Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. desember 2025 06:31 Fyrr á árinu samþykkti þing Evrópusambandsins skýrslu um málefni norðurslóða með miklum meirihuta atkvæða þar sem stofnanir þess voru hvattar til að beita sér fyrir því að Grænland færi undir stjórn sambandsins auk Íslands og Noregs. Þá var enn fremur lögð áherzla á mikilvægi náttúruauðlinda landanna fyrir Evrópusambandið. Með öðrum orðum er langur vegur frá því að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu ein um það að sækjast eftir því að ná yfirráðum yfir Grænlandi og ásælast auðlindir landsins. Hið sama á við um Evrópusambandið auk yfirráða yfir Íslandi og Noregi og auðlindum þeirra. Í meginatriðum er hugsunin sú sama. Landfræðileg útþenslustefna. „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur?“ Með þessum hætti komst Valéry Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, að orði í ræðu sem hann flutti árið 2003 þegar hann tók við verðlaunum fyrir framlag sitt til samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins. Markmiðið væri með öðrum orðum í grunninn það sama og hjá stórveldum fyrri alda en aðferðin önnur. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði sambandsríki. Þetta kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá árinu 1950 sem markaði upphaf sambandsins. Unnið hefur verið jafnt og þétt að því markmiði síðan og hefur Evrópusambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Tal Donalds Trump Bandaríkjaforseta um málefni Grænlands hefur vitanlega á engan hátt verið ásættanlegt en hið sama á að sjálfsögðu við um ásælni Evrópusambandsins í garð landsins. Markmið sambandsins er í grunninn það sama. Að tryggja sér yfirráð yfir Grænlandi og auðlindum þess líkt og í tilfelli Íslands. Með pennanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu samþykkti þing Evrópusambandsins skýrslu um málefni norðurslóða með miklum meirihuta atkvæða þar sem stofnanir þess voru hvattar til að beita sér fyrir því að Grænland færi undir stjórn sambandsins auk Íslands og Noregs. Þá var enn fremur lögð áherzla á mikilvægi náttúruauðlinda landanna fyrir Evrópusambandið. Með öðrum orðum er langur vegur frá því að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu ein um það að sækjast eftir því að ná yfirráðum yfir Grænlandi og ásælast auðlindir landsins. Hið sama á við um Evrópusambandið auk yfirráða yfir Íslandi og Noregi og auðlindum þeirra. Í meginatriðum er hugsunin sú sama. Landfræðileg útþenslustefna. „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur?“ Með þessum hætti komst Valéry Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, að orði í ræðu sem hann flutti árið 2003 þegar hann tók við verðlaunum fyrir framlag sitt til samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins. Markmiðið væri með öðrum orðum í grunninn það sama og hjá stórveldum fyrri alda en aðferðin önnur. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði sambandsríki. Þetta kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá árinu 1950 sem markaði upphaf sambandsins. Unnið hefur verið jafnt og þétt að því markmiði síðan og hefur Evrópusambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Tal Donalds Trump Bandaríkjaforseta um málefni Grænlands hefur vitanlega á engan hátt verið ásættanlegt en hið sama á að sjálfsögðu við um ásælni Evrópusambandsins í garð landsins. Markmið sambandsins er í grunninn það sama. Að tryggja sér yfirráð yfir Grænlandi og auðlindum þess líkt og í tilfelli Íslands. Með pennanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun