Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar 26. janúar 2026 18:02 Ísland er þekkt fyrir hreint og heilnæmt umhverfi, sem er ein af ástæðunum fyrir því að hér er gott að búa og landið er vinsæll ferðamannastaður. Drykkjarvatnið er tært, sundlaugarnar eru hreinar, leiksvæðin eru örugg og matarsýkingar eru fátíðar. Þessu hafa landsmenn vanist en er þessi góði árangur sjálfgefinn? Fjölbreyttar umhverfishættur Það að tryggja íbúum heilnæm lífsskilyrði í öllum sveitarfélögum landsins er víðfemt og margslungið verkefni. Matarsýkingar geta komið upp á leikskólum, starfsemi í blandaðri byggð getur valdið ónæði og eldsneyti getur lekið út í náttúruna. Þetta eru örfá dæmi en lykilatriðið er að þau gera ekki boð á undan sér og geta gerst hvar sem er á landinu. Þverfaglegt heilbrigðiseftirlit Á Íslandi er þessi áskorun leyst með nánu samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga starfa undir yfirumsjón ríkisstofnana á borð við Landlækni, Umhverfis- og orkustofnun og Matvælastofnun og ráða til sín heilbrigðisfulltrúa sem hafa reynslu á öllum sviðum heilbrigðiseftirlits. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og tryggir m.a. skjót viðbrögð í öllum sveitum landsins. Skæruliðar í stjórnarráðinu Nú er þó komin upp alvarleg staða því umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og atvinnuvegaráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í september 2025 áform sín um að leggja niður Heilbrigðiseftirlitið og tvístra verkefnum þess til mismunandi stofnana, þ.e. Umhverfis- og orkustofnunar, Matvælastofnunnar og hvers og eins sveitarfélags á landinu. Áformin ganga gegn faglegum sjónarmiðum og líkjast því miður fyrri misheppnaðri tilraun ráðuneytisins sem er ennþá að baka vandræði fyrir samfélagið. Skjóta fyrst og spyrja svo? Það var svo nokkrum vikum eftir blaðamannafund ráðherranna sem steininn tók úr, þegar umhverfisráðuneytið sendi frá sér tölvupóst þar sem reynt var að afla upplýsinga um hvaða verkefnum heilbrigðiseftirlitið sinnir. Starfsmenn ráðuneytisins hafa sem sagt gert upp hug sinn áður en þau kynna sér hvert viðfangsefnið raunverulega er. Ákall eftir samtali Nú eru liðnir tveir mánuðir síðan Félag heilbrigðisfulltrúa (FHU) óskaði eftir fundi með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að lýsa yfir áhyggjum vegna umræddra áforma og koma á framfæri reynslu og fagþekkingu heilbrigðisfulltrúa. Áformin hafa þegar sett heilbrigðiseftirlit landsins í uppnám og því skiptir sköpum að taka samtalið á faglegum forsendum og koma í veg fyrir frekari röskun á nauðsynlegum samfélagsinnviðum. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Halldórsson Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Stórþingskosningar í Noregi Fastir pennar 50+ já takk Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Rannsóknir í ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ísland er þekkt fyrir hreint og heilnæmt umhverfi, sem er ein af ástæðunum fyrir því að hér er gott að búa og landið er vinsæll ferðamannastaður. Drykkjarvatnið er tært, sundlaugarnar eru hreinar, leiksvæðin eru örugg og matarsýkingar eru fátíðar. Þessu hafa landsmenn vanist en er þessi góði árangur sjálfgefinn? Fjölbreyttar umhverfishættur Það að tryggja íbúum heilnæm lífsskilyrði í öllum sveitarfélögum landsins er víðfemt og margslungið verkefni. Matarsýkingar geta komið upp á leikskólum, starfsemi í blandaðri byggð getur valdið ónæði og eldsneyti getur lekið út í náttúruna. Þetta eru örfá dæmi en lykilatriðið er að þau gera ekki boð á undan sér og geta gerst hvar sem er á landinu. Þverfaglegt heilbrigðiseftirlit Á Íslandi er þessi áskorun leyst með nánu samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga starfa undir yfirumsjón ríkisstofnana á borð við Landlækni, Umhverfis- og orkustofnun og Matvælastofnun og ráða til sín heilbrigðisfulltrúa sem hafa reynslu á öllum sviðum heilbrigðiseftirlits. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og tryggir m.a. skjót viðbrögð í öllum sveitum landsins. Skæruliðar í stjórnarráðinu Nú er þó komin upp alvarleg staða því umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og atvinnuvegaráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í september 2025 áform sín um að leggja niður Heilbrigðiseftirlitið og tvístra verkefnum þess til mismunandi stofnana, þ.e. Umhverfis- og orkustofnunar, Matvælastofnunnar og hvers og eins sveitarfélags á landinu. Áformin ganga gegn faglegum sjónarmiðum og líkjast því miður fyrri misheppnaðri tilraun ráðuneytisins sem er ennþá að baka vandræði fyrir samfélagið. Skjóta fyrst og spyrja svo? Það var svo nokkrum vikum eftir blaðamannafund ráðherranna sem steininn tók úr, þegar umhverfisráðuneytið sendi frá sér tölvupóst þar sem reynt var að afla upplýsinga um hvaða verkefnum heilbrigðiseftirlitið sinnir. Starfsmenn ráðuneytisins hafa sem sagt gert upp hug sinn áður en þau kynna sér hvert viðfangsefnið raunverulega er. Ákall eftir samtali Nú eru liðnir tveir mánuðir síðan Félag heilbrigðisfulltrúa (FHU) óskaði eftir fundi með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að lýsa yfir áhyggjum vegna umræddra áforma og koma á framfæri reynslu og fagþekkingu heilbrigðisfulltrúa. Áformin hafa þegar sett heilbrigðiseftirlit landsins í uppnám og því skiptir sköpum að taka samtalið á faglegum forsendum og koma í veg fyrir frekari röskun á nauðsynlegum samfélagsinnviðum. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar