Átta mánaða gutti með Íslandi á EM
Átta mánaða sonur Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, styrktarþjálfara íslenska kvennalandsliðsins, og eiginkonu hennar Erin McLeod er með í för á EM í fótbolta í Sviss sem nú stendur yfir. Gunnhildur er þakklát fyrir það hversu stuðningsrík þjálfarar og leikmenn landsliðsins eru í þessum aðstæðum.