„Við erum fullir sjálfstrausts“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. júní 2024 22:09 Steinar Þorsteinsson gerði sigurmark ÍA í kvöld. Visir/ Hulda Margrét Steinar Þorsteinsson, leikmaður ÍA, gerði heldur betur mikilvægt mark fyrir ÍA þegar hann skoraði þriðja mark liðsins í 3-2 sigri gegn Val á Akranesi í kvöld. Sigurmarkið skoraði Steinar á 90. mínútu leiksins. „Tilfinningin er helvíti góð eftir erfiða byrjun hjá okkur. Ég er hrikalega sáttur með sigurinn í dag,“ sagði Steinar Þorsteinsson. Gestirnir í Val byrjuðu betur og skoraði Patrick Pedersen mark á 6. mínútu sem var dæmt af. Valsmenn skoruðu löglegt mark og komust yfir á 14. mínútu en eftir það snérist leikurinn Skagamönnum í vil. „Ég sá markið hjá Patrick sem rangstöðu þannig ég kallaði það bara strax á dómarann. Ég held þetta hafi verið rétt allavega. Við byrjuðum illa fyrstu tuttugu í fyrri og náðum að koma okkur aðeins aftur inn í þetta. Markið þeirra sjokkeraði okkur aðeins en við fengum betri færi eftir það,“ sagði Steinar. Valsmenn jöfnuðu leikinn snemma í fyrri hálfleik og aftur snéri ÍA leiknum sér í vil. Það virðist vera einhver óútskýranleg samstaða og seigla í Skagamönnum en hvað er það? „Það er góð spurning. Við erum búnir að vera að hala inn stigum undanfarið og það hjálpar. Sjálfstraustið kemur með því og við erum fullir sjálfstrausts,“ sagði Steinar að lokum. Steinar gerði, eins og fyrr segir, sigurmark ÍA á loka mínútu venjulegs leiktíma og það skilar ÍA upp í 20 stig. Skagamenn sitja áfram í 4. sætinu en minnka forskot Vals niður í 5 stig. Besta deild karla ÍA Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjör: Steinar tryggði Skagamönnum sigur á síðustu stundu Skagamenn unnu dramatískan 3-2 sigur á Valsmönnum í kvöld og Valsliðinu tókst því ekki að minnka forskot Víkinga á toppi Bestu deildarinnar. Nýliðar Skagamanna halda áfram að sýna sig og sanna í deildinni. 28. júní 2024 21:16 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
„Tilfinningin er helvíti góð eftir erfiða byrjun hjá okkur. Ég er hrikalega sáttur með sigurinn í dag,“ sagði Steinar Þorsteinsson. Gestirnir í Val byrjuðu betur og skoraði Patrick Pedersen mark á 6. mínútu sem var dæmt af. Valsmenn skoruðu löglegt mark og komust yfir á 14. mínútu en eftir það snérist leikurinn Skagamönnum í vil. „Ég sá markið hjá Patrick sem rangstöðu þannig ég kallaði það bara strax á dómarann. Ég held þetta hafi verið rétt allavega. Við byrjuðum illa fyrstu tuttugu í fyrri og náðum að koma okkur aðeins aftur inn í þetta. Markið þeirra sjokkeraði okkur aðeins en við fengum betri færi eftir það,“ sagði Steinar. Valsmenn jöfnuðu leikinn snemma í fyrri hálfleik og aftur snéri ÍA leiknum sér í vil. Það virðist vera einhver óútskýranleg samstaða og seigla í Skagamönnum en hvað er það? „Það er góð spurning. Við erum búnir að vera að hala inn stigum undanfarið og það hjálpar. Sjálfstraustið kemur með því og við erum fullir sjálfstrausts,“ sagði Steinar að lokum. Steinar gerði, eins og fyrr segir, sigurmark ÍA á loka mínútu venjulegs leiktíma og það skilar ÍA upp í 20 stig. Skagamenn sitja áfram í 4. sætinu en minnka forskot Vals niður í 5 stig.
Besta deild karla ÍA Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjör: Steinar tryggði Skagamönnum sigur á síðustu stundu Skagamenn unnu dramatískan 3-2 sigur á Valsmönnum í kvöld og Valsliðinu tókst því ekki að minnka forskot Víkinga á toppi Bestu deildarinnar. Nýliðar Skagamanna halda áfram að sýna sig og sanna í deildinni. 28. júní 2024 21:16 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Uppgjör: Steinar tryggði Skagamönnum sigur á síðustu stundu Skagamenn unnu dramatískan 3-2 sigur á Valsmönnum í kvöld og Valsliðinu tókst því ekki að minnka forskot Víkinga á toppi Bestu deildarinnar. Nýliðar Skagamanna halda áfram að sýna sig og sanna í deildinni. 28. júní 2024 21:16