Víkingar í stuði í Köben
Víkingur Reykjavík heimsækir danska stórliðið Bröndby í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Víkingar leiða einvígið með þremur mörkum gegn engu og stuðningsmenn liðsins hafa fjölmennt til Kaupmannahafnar að styðja sína menn. Okkar kona, Elín Margrét Böðvarsdóttir, tók púlsinn á stemningunni í Köben núna rétt áðan.