Lífið

Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasar­mynd Balta

Jón Þór Stefánsson skrifar
Charlize Theron hlaut óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Monster árið 2003. Nú leikur hún í væntanlegri kvikmynd Baltastars.
Charlize Theron hlaut óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Monster árið 2003. Nú leikur hún í væntanlegri kvikmynd Baltastars.

Ný stikla væntanlegrar kvikmyndar Baltasars Kormáks, Apex, var birt í gær. Um er að ræða hasarmynd, en í stiklunni fáum við að sjá brot úr harkalegum eltingaleik um óbyggðir Ástralíu.

Með aðalhlutverk fara stórleikararnir Taron Egerton, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Kingsman-myndunum og ævisögumynd um Elton John, og óskarsverðlaunahafin Charlize Theron, sem hefur verið eitt aðalnúmerið í Hollywood frá lokum tíunda áratugarins.

Apex verður aðgengileg á streymisveitunni Netflix frá og með 24. apríl næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.