Málar málverkin með puttunum
Málverk eftir Jóa Fel hafa vakið mikla athygli á veggjum Sundhallar Selfoss. Þar eru til sýnis fjölmörg verk hans, til dæmis af þríeykinu og nokkrum heimsfrægum knattspyrnustjörnum. Margar af myndunum málar hann eingöngu með puttunum.