Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-1 | Allt jafn í fallbaráttuslagnum Keflavík og Fylkir mættust í fallbaráttuslag í 12. umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem gerir töluvert meira fyrir Fylki á meðan Keflavík er sem fyrr á botni deildarinnar. Íslenski boltinn 23. júní 2023 21:15
Umfjöllun: FH - Fram 4-0 | Heimamenn að blanda sér í Evrópubaráttuna FH lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Fram á Kaplakrikavelli í 12. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum er FH komið í bullandi baráttu um Evrópusæti. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 23. júní 2023 21:10
Allir útileikmenn Breiðabliks uppaldir hjá félaginu Byrjunarlið Breiðabliks þegar liðið heimsótti HK í Kórinn í Bestu deild karla í knattspyrnu vakti mikla athygli. Allir útileikmenn liðsins eru uppaldir hjá félaginu. Íslenski boltinn 23. júní 2023 20:05
Blair-verkefninu lokið í Keflavík Keflavík og Marley Blair hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins. Hann mun því ekki spila meira með Keflavík í Bestu deild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 23. júní 2023 18:00
Vill pakkfullan Kórinn í kvöld: „Alltaf eins og bikarúrslitaleikur“ „Það yrðu vonbrigði ef að Kórinn yrði ekki pakkfullur í kvöld, og helst að þeir sem yrðu seinir kæmust ekki inn. Þannig ætti það að vera í föstudagsleik á milli þessara liða,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, fyrir grannaslaginn við HK í Bestu deildinni í kvöld. Íslenski boltinn 23. júní 2023 14:46
Diljá sló í gegn í Besta þættinum: „Þetta er ógeðslega vont“ Eurovision-stjarnan Diljá Pétursdóttir var senuþjófur þegar HK og Breiðablik mættust í Besta þættinum, til að hita upp fyrir nágrannaslag liðanna sem fram fer í Kórnum í kvöld, í Bestu deild karla. Þáttinn má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 23. júní 2023 13:01
Stefán Ingi á leið til Belgíu Stefán Ingi Sigurðarson, framherji Breiðabliks og annar af tveimur markahæstu leikmönnum Bestu deildar karla í knattspyrnu, er á leið til Belgíu. Íslenski boltinn 22. júní 2023 11:00
Fjöldi leikja færður vegna þátttöku U-19 ára landsliðsins á EM Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu tekur þátt í úrslitakeppni EM 2023 í sumar. Sökum þess hefur fjöldi leikja í Bestu deild karla og Lengjudeild karla verið færður til. Sjá má leikina hér að neðan. Íslenski boltinn 20. júní 2023 17:01
Gísli fer til Vals Valsmenn hafa tryggt sér krafta Skagamannsins Gísla Laxdals Unnarssonar sem mun flytja sig yfir á Hlíðarenda í síðasta lagi við lok yfirstandandi keppnistímabils í haust. Íslenski boltinn 19. júní 2023 13:13
Erlent lið á höttunum á eftir markahæsta manni Bestu deildarinnar Ekki er víst að Stefán Ingi Sigurðarson klári tímabilið hér á landi með Íslandsmeisturum Breiðabliks en framherjinn er á óskalista liðs erlendis frá. Íslenski boltinn 19. júní 2023 11:25
„Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. Íslenski boltinn 17. júní 2023 08:00
Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp. Íslenski boltinn 15. júní 2023 17:29
Segir FH vilja framherja Lyngby Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni. Íslenski boltinn 12. júní 2023 20:31
Besti-bíllinn fékk uppfærslu og er mættur á völlinn Nýtt myndver Bestu-deildarinnar í knattspyrnu á hjólum var tekið í notkun um helgina þegar FH tók á móti Breiðablik í Kaplakrika. Fótbolti 12. júní 2023 14:30
Rifust um vítið sem ÍBV fékk: „Þú lýgur því viku eftir viku að þú sért að tala við einhvern dómara“ Lárus Orri Sigurðsson og Albert Ingason voru ekki sammála hvort vítaspyrnan sem ÍBV fékk undir lok leiksins gegn KR í Bestu deild karla hefði verið réttmæt. Íslenski boltinn 12. júní 2023 13:01
Sjáðu skalla Kjartans í Damir: „Átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er“ Sérfræðingarnir í Stúkunni rýndu í uppákomuna í Kaplakrika um helgina þegar Kjartan Henry Finnbogason skallaði til Damirs Muminovic sem féll í jörðina, í leik FH og Breiðabliks í Bestu deildinni. Báðir fengu gult spjald. Íslenski boltinn 12. júní 2023 09:30
Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi. Íslenski boltinn 12. júní 2023 08:01
Ánægður með sigurinn en mjög flatur leikur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ánægður með sigurinn á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld en sá þó mikla þreytu í sínum mönnum. Leiknum lauk með 3-1 sigri Víkinga sem höfðu ekki unnið í tveimur leikjum í röð. Íslenski boltinn 11. júní 2023 22:16
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fram 3-1 | Toppliðið aftur á sigurbraut Víkingar höfðu ekki unnið tvo leiki í röð í Bestu deild karla í fótbolta fyrir leik dagsins gegn Fram en komust á sigurbraut eftir þægilegan sigur í Reykjavíkurslag dagsins. Íslenski boltinn 11. júní 2023 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 1-1 | Tvö töpuð stig hjá báðum liðum Keflavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Bæði lið þurftu á sigri að halda og má segja að stig geri lítið fyrir liðin. Íslenski boltinn 11. júní 2023 22:00
Jökull: Leikkerfi Keflavíkur kom okkur ekki á óvart Keflavík og Stjarnan skildu jöfn í 11. umferð Bestu deildar karla. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með að hafa ekki fengið öll þrjú stigin. Sport 11. júní 2023 21:50
Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-5 | Valsmenn kjöldrógu nýliðana HK fékk Val í heimsókn í Kórinn í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá léku gestirnir frá Hlíðarenda á alsoddi í síðari hálfleik og skoruðu fjögur mörk. Lokatölur 0-5. Íslenski boltinn 11. júní 2023 20:30
„Eitt lið á vellinum“ Valur sigraði HK 5-0 í Kórnum í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur að leikslokum eftir stórsigur sinna manna. Íslenski boltinn 11. júní 2023 20:15
„Þetta eru tveir gjörsamlega ólíkir heimar“ „Fatahönnun er andstæðan við fótboltann. Þetta eru tveir gjörsamlega ólíkir heimar,“ segir Birnir Snær Ingason, kantmaður Víkings. Hann lærir fatahönnun samhliða fótboltanum og segist elska það. Íslenski boltinn 11. júní 2023 12:57
„Vorum góðir í þrjár mínútur“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekkert að skafa af hlutunum eftir að lið hans gerði 1-1 jafntefli gegn ÍBV á heimavelli í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. Íslenski boltinn 10. júní 2023 17:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 1-1 | Dramatík í Vesturbænum þar sem gestirnir fengu færin KR og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í 10. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Sigurður Bjartur Hallsson kom KR yfir en Felix Örn Friðriksson jafnaði metin í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu eftir að Eyjamenn höfðu brennt af víti og skotið þrívegis í stöngina. Íslenski boltinn 10. júní 2023 17:00
Umfjöllun: FH - Breiðablik 2-2 | Fjörugum leik í Kaplakrika lyktaði með jafntefli FH og Breiðablik skildu jöfn, 2-2, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Blikar eru eftir þennan leik í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig og eru fjórum stigum á eftir toppliðinu, Víkingi. FH er svo í því fjórða með 18 stig en Valur er sæti ofar með 23 stig. Íslenski boltinn 10. júní 2023 16:58
Umfjöllun: KA - Fylkir 2-1 | Heimamenn aftur á sigurbraut KA tók á móti Fylki í leik þar sem að sæti í efri hlutanum var undir. Með sigri hefðu Fylkismenn getað komið sér í efri hluta Bestu deildarinnar, svo fór þó ekki og sigruðu KA 2-1. Íslenski boltinn 10. júní 2023 16:15
„Við þurfum að tengja saman sigra“ FH og Breiðablik eigast við í stórleik 11. umferðar Bestu deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 10. júní 2023 13:33
„Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á“ FH og Breiðablik eigast við í stórleik 11. umferðar Bestu deildarinnar í dag. Liðin mættust síðastliðin mánudag í Mjólkurbikarnum og þá hafði Breiðablik betur 3-1. Íslenski boltinn 10. júní 2023 11:06