Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. janúar 2026 07:31 Á tímum vaxandi óvissu er nauðsynlegt að slaka hvergi á varðstöðu um hagsmuni þjóðarinnar á sviði utanríkis- og öryggismála. Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi. Þar eru að verki réttnefndir ógnarkraftar sögunnar sem framkalla óvissu langt umfram þá sem við höfum átt að venjast og skapa hættur sem fráleitar þóttu fyrir aðeins örfáum árum. Við sjáum ný veldi rísa í austri og áhrif þess á ríki sem lengi hafa haft forystu á alþjóðavettvangi. Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Bandaríkjanna endurspeglar vel þennan breytta veruleika. Aðgerðir Bandaríkjamanna í Venesúela um liðna helgi og ásókn þeirra í yfirráð yfir Grænlandi eru fyllilega í samræmi við þá stefnu og afstöðu þeirra til vesturhvels jarðar. Íslensk utanríkisstefna hvílir á virðingu fyrir alþjóðalögum, fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Við blasir að sótt er að þessum grunngildum víða um heim. Því er brýnt að ræða stöðu Íslands sem smáríkis í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir í alþjóðamálum og í okkar nánasta umhverfi. Við getum ekki lokað augunum í þeirri trú að staða okkar sé sú sama og áður um leið og allt umhverfi okkar tekur sögulegum breytingum með nýjum áskorunum og ógnum. Grunnstoðir íslenskra öryggis- og varnarmála – aðildin að Atlantshafsbandalaginu og tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin – standa óhaggaðar og skipta sköpum fyrir okkur. Hagsmunum smáríkis er best borgið í samstarfi og eðlilegt er að við treystum jafnframt böndin við nágranna- og vinaþjóðir okkar. Og breikkum stoðir okkar á sviði varnar- og öryggismála. Þegar hafa verið stigin skref í þá átt, m.a. með auknu samstarfi við Finna og Þjóðverja. Ég tel einboðið að áfram verði unnið að nánara samstarfi við þær þjóðir í okkar heimshluta sem virða og verja þau gildi sem vestræn lýðræðissamfélög hvíla á. Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið er þar lykilbreyta. Enginn getur séð í gegnum þoku tímans, en í slíkum ólgusjó er það ábyrgðarhlutverk okkar að sýna varkárni, vera raunsæ og hugsa skipulega um það hvernig við getum best tryggt hagsmuni og öryggi Íslands til langframa. Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Á tímum vaxandi óvissu er nauðsynlegt að slaka hvergi á varðstöðu um hagsmuni þjóðarinnar á sviði utanríkis- og öryggismála. Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi. Þar eru að verki réttnefndir ógnarkraftar sögunnar sem framkalla óvissu langt umfram þá sem við höfum átt að venjast og skapa hættur sem fráleitar þóttu fyrir aðeins örfáum árum. Við sjáum ný veldi rísa í austri og áhrif þess á ríki sem lengi hafa haft forystu á alþjóðavettvangi. Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Bandaríkjanna endurspeglar vel þennan breytta veruleika. Aðgerðir Bandaríkjamanna í Venesúela um liðna helgi og ásókn þeirra í yfirráð yfir Grænlandi eru fyllilega í samræmi við þá stefnu og afstöðu þeirra til vesturhvels jarðar. Íslensk utanríkisstefna hvílir á virðingu fyrir alþjóðalögum, fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Við blasir að sótt er að þessum grunngildum víða um heim. Því er brýnt að ræða stöðu Íslands sem smáríkis í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir í alþjóðamálum og í okkar nánasta umhverfi. Við getum ekki lokað augunum í þeirri trú að staða okkar sé sú sama og áður um leið og allt umhverfi okkar tekur sögulegum breytingum með nýjum áskorunum og ógnum. Grunnstoðir íslenskra öryggis- og varnarmála – aðildin að Atlantshafsbandalaginu og tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin – standa óhaggaðar og skipta sköpum fyrir okkur. Hagsmunum smáríkis er best borgið í samstarfi og eðlilegt er að við treystum jafnframt böndin við nágranna- og vinaþjóðir okkar. Og breikkum stoðir okkar á sviði varnar- og öryggismála. Þegar hafa verið stigin skref í þá átt, m.a. með auknu samstarfi við Finna og Þjóðverja. Ég tel einboðið að áfram verði unnið að nánara samstarfi við þær þjóðir í okkar heimshluta sem virða og verja þau gildi sem vestræn lýðræðissamfélög hvíla á. Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið er þar lykilbreyta. Enginn getur séð í gegnum þoku tímans, en í slíkum ólgusjó er það ábyrgðarhlutverk okkar að sýna varkárni, vera raunsæ og hugsa skipulega um það hvernig við getum best tryggt hagsmuni og öryggi Íslands til langframa. Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun