hungrað til leiks í sumar og uppskorið eftir því.Þorlákur þjálfari ásamt Hörpu.Mynd/DaníelVill sjá fleiri í landsliðinu Þorlákur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði áfram með liðið. Hann muni hugsa málið og ræða við Stjörnuna í kjölfarið. Hann telur að félagið muni halda öllum þeim leikmönnum sem það vill. „Stemmningin í liðinu er einfaldlega það góð.“ Stjarnan fagnaði titlinum vel í gærkvöldi en þó eru leikmenn ekki komnir í frí. Æfingum verður haldið áfram fram í október þótt álagið verði minnkað. Landsleikir eru fram undan gegn Sviss 26. september og í Serbíu 31. október. Leikirnir verða þeir fyrstu undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Stjarnan átti fimm fulltrúa í landsliðshópnum á EM í Svíþjóð í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir komu við sögu auk þess sem Anna Björk Kristjánsdóttir, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir voru á bekknum. Láki vill sjá Írunni Þorbjörgu Aradóttur og Önnu Maríu Baldursdóttur í landsliðshópnum. „Ég yrði mjög hissa ef Írunn og Anna María fá ekki kallið,“ segir Þorlákur. Hann segir líka landsmenn eiga eftir að sjá það besta frá Hörpu í landsliðinu. Hún eigi að spila frammi en ekki í öðrum stöðum framarlega á vellinum. Hann bendir einnig á hve vel íslenska landsliðið standi með miðverði sína Glódísi Perlu og Önnu Björk. „Sif Atladóttir er besti miðvörður sem við eigum. En ef hún er meidd verðum við í engum vandræðum.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar fékk Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 6-0 slátrun á grönnum sínum í Breiðabliki í gær. Stjarnan vann alla átján leiki sína og fékk aðeins á sig sex mörk. Hvort tveggja er einsdæmi. „Auðvitað var aðalmarkmið sumarsins að verða Íslandsmeistari. Við vorum ekkert að spá í svona metum,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Garðabæjarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir og Danka Podovac skoruðu tvö mörk hvor í 6-0 sigri á Breiðabliki í lokaumferðinni í gær. „Þetta er náttúrulega óaðfinnanlegt hjá okkur og ótrúlegur árangur. Við erum svo ánægðar með okkur,“ sagði Harpa sem fór á kostum í sumar. Harpa skoraði 28 mörk í átján leikjum, varð langmarkahæsti leikmaður deildarinnar og ljóst er að hún verður kosin besti leikmaður deildarinnar í ár. „Það er öllum ljóst. Hún hefur ekki bara skorað þessi mörk heldur á hún einnig fjórtán stoðsendingar í deildinni,“ segir Þorlákur. Þjálfarinn segir ljóst að fimm lið hafi ætlað sér sigur áður en keppni hófst í mótinu í maí. „Þór/KA og Valur stimpluðu sig út snemma og eftir fyrri umferðina voru það eiginlega bara Blikar sem áttu möguleika í okkur,“ segir Þorlákur. Stjarnan missti Íslandsmeistaratitilinn í hendur Þórs/KA síðastliðið sumar. Hann viðurkennir að Garðbæingar hafi verið fúlir í lok leiktíðar en endurmetið stöðuna með tímanum. Liðið varð bikarmeistari og hafnaði í 2.-3. sæti deildarinnar. „Við vorum með meiri breidd og sterkari hóp í fyrra en lentum í miklum meiðslum á svipuðum tíma,“ segir Þorlákur. Liðið hafi hins vegar mætt afar hungrað til leiks í sumar og uppskorið eftir því.Þorlákur þjálfari ásamt Hörpu.Mynd/DaníelVill sjá fleiri í landsliðinu Þorlákur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði áfram með liðið. Hann muni hugsa málið og ræða við Stjörnuna í kjölfarið. Hann telur að félagið muni halda öllum þeim leikmönnum sem það vill. „Stemmningin í liðinu er einfaldlega það góð.“ Stjarnan fagnaði titlinum vel í gærkvöldi en þó eru leikmenn ekki komnir í frí. Æfingum verður haldið áfram fram í október þótt álagið verði minnkað. Landsleikir eru fram undan gegn Sviss 26. september og í Serbíu 31. október. Leikirnir verða þeir fyrstu undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Stjarnan átti fimm fulltrúa í landsliðshópnum á EM í Svíþjóð í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir komu við sögu auk þess sem Anna Björk Kristjánsdóttir, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir voru á bekknum. Láki vill sjá Írunni Þorbjörgu Aradóttur og Önnu Maríu Baldursdóttur í landsliðshópnum. „Ég yrði mjög hissa ef Írunn og Anna María fá ekki kallið,“ segir Þorlákur. Hann segir líka landsmenn eiga eftir að sjá það besta frá Hörpu í landsliðinu. Hún eigi að spila frammi en ekki í öðrum stöðum framarlega á vellinum. Hann bendir einnig á hve vel íslenska landsliðið standi með miðverði sína Glódísi Perlu og Önnu Björk. „Sif Atladóttir er besti miðvörður sem við eigum. En ef hún er meidd verðum við í engum vandræðum.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira