Uppgjör og viðtöl: Vestri - Fram 1-3 | Þægilegt fyrir Fram á Ísafirði Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 27. júní 2024 17:15 Fram gerði góða ferð á Ísafjörð. vísir/anton Vestri og Fram áttust við á Kerecisvellinum í kvöld við frábærar aðstæður. Enduðu leikar 1-3 fyrir Fram sem voru miklu betri allan leikinn, að undanskildum fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Á 16. mínútu kom fyrsta mark leiksins og var þar á ferð Már Ægisson sem skoraði eftir að Fred hafði fengið stungu frá Tiago og sent á hann Má. Kom þetta upp frá því að Elvar gaf boltann frá sér á hræðilegum stað eftir að hornspyrna hefði verið skölluð í burtu. Það gerðist ekki mikið, skot hérna og þar, aðallega frá Fram, þar til á 38. mínútu þegar Már Ægisson skorar. Eftir markspyrnu Ólafs fleygir Elvar boltanum áfram á Má sem leggur hann framhjá Vestra. Það gerðist ekki mikið annað fram að hálfleika nema þegar Haraldur Einar átti gott skot þegar hann reyndi að vippa yfir Eskelinen í marki Vestra sem fær hann í kassann. Í hálfleik fóru þeir Eiður Aron og Elvar út af í liði Vestra og inn á komu Guðmundur Arnar og Gunnar Jónas. Strax í upphafi seinni hálfleiks skoruðu Framarar eftir klafs í teignum og Brynjar Gauti nær að koma honum yfir línuna. Vestri voru stálheppnir á 50. Mín þegar Eskelinen ver frá Fred sem var kominn aleinn í gegn. Eskelinen gerir vel og Á 53. mín kom Andri Rúnar Bjarnason inn á fyrir Toby King og var ætlað að skora mörk, sem svo á endanum kom of seint. Ekki var mikið að gerast hjá Vestramönnum eftir þessa breytingu og gerði Davíð Smári enn fleiri breytingar á 64. Mín þegar Silas og Morten fóru út af fyrir Fall og Selven. Höfðu þessar skiptingar ekki mikið að segja og má segja að leikurinn hafi bara fjarað út eftir það. Framarar áttu nokkrar sóknir þar sem þetta leit út fyrir að vera alltof auðvelt fyrir þá og Vestramenn alveg týndir. Skrifaði hann áður en Andri Rúnar birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti og setti eitt í lokin. Alltof lítið, alltof seint þrátt fyrir það og Fram fara með 1-3 sigur heim. Atvik leiksins Fyrsta mark Fram. Við það riðlast allt leikkerfi Vestra einhvern veginn og þeir náðu aldrei takti eftir það. Stjörnur og skúrkar Stjarnan í dag var Fred. Þrátt fyrir að flestir í Fram hafi spilað vel að þá var hann fremstur meðal jafningja. Skúrkur dagsins verður eiginlega að fara á tíu útileikmenn Vestra. Markmaðurinn var sá eini sem getur labbað sáttur með sitt dagsverk. Dómarinn - 8 Þórður og hans teymi voru flottir í dag, reyndi ekki mikið á þá og þegar heyrðist í flautunni að þá stýrðu þeir þessu vel. Stemning og umgjörð: Það var góð stemning á síðasta leik og enn betri í kvöld. Tölur segja að 550 manns hafi mætt á völlinn og er það vel! Í stöðunni 0-3 voru ennþá trommusláttar að heyrast frá stuðningsmönnum Vestra og verður að hrósa þeim. Davíð Smári: „Hentum þessu út um gluggann við fyrsta mark“ Rúnar Kristinsson : „Frábært fyrir knattspyrnuna að fá þennan völl“ Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumarVísir/Anton Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var sáttur eftir góða leik sinna manna í dag og daginn í heild sinni, en mættu Framarar klukkan níu í morgun en Rúnar sagði stjórnina hafa gert vel við sig og sína men með herbergjum til að slaka á og undirbúa sig fyrir leikinn. „Ég er bara þakklátur að fá að koma á Ísafjörð og spila í Bestu deildinni á þessum geggjaða velli,“ en Vestramenn voru að víga nýja gervigrasið sitt í síðasta leik. „Þetta var bara lífsnauðsynlegt fyrir okkur,“ aðspurður um gengið upp á síðkastið en Fram hefur ekki unnið lið frá 5. Maí og tapaði gríðarlega svekkjandi fyrir KA í síðustu umferð. „Menn sýndu að við erum á lífi,“ sagði Rúnar sem var á því að sínir menn hefðu getað unnið miklu stærra í kvöld en markmaður Vestra svaraði klárlega fyrir gagnrýni á sig og varð of gríðarlega vel í dauðafærum Framara. „Við hefðum átt að skora allavega 6 mörk, ég ætla bara að segja það eins og það er.“ Leikurinn var jafn fyrstu tuttugu mínúturnar og sagði Rúnar að eftir það hefðu hans menn bara verið búnir að ná tökum á Vestra, „þegar við komum boltanum niður á jörðina, spila boltanum að þá komum við honum í holurnar sem við vorum að leita að.“ Rúnar sagðist hafa skammað drengina fyrir þetta mark sem þeir fengu á sig í lokin, enda „mun markatalan skipta máli, hún gerir það alltaf,“ sagði Rúnar. „Þetta er nokkuð jafnt núna er í fyrra voru þeir langbestir og með frábært lið. Ofboðslega breidd og maður veit aldrei hverju maður er að fara mæta,“ sagði Rúnar þegar talið færðist að næsta leik Fram sem er gegn Víking. Rauk þá Rúnar af stað til að ná flugvélinni og óskum við honum og hans mönnum til hamingju með sigurinn.
Á 16. mínútu kom fyrsta mark leiksins og var þar á ferð Már Ægisson sem skoraði eftir að Fred hafði fengið stungu frá Tiago og sent á hann Má. Kom þetta upp frá því að Elvar gaf boltann frá sér á hræðilegum stað eftir að hornspyrna hefði verið skölluð í burtu. Það gerðist ekki mikið, skot hérna og þar, aðallega frá Fram, þar til á 38. mínútu þegar Már Ægisson skorar. Eftir markspyrnu Ólafs fleygir Elvar boltanum áfram á Má sem leggur hann framhjá Vestra. Það gerðist ekki mikið annað fram að hálfleika nema þegar Haraldur Einar átti gott skot þegar hann reyndi að vippa yfir Eskelinen í marki Vestra sem fær hann í kassann. Í hálfleik fóru þeir Eiður Aron og Elvar út af í liði Vestra og inn á komu Guðmundur Arnar og Gunnar Jónas. Strax í upphafi seinni hálfleiks skoruðu Framarar eftir klafs í teignum og Brynjar Gauti nær að koma honum yfir línuna. Vestri voru stálheppnir á 50. Mín þegar Eskelinen ver frá Fred sem var kominn aleinn í gegn. Eskelinen gerir vel og Á 53. mín kom Andri Rúnar Bjarnason inn á fyrir Toby King og var ætlað að skora mörk, sem svo á endanum kom of seint. Ekki var mikið að gerast hjá Vestramönnum eftir þessa breytingu og gerði Davíð Smári enn fleiri breytingar á 64. Mín þegar Silas og Morten fóru út af fyrir Fall og Selven. Höfðu þessar skiptingar ekki mikið að segja og má segja að leikurinn hafi bara fjarað út eftir það. Framarar áttu nokkrar sóknir þar sem þetta leit út fyrir að vera alltof auðvelt fyrir þá og Vestramenn alveg týndir. Skrifaði hann áður en Andri Rúnar birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti og setti eitt í lokin. Alltof lítið, alltof seint þrátt fyrir það og Fram fara með 1-3 sigur heim. Atvik leiksins Fyrsta mark Fram. Við það riðlast allt leikkerfi Vestra einhvern veginn og þeir náðu aldrei takti eftir það. Stjörnur og skúrkar Stjarnan í dag var Fred. Þrátt fyrir að flestir í Fram hafi spilað vel að þá var hann fremstur meðal jafningja. Skúrkur dagsins verður eiginlega að fara á tíu útileikmenn Vestra. Markmaðurinn var sá eini sem getur labbað sáttur með sitt dagsverk. Dómarinn - 8 Þórður og hans teymi voru flottir í dag, reyndi ekki mikið á þá og þegar heyrðist í flautunni að þá stýrðu þeir þessu vel. Stemning og umgjörð: Það var góð stemning á síðasta leik og enn betri í kvöld. Tölur segja að 550 manns hafi mætt á völlinn og er það vel! Í stöðunni 0-3 voru ennþá trommusláttar að heyrast frá stuðningsmönnum Vestra og verður að hrósa þeim. Davíð Smári: „Hentum þessu út um gluggann við fyrsta mark“ Rúnar Kristinsson : „Frábært fyrir knattspyrnuna að fá þennan völl“ Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumarVísir/Anton Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var sáttur eftir góða leik sinna manna í dag og daginn í heild sinni, en mættu Framarar klukkan níu í morgun en Rúnar sagði stjórnina hafa gert vel við sig og sína men með herbergjum til að slaka á og undirbúa sig fyrir leikinn. „Ég er bara þakklátur að fá að koma á Ísafjörð og spila í Bestu deildinni á þessum geggjaða velli,“ en Vestramenn voru að víga nýja gervigrasið sitt í síðasta leik. „Þetta var bara lífsnauðsynlegt fyrir okkur,“ aðspurður um gengið upp á síðkastið en Fram hefur ekki unnið lið frá 5. Maí og tapaði gríðarlega svekkjandi fyrir KA í síðustu umferð. „Menn sýndu að við erum á lífi,“ sagði Rúnar sem var á því að sínir menn hefðu getað unnið miklu stærra í kvöld en markmaður Vestra svaraði klárlega fyrir gagnrýni á sig og varð of gríðarlega vel í dauðafærum Framara. „Við hefðum átt að skora allavega 6 mörk, ég ætla bara að segja það eins og það er.“ Leikurinn var jafn fyrstu tuttugu mínúturnar og sagði Rúnar að eftir það hefðu hans menn bara verið búnir að ná tökum á Vestra, „þegar við komum boltanum niður á jörðina, spila boltanum að þá komum við honum í holurnar sem við vorum að leita að.“ Rúnar sagðist hafa skammað drengina fyrir þetta mark sem þeir fengu á sig í lokin, enda „mun markatalan skipta máli, hún gerir það alltaf,“ sagði Rúnar. „Þetta er nokkuð jafnt núna er í fyrra voru þeir langbestir og með frábært lið. Ofboðslega breidd og maður veit aldrei hverju maður er að fara mæta,“ sagði Rúnar þegar talið færðist að næsta leik Fram sem er gegn Víking. Rauk þá Rúnar af stað til að ná flugvélinni og óskum við honum og hans mönnum til hamingju með sigurinn.
Besta deild karla Vestri Fram Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn