Körfubolti

Elvar öflugur í mikil­vægum sigri

Aron Guðmundsson skrifar
Elvar Már er mikilvægur hlekkur í liði Anwil Wloclawek.
Elvar Már er mikilvægur hlekkur í liði Anwil Wloclawek. Achilleas Chiras/NurPhoto via Getty Images

Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Elvar Már Friðriksson, átti öflugan leik fyrir Anwil Wloclawek þegar að liðið hafði betur gegn Górnik Walbrzych í pólsku deildinni í dag. Loktaölur 86-61 sigur Anwil.

Elvar var í byrjunarliði Anwil í dag, spilaði um tuttugu mínútur og lét til sín taka. 

Íslendingurinn knái setti niður alls tólf stig en var einnig duglegur að mata liðsfélaga sína með fimm stoðsendingum. Þá reif hann niður eitt frákast og stal einum bolta.

Tuttugu of fimm stiga sigur Anwil varð raunin, 86-61. Sigurinn sér til þess að Anwil lyftir sér upp fyrir Górnik í fjórða sæti pólsku deildarinnar en þar eu liðin jöfn að stigum eftir sextán leiki. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×