Handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Lögregla lagði hald á um hálft kíló af kókaíni, fjögur kíló af marijúana og á annan tug milljóna króna í reiðufé við húsleitir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Kannabisræktun á tveimur stöðum var einnig stöðvuð.