Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. apríl 2024 21:43 Ívar Orri Kristjánsson gaf átta gul spjöld í kvöld Vísir/Anton Brink Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. „Það var virkilega sterkt að byrja mótið á sigri. Þetta var ekkert frábær frammistaða hjá okkur en í byrjun móts skiptir máli að vinna og byrja vel,“ sagði Damir í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik og Damir var nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn og taldi Blika vera óheppna að hafa ekki verið 2-0 yfir þar sem Kristinn Steindórsson átti skot í stöngina. „Það var gott að vera yfir í hálfleik en við hefðum getað verið 2-0 yfir þar sem Kristinn átti skot í stöngina en þetta var fínasti leikur.“ FH-ingar voru allt annað en sáttir þegar að Damir tók niður Sigurð Bjart Hallsson inn í vítateig en samkvæmt Damir var boltinn á milli. „Boltinn var á milli og ég ætlaði að sparka í boltann og hann líka og við spörkuðum í hvorn annan. Þetta var 50-50 og hann hefði geta dæmt víti en gerði það ekki.“ Damir hrósaði Benjamin Stokke, leikmanni Breiðabliks, sem kom inn á og skoraði. „Hann er markaskorari og veit hvar hann á að vera þegar að boltinn dettur eins og sást í leiknum.“ Nýjar áherslur dómara hafa vakið gríðarlega athygli þar sem gulum spjöldum hefur fjölgað töluvert og Damir var ekki ánægður með þá breytingu.„Ég skal vera alveg hreinskilinn og mér finnst þetta vera algjört kjaftæði. Það má alveg sýna tilfinningar inn á fótboltavelli, hvort sem það sé að fórna höndum eða öskra á dómarana. Þeir hafa öskrað á okkur líka og ég veit ekki hvaða bull þetta er.“ „Það hefur enginn komið til okkar og sagt okkur frá þessu. Bara sleppa þessu bulli,“ sagði Damir að lokum ekki sáttur með breyttar áherslur dómara. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira
„Það var virkilega sterkt að byrja mótið á sigri. Þetta var ekkert frábær frammistaða hjá okkur en í byrjun móts skiptir máli að vinna og byrja vel,“ sagði Damir í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik og Damir var nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn og taldi Blika vera óheppna að hafa ekki verið 2-0 yfir þar sem Kristinn Steindórsson átti skot í stöngina. „Það var gott að vera yfir í hálfleik en við hefðum getað verið 2-0 yfir þar sem Kristinn átti skot í stöngina en þetta var fínasti leikur.“ FH-ingar voru allt annað en sáttir þegar að Damir tók niður Sigurð Bjart Hallsson inn í vítateig en samkvæmt Damir var boltinn á milli. „Boltinn var á milli og ég ætlaði að sparka í boltann og hann líka og við spörkuðum í hvorn annan. Þetta var 50-50 og hann hefði geta dæmt víti en gerði það ekki.“ Damir hrósaði Benjamin Stokke, leikmanni Breiðabliks, sem kom inn á og skoraði. „Hann er markaskorari og veit hvar hann á að vera þegar að boltinn dettur eins og sást í leiknum.“ Nýjar áherslur dómara hafa vakið gríðarlega athygli þar sem gulum spjöldum hefur fjölgað töluvert og Damir var ekki ánægður með þá breytingu.„Ég skal vera alveg hreinskilinn og mér finnst þetta vera algjört kjaftæði. Það má alveg sýna tilfinningar inn á fótboltavelli, hvort sem það sé að fórna höndum eða öskra á dómarana. Þeir hafa öskrað á okkur líka og ég veit ekki hvaða bull þetta er.“ „Það hefur enginn komið til okkar og sagt okkur frá þessu. Bara sleppa þessu bulli,“ sagði Damir að lokum ekki sáttur með breyttar áherslur dómara.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira