Sammála um að taka þyrfti til í Ráðhúsinu
Oddvitaprófkjör Viðreisnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor fer fram á laugardaginn. Fjögur gefa kost á sér og mættust þau í Pallborðinu á Vísi í dag. Frambjóðendur gátu ekki svarað því hvern af mótframbjóðendum þeirra þeir treystu best til að leiða listann. Þeir voru þó að miklu leyti sammála um að taka þyrfti til í Ráðhúsinu og fara betur með tíma fólks sem starfar þar. Standa þurfi við loforð í leikskólamálum, taka ákvarðanir og eiga gott samstarf með fulltrúum minnihlutans, það er ef Viðreisn kemst í meirihluta