„Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. janúar 2026 13:22 Friðjón Friðjónsson er sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. vísir/einar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þrjár milljónir nýrra Epstein-skjala. Fjöldi þekktra nafna bregður fyrir, til að mynda er minnst á Bandaríkjaforseta mörg hundruð sinnum en einnig er minnst á Íslendinga. Enn er aðeins um topp ísjakans að ræða að mati sérfræðings í bandarískum stjórnmálum. Meðal skjalanna sem voru birt í tengslum við mál Jeffrey Epstein, barnaníðings og auðkýfings, eru 180 þúsund ljósmyndir og tvö þúsund myndbönd sem höfðu áður ekki verið birt. Fyrri skammtur skjalanna var birtur í lok desember. Þar kom nafn Bandaríkjaforseta, Donald Trump, lítið við sögu en í nýbirtum skjölum er hann ítrekað sakaður um að hafa tekið þátt í misferli Epstein í tilkynningum sem bárust alríkislögreglunni, Hvíta húsið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að ásakanir gegn Trump hafi borist í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Þær eru sagðar tilhæfulausar og rangar og byggja á nafnlausum ábendingum. Þá er minnst á Dorrit Moussaieff og Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forsetahjón, í tölvupósti frá rithöfundinum Deepak Chopra til Epstein en einnig er minnst á Ólaf Elíasson. Bill Gates, Elon Musk og Andrew Windsor, fyrrverandi Bretaprinsi, bregður einnig fyrir. Friðjón Friðjónsson, sérfræðingur um stjórnmál í Bandaríkjunum, segist reikna með því að málið hafi lítil áhrif á framgang Bandaríkjaforseta vegna eðli gagnanna. „Sem gefur þeim sem eru að verja Trump tækifæri á að draga í efa gildi gagnanna því sumt af þessu eru nafnlausar ábendingar. Það eru svona viðbrögðin sem maður sér að allavega enn þá eru ekki komnir miklir brestir í múrinn í kringum Trump. Ef ekkert meira kemur í ljós þá verður þetta bara eins og verið hefur. Það er að segja að stuðningsmenn hans munu benda á einhverja aðra og gera lítið úr hvernig Trump kemur fram í þessum skjölum.“ Aðeins sé um topp ísjakans að ræða. „Net Epstein og Maxvell hefur verið mjög víðtækt og ekki bundið endilega við Repúblikana eða ákveðna pólitískar elítur, þarna eru demókratar líka og alls konar viðskiptaelítur líka inni í þessu. Svo eru vísanir í alls konar fólk eins og í fréttinni varðandi Dorrit. Hún er ekkert á staðnum en það er vísað til hennar. Það eru örugglega gríðarlega mörg nöfn þarna inni. Það á eftir að koma meira í ljós. Við erum bara rétt að byrja að sjá ofan í þessi skjöl. Þetta er mál sem er að þróast. Það á eftir að koma meira og meira í ljós á næstu dögum og vikum.“ Ljóst sé að málið haldi áfram að vera mikið þrætuepli vestanhafs. „Það er það sem þetta snýst um í pólitíkinni þarna. Það er hver stjórnar sögunni og hver stjórnar því hvernig narratífið leiðir. Demókratar munu benda á Trump og Trump mun benda á gamla demókrata og aðrar viðskiptaelítur. Þetta er allt fljótandi ennþá. Við erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt.“ Spurður hvort hann ætli að Epstein-skjölin muni taka mikið pláss í umræðunni fyrir komandi miðkjörtímabilskosningar í Bandaríkjunum sem fara fram í nóvember segir Friðjón: „Það gæti verið en það er samt ólíklegt. Það er það langt til kosninga. Ekki nema að það komi meira og meira og við sjáum alltaf eitthvað nýtt á komandi mánuðum. Í þessum krísustjórnunarfræðum segir að það er alltaf betra að hreinsa allt upp strax. Skilja allt eftir og taka höggið núna þegar það eru níu mánuðir til kosninga. Þetta er þekkt í pólitík að skilja eins mikið eftir og þú getur og vona að það versta gleymist eða hverfi inni í þessu skjalaflóði.“ Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Meðal skjalanna sem voru birt í tengslum við mál Jeffrey Epstein, barnaníðings og auðkýfings, eru 180 þúsund ljósmyndir og tvö þúsund myndbönd sem höfðu áður ekki verið birt. Fyrri skammtur skjalanna var birtur í lok desember. Þar kom nafn Bandaríkjaforseta, Donald Trump, lítið við sögu en í nýbirtum skjölum er hann ítrekað sakaður um að hafa tekið þátt í misferli Epstein í tilkynningum sem bárust alríkislögreglunni, Hvíta húsið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að ásakanir gegn Trump hafi borist í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Þær eru sagðar tilhæfulausar og rangar og byggja á nafnlausum ábendingum. Þá er minnst á Dorrit Moussaieff og Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forsetahjón, í tölvupósti frá rithöfundinum Deepak Chopra til Epstein en einnig er minnst á Ólaf Elíasson. Bill Gates, Elon Musk og Andrew Windsor, fyrrverandi Bretaprinsi, bregður einnig fyrir. Friðjón Friðjónsson, sérfræðingur um stjórnmál í Bandaríkjunum, segist reikna með því að málið hafi lítil áhrif á framgang Bandaríkjaforseta vegna eðli gagnanna. „Sem gefur þeim sem eru að verja Trump tækifæri á að draga í efa gildi gagnanna því sumt af þessu eru nafnlausar ábendingar. Það eru svona viðbrögðin sem maður sér að allavega enn þá eru ekki komnir miklir brestir í múrinn í kringum Trump. Ef ekkert meira kemur í ljós þá verður þetta bara eins og verið hefur. Það er að segja að stuðningsmenn hans munu benda á einhverja aðra og gera lítið úr hvernig Trump kemur fram í þessum skjölum.“ Aðeins sé um topp ísjakans að ræða. „Net Epstein og Maxvell hefur verið mjög víðtækt og ekki bundið endilega við Repúblikana eða ákveðna pólitískar elítur, þarna eru demókratar líka og alls konar viðskiptaelítur líka inni í þessu. Svo eru vísanir í alls konar fólk eins og í fréttinni varðandi Dorrit. Hún er ekkert á staðnum en það er vísað til hennar. Það eru örugglega gríðarlega mörg nöfn þarna inni. Það á eftir að koma meira í ljós. Við erum bara rétt að byrja að sjá ofan í þessi skjöl. Þetta er mál sem er að þróast. Það á eftir að koma meira og meira í ljós á næstu dögum og vikum.“ Ljóst sé að málið haldi áfram að vera mikið þrætuepli vestanhafs. „Það er það sem þetta snýst um í pólitíkinni þarna. Það er hver stjórnar sögunni og hver stjórnar því hvernig narratífið leiðir. Demókratar munu benda á Trump og Trump mun benda á gamla demókrata og aðrar viðskiptaelítur. Þetta er allt fljótandi ennþá. Við erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt.“ Spurður hvort hann ætli að Epstein-skjölin muni taka mikið pláss í umræðunni fyrir komandi miðkjörtímabilskosningar í Bandaríkjunum sem fara fram í nóvember segir Friðjón: „Það gæti verið en það er samt ólíklegt. Það er það langt til kosninga. Ekki nema að það komi meira og meira og við sjáum alltaf eitthvað nýtt á komandi mánuðum. Í þessum krísustjórnunarfræðum segir að það er alltaf betra að hreinsa allt upp strax. Skilja allt eftir og taka höggið núna þegar það eru níu mánuðir til kosninga. Þetta er þekkt í pólitík að skilja eins mikið eftir og þú getur og vona að það versta gleymist eða hverfi inni í þessu skjalaflóði.“
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira