NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2026 11:32 Renee Good var skotin til bana í Minneapolis af bandarískum innflytjendafulltrúa. Getty/Scott Olson NBA-félagið Minnesota Timberwolves hélt mínútuþögn í nótt til minningar um Renee Good, sem var skotin til bana af bandarískum innflytjendafulltrúa. Þetta gerði félagið fyrir leikinn í nótt gegn Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta. Hin 37 ára gamla Good var drepin á miðvikudagsmorgun um sex kílómetrum frá Target Center, sem er heimavöllur Timberwolves. „Eins og við öll vitum hefur samfélag okkar orðið fyrir enn einum ólýsanlegum harmleik,“ sagði Chris Finch, þjálfari Minnesota Timberwolves. „Við viljum bara votta fjölskyldum og ástvinum og öllum þeim sem urðu fyrir miklum áhrifum af því sem gerðist samúð okkar og innilegar óskir, bænir og hugsanir,“ sagði Finch. BREAKING: The Minnesota Timberwolves just held a moment of silence for Renee Good, who was fatally shot by Jonathan Ross yesterday. Much respect to the team. pic.twitter.com/LSBHxBQPTA— Brian Krassenstein (@krassenstein) January 9, 2026 Minnesota vann þarna sinn fjórða sigur í röð þar sem Julius Randle skoraði 28 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Timberwolves eru í fjórða sæti í Vesturdeildinni en Cavaliers, sem hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum, eru í áttunda sæti í Austurdeildinni. Þúsundsti sigurinn hjá Carlisle Indiana Pacers vann 114-112 sigur á Charlotte Hornets og batt þar með enda á þrettán leikja taphrinu og færði Rick Carlisle þjálfara sinn þúsundasta sigur. Carlisle hefur þjálfað Detroit Pistons, Dallas Mavericks og hefur verið tvívegis hjá Pacers á 25 ára ferli sínum. Hinn 66 ára gamli Carlisle er aðeins ellefti þjálfarinn til að ná þessum áfanga og sá fyrsti til að bætast í hópinn síðan Doc Rivers árið 2021. Indiana Pacers er áfram neðst í Austurdeildinni en Hornets eru í 12. sæti. Í Salt Lake City stöðvaði Utah Jazz fimm leikja taphrinu með 116-114 sigri gegn Dallas Mavericks. Frestuðu leiknum eftir upphitun Leik Chicago Bulls og Miami Heat var frestað vegna raka á vellinum í Chicago. NHL-leikur fór fram í United Center á fimmtudag og eftir óvenjuhlýjan og rigningarsaman dag í Chicago var völlurinn ekki leikhæfur 24 klukkustundum síðar. Leikmenn beggja liða fóru í gegnum hefðbundna upphitun fyrir leik en leikurinn var blásinn af eftir níutíu mínútur í samráði við skrifstofu NBA-deildarinnar, dómara og þjálfara beggja liða. NBA Bandaríkin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Hin 37 ára gamla Good var drepin á miðvikudagsmorgun um sex kílómetrum frá Target Center, sem er heimavöllur Timberwolves. „Eins og við öll vitum hefur samfélag okkar orðið fyrir enn einum ólýsanlegum harmleik,“ sagði Chris Finch, þjálfari Minnesota Timberwolves. „Við viljum bara votta fjölskyldum og ástvinum og öllum þeim sem urðu fyrir miklum áhrifum af því sem gerðist samúð okkar og innilegar óskir, bænir og hugsanir,“ sagði Finch. BREAKING: The Minnesota Timberwolves just held a moment of silence for Renee Good, who was fatally shot by Jonathan Ross yesterday. Much respect to the team. pic.twitter.com/LSBHxBQPTA— Brian Krassenstein (@krassenstein) January 9, 2026 Minnesota vann þarna sinn fjórða sigur í röð þar sem Julius Randle skoraði 28 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Timberwolves eru í fjórða sæti í Vesturdeildinni en Cavaliers, sem hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum, eru í áttunda sæti í Austurdeildinni. Þúsundsti sigurinn hjá Carlisle Indiana Pacers vann 114-112 sigur á Charlotte Hornets og batt þar með enda á þrettán leikja taphrinu og færði Rick Carlisle þjálfara sinn þúsundasta sigur. Carlisle hefur þjálfað Detroit Pistons, Dallas Mavericks og hefur verið tvívegis hjá Pacers á 25 ára ferli sínum. Hinn 66 ára gamli Carlisle er aðeins ellefti þjálfarinn til að ná þessum áfanga og sá fyrsti til að bætast í hópinn síðan Doc Rivers árið 2021. Indiana Pacers er áfram neðst í Austurdeildinni en Hornets eru í 12. sæti. Í Salt Lake City stöðvaði Utah Jazz fimm leikja taphrinu með 116-114 sigri gegn Dallas Mavericks. Frestuðu leiknum eftir upphitun Leik Chicago Bulls og Miami Heat var frestað vegna raka á vellinum í Chicago. NHL-leikur fór fram í United Center á fimmtudag og eftir óvenjuhlýjan og rigningarsaman dag í Chicago var völlurinn ekki leikhæfur 24 klukkustundum síðar. Leikmenn beggja liða fóru í gegnum hefðbundna upphitun fyrir leik en leikurinn var blásinn af eftir níutíu mínútur í samráði við skrifstofu NBA-deildarinnar, dómara og þjálfara beggja liða.
NBA Bandaríkin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum