„Sama hvar þú ert í þjóðfélaginu þarftu spark í rassgatið öðru hverju“ Víkingar þurftu spark í rassgatið eftir misgóða frammistöðu á Reykjavíkurmótinu í vetur segir þjálfari liðsins, Arnar Gunnlaugsson. Liðið hefur tekið við sér síðan og vann Fram í fyrrakvöld þrátt fyrir að þjálfarinn hafi verið uppi í stúku. Íslenski boltinn 25. febrúar 2023 10:01
Vilja ekki að KSÍ bíði eftir að UEFA taki löngu tímabær skref Ársþing KSÍ fer fram á Ísafirði á morgun og eru áhugaverðar tillögur sem verða ræddar á þinginu. Tillaga sem snýr að karla- og kvennaliðum er meðal þeirra sem vakið hafa athygli en bæði stjórn KSÍ sem og Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna leggjast gegn tillögunni. Fótbolti 24. febrúar 2023 22:30
Lettneskt lið vill bikarmeistarann Loga Víkingurinn Logi Tómasson er eftirsóttur maður en Riga frá Lettlandi gerði á dögunum tilboð í drenginn. Bikarmeistarar Víkings afþökkuðu pent. Íslenski boltinn 23. febrúar 2023 17:46
Flóðljós og ljósleiðari verði skylda á Íslandi Heimavellir allra liða í Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta á Íslandi verða vel flóðlýstir og með ljósleiðaratengingu innan 1-3 ára samkvæmt tillögum sem kosið verður um á ársþingi KSÍ á Ísafirði um helgina. Fótbolti 23. febrúar 2023 12:00
Sakaður um dónaskap eftir heilahristing: „Svona skrif er ekki hægt að láta liggja“ Knattspyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, fékk þungt höfuðhögg í leik liðsins gegn Leikni í Lengjubikarnum í gærkvöldi. Íslenski boltinn 21. febrúar 2023 23:29
Óvæntur sigur í Breiðholtinu og sex marka jafntefli á Nesinu Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í kvöld þar sem Leiknir vann óvæntan 2-0 sigur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í riðli 2 og Grótta og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli í riðli 3. Íslenski boltinn 21. febrúar 2023 22:48
Meistararnir fá Oliver Íslandmeistarar Breiðabliks í fótbolta hafa fengið til sín Skagamanninn Oliver Stefánsson frá Norrköping í Svíþjóð. Hann skrifaði undir samning við Blika sem gildir næstu þrjár leiktíðir eða út árið 2025. Íslenski boltinn 17. febrúar 2023 12:02
Besta deildin hækkar sig um fjögur sæti á fyrsta ári Íslenska úrvalsdeildin í fótbolta, betur þekkt sem Besta deildin, er komin upp í 48. sæti á nýjum styrkleikalista Knattspyrnusambands Evrópu. Íslenski boltinn 17. febrúar 2023 10:31
Tekist á um það hvort karlalið kalli á kvennalið Á meðal þeirra mála sem tekist verður á um á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands síðar í mánuðinum er hvort að skylda eigi félög með karlalið í efstu deild til þess að vera einnig með kvennalið. Fótbolti 15. febrúar 2023 09:01
Andri Rúnar til Vals: Tilfinningin eins og þú sért úti í atvinnumennsku Valsmenn eru komnir með markametshafa í framlínuna fyrir komandi tímabil í Bestu deild eftir að hafa gert samning við Andra Rúnar Bjarnason. Íslenski boltinn 15. febrúar 2023 08:00
FH-ingar fá Kjartan Kára frá Noregi og Finna frá Ítalíu FH-ingar hafa fengið tvöfaldan liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu-deild karla í fótbolta. Liðið fær annars vegar Kjartan Kára Halldórsson á láni frá Haugesund í Noregi og hins vegar finnska unglingalandsliðsmanninn Eetu Mömmö frá ítalska félaginu Lecce. Fótbolti 14. febrúar 2023 22:53
Andri Rúnar til Vals Andri Rúnar Bjarnason er genginn í raðir Vals. Hann skrifaði undir eins árs samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. Íslenski boltinn 14. febrúar 2023 13:22
Heimir Guðjóns á Árgangamóti FH: Pottþétt að ég finn einhverja alvöru leikmenn FH-ingar auglýstu Árgangamótið sitt með léttu og skemmtilegu viðtali við þjálfara sinn Heimir Guðjónsson sem gæti mögulega fundið nýja leikmenn fyrir meistaraflokksliðið á mótinu ef marka má orð hans. Íslenski boltinn 14. febrúar 2023 12:31
Keflvíkingar fá ástralskan markaskorara Keflavík hefur samið við ástralska sóknarmanninn Jordan Smylie um að leika með liðinu í Bestu-deild karla á komandi tímabili. Fótbolti 13. febrúar 2023 20:01
KA komið á blað í Lengjubikarnum KA vann 2-1 sigur á Fylki í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag en leikið var á Akureyri. Fótbolti 12. febrúar 2023 17:01
Valur hafði betur í Reykjavíkurslag Lengjubikarsins Valur vann 2-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag. Mörkin komu í sitt hvorum hálfleiknum en þetta var fyrsti leikur liðanna í keppninni. Fótbolti 12. febrúar 2023 16:04
Snýr aftur heim í KR frá Norrköping Knattspyrnumaðurinn Jóhannes Kristinn Bjarnason er genginn að nýju til liðs við KR, eftir tveggja ára dvöl hjá Norrköping í Svíþjóð. Íslenski boltinn 11. febrúar 2023 10:11
„Er kannski á næstsíðasta söludegi“ Júlíus Magnússon segir það hafa verið erfitt að yfirgefa bikarmeistara Víkings og láta frá sér fyrirliðabandið. Hann vildi hins vegar nýta tækifærið sem bauðst hjá norska knattspyrnufélaginu Fredrikstad. Íslenski boltinn 10. febrúar 2023 09:01
Ólafur Karl í Fylki og Viktor Andri í Keflavík Nýliðar Fylkis hafa samið við framherjann Ólaf Karl Finsen um að leika með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu næsta sumar. Þá hefur Keflavík samið við Viktor Andra Hafþórsson. Íslenski boltinn 9. febrúar 2023 18:01
Júlíus til Fredrikstad Júlíus Magnússon er genginn í raðir Fredrikstad í Noregi frá bikarmeisturum Víkings. Íslenski boltinn 9. febrúar 2023 15:28
KR sækir liðsstyrk til Noregs KR hefur fengið norska miðjumanninn Olav Öby til liðsins. Hann lék síðast með Fredrikstad í norsku B-deildinni. Íslenski boltinn 9. febrúar 2023 11:22
„Svo dúkkar þessi bakvarðar pæling ekki aftur upp fyrr en af illri nauðsyn“ Íslandsmeistarinn og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er með áhugaverðari leikmönnum Bestu deildar karla í fótbolta fyrir margar sakir. Segja má að hann fari ótroðnar slóðir innan vallar sem utan en hér verður meira einblínt á það sem gerist innan vallar. Íslenski boltinn 9. febrúar 2023 09:01
Jón Sveins: Raggi á eftir að vera jafngóður þjálfari og hann var leikmaður Jón Sveinsson stjórnar áfram Fram í Bestu deildinni í sumar en ein af stærstu viðbótunum við félagið er nýr aðstoðarþjálfari sem var hluti af gullkynslóð karlalandsliðsins í fótbolta. Jón talar vel um Ragnar Sigurðsson og spáir honum frama sem þjálfara. Íslenski boltinn 9. febrúar 2023 08:00
Framherjar Víkings framlengja við félagið Nikolaj Hansen og Helgi Guðjónsson hafa framlengt samninga sína við bikarmeistara Víkings til 2025. Íslenski boltinn 8. febrúar 2023 10:58
Þriðji táningurinn frá Ítalíu til Vals Hlynur Freyr Karlsson er genginn í raðir knattspyrnuliðs Vals. Hlynur, sem verður 19 ára í apríl, kemur til félagsins frá Bologna á Ítalíu þar sem hann lék fyrir U19-liðið. Hann er fyrirliði U19-landsliðs Íslands. Íslenski boltinn 7. febrúar 2023 16:30
Fyrrum leikmaður ársins og markakóngur í Finnlandi til ÍBV Eyjamenn hafa samið við slóvenskan reynslubolta sem var að gera mjög góða hluti í finnsku deildinni. Íslenski boltinn 7. febrúar 2023 11:40
Ekki á því að dómaratuð hafi aukist en segir samfélagsmiðla mestu breytinguna Erlendur Eiríksson er að hefja sitt 21. tímabil sem dómari í efstu deild í fótbolta. Guðjón Guðmundsson hitti málarameistarann á dögunum og forvitnaðist meðal annars um undirbúning dómara og hvort tuð leikmanna og stuðningsmanna hefði færst í aukana. Íslenski boltinn 6. febrúar 2023 13:30
Júlíus á leið til Fredrikstad Júlíus Magnússon fyrirliði knattspyrnuliðs Víkings er að ganga til liðs við Fredrikstad í norsku B-deildinni. Fótbolti 4. febrúar 2023 13:28
Valur yngir upp: „Markmiðið er að fá bestu ungu strákana á Hlíðarenda“ Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, segir að það sé meðvituð ákvörðun hjá sér að yngja Valsliðið upp. Félagið samdi við tvo unga og efnilega leikmenn, Lúkas Loga Heimisson og Óliver Steinar Guðmundsson, í vikunni. Íslenski boltinn 3. febrúar 2023 09:01
Framarar tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn Fram er Reykjavíkurmeistari karla í fótbolta árið 2023 eftir 4-1 sigur gegn Víkingum á Víkingsvelli í kvöld. Fótbolti 2. febrúar 2023 20:57