Niðurstöður veðmálakönnunar áhyggjuefni: „Brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. júní 2024 10:30 Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, telur niðurstöður könnunar um veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla áhyggjuefni. vísir Íslenskur toppfótbolti birti niðurstöður úr könnun vegna veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla. Þar kom í ljós að einn af hverjum tíu leikmönnum hefur glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. Niðurstöður voru birtar í fréttabréfi ÍTF og er hluti af verkefni sem snýr að fræðslu um veðmálaþátttöku og hagræðingu úrslita. Niðurstöður gefa sterklega til kynna að mikill meirihluti leikmanna í Bestu deild karla taki þátt í einhvers konar veðmálum eða getraunaleikjum. 10 prósent svöruðu því játandi að hafa glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. „Ég tel að þetta sé brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða. Við sem störfum í kringum fótboltann á Íslandi þurfum að taka þessum niðurstöðum af alvöru og bregðast við þeim,“ sagði Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF. Fjárhættuspil eru ekki með öllu ólögleg á Íslandi og einn af helstu styrktaraðilum Bestu deildarinnar er getraunasíðan Lengjan. Það er því vert að spyrja, hvað mega leikmenn og hvað ekki? „Þetta er svolítið flókið einmitt, það er ekki ólöglegt að taka þátt í getraunaleikjum, en þú mátt ekki veðja á þína eigin leiki eða leiki í þinni deild. En þú mátt að sjálfsögðu veðja á aðra leiki, í öðrum deildum eða íþróttum.“ Vonar að um einangruð atvik sé að ræða Sáralítill hluti leikmanna segist veðja á íslenska leiki. Á síðasta ári voru þó tveir leikmenn, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Sigurður Gísli Bond Snorrason, dæmdir í bann fyrir að veðja á leiki sem þeir spiluðu sjálfir. Birgir segist vonast til þess að þar sé um einangruð atvik að ræða en mikilvægt sé engu að síður að fara í fræðsluátak og unnið er að fræðsluefni samkvæmt sænskri fyrirmynd. „Okkur leist mjög vel á þessa sænsku leið, og ákváðum að það væri algjör óþarfi að finna upp hjólið í þessu heldur frekar fá aðgang að þeirra gögnum og yfirfæra það á íslenskan veruleika.“ Beint til fagaðila þegar fíknin tekur völd En ef og þegar til þess kemur að leikmaður lendir í vandræðum, það er að segja þegar spilafíkn hefur tekið völd. Hvaða úrræði standa leikmönnum til boða? „Leikmenn sem eru að glíma við veðmálafíkn eiga að snúa sér til SÁÁ eða viðurkenndra fagaðila, við erum ekki þeir aðilar. Við erum bara að benda á hvernig regluverkið er hér, hverjar hætturnar eru, fræðsluna í kringum þetta en varðandi úrræði og þess háttar verður þessum aðilum bent á SÁÁ eða aðrar viðurkenndar stofnanir.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KSÍ Fjárhættuspil Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Niðurstöður voru birtar í fréttabréfi ÍTF og er hluti af verkefni sem snýr að fræðslu um veðmálaþátttöku og hagræðingu úrslita. Niðurstöður gefa sterklega til kynna að mikill meirihluti leikmanna í Bestu deild karla taki þátt í einhvers konar veðmálum eða getraunaleikjum. 10 prósent svöruðu því játandi að hafa glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. „Ég tel að þetta sé brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða. Við sem störfum í kringum fótboltann á Íslandi þurfum að taka þessum niðurstöðum af alvöru og bregðast við þeim,“ sagði Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF. Fjárhættuspil eru ekki með öllu ólögleg á Íslandi og einn af helstu styrktaraðilum Bestu deildarinnar er getraunasíðan Lengjan. Það er því vert að spyrja, hvað mega leikmenn og hvað ekki? „Þetta er svolítið flókið einmitt, það er ekki ólöglegt að taka þátt í getraunaleikjum, en þú mátt ekki veðja á þína eigin leiki eða leiki í þinni deild. En þú mátt að sjálfsögðu veðja á aðra leiki, í öðrum deildum eða íþróttum.“ Vonar að um einangruð atvik sé að ræða Sáralítill hluti leikmanna segist veðja á íslenska leiki. Á síðasta ári voru þó tveir leikmenn, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Sigurður Gísli Bond Snorrason, dæmdir í bann fyrir að veðja á leiki sem þeir spiluðu sjálfir. Birgir segist vonast til þess að þar sé um einangruð atvik að ræða en mikilvægt sé engu að síður að fara í fræðsluátak og unnið er að fræðsluefni samkvæmt sænskri fyrirmynd. „Okkur leist mjög vel á þessa sænsku leið, og ákváðum að það væri algjör óþarfi að finna upp hjólið í þessu heldur frekar fá aðgang að þeirra gögnum og yfirfæra það á íslenskan veruleika.“ Beint til fagaðila þegar fíknin tekur völd En ef og þegar til þess kemur að leikmaður lendir í vandræðum, það er að segja þegar spilafíkn hefur tekið völd. Hvaða úrræði standa leikmönnum til boða? „Leikmenn sem eru að glíma við veðmálafíkn eiga að snúa sér til SÁÁ eða viðurkenndra fagaðila, við erum ekki þeir aðilar. Við erum bara að benda á hvernig regluverkið er hér, hverjar hætturnar eru, fræðsluna í kringum þetta en varðandi úrræði og þess háttar verður þessum aðilum bent á SÁÁ eða aðrar viðurkenndar stofnanir.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KSÍ Fjárhættuspil Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30