Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2025 13:58 Skipið Adler er meðal annars talið hafa verið notað til að flytja hergögn frá Norður-Kóreu til Rússlands. EPA/JOHAN NILSSON Sænskir löggæslumenn fóru í nótt um borð í rússneska skipið Adler. Það var gert í kjölfar þess að áhöfn skipsins varpaði ankerum undan ströndum Hauganes á Skáni í gær, vegna vélarbilunar. Rússar eru taldir nota skipið til flytja vopn, í trássi við refsiaðgerðir gegn ríkinu. Aðgerðin var leidd af sænsku tollgæslunni en samkvæmt frétt SVT nutu starfsmenn hennar aðstoðar manna frá Strandgæslu Svíþjóðar og öðrum öryggisstofnunum. Lögreglan hefur einnig komð að málinu. Enn var verið að leita í skipinu en sænska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni tollgæslunnar að áhöfnin hafi sýnt samvinnu. Ekki hefur verið gefið upp hvort eitthvað sem þykir merkilegt hafi fundist um borð. Adler er í eigu fyrirtækisins sem kallast M Leasing LlC. Það hefur verið beitt refsiaðgerðum af bæði Bandaríkjunum og Evrópusambandinu sökum þess að skipið ku vera notað til að flytja hergögn frá Norður-Kóreu sem Rússar nota í Úkraínu. Sweden detained Russian cargo vessel Adler after engine failure in Swedish waters. Customs, coast guard and special forces boarded the ship to inspect cargo. Owner M Leasing LLC is under US and EU sanctions for reportedly transporting North Korean ammunition to Russia. pic.twitter.com/re07ChDde8— WarTranslated (@wartranslated) December 21, 2025 Skipinu var siglt úr höfn í Pétursborg þann 15. desember en hvert förinni var heitið liggur ekki fyrir, samkvæmt frétt Reuters. Sambærileg áhlaup hafa verið gerð víða á hafsvæði Evrópusambandsins á undanförnum mánuðum. Í mörgum tilfellum hafa þessar aðgerðir beinst að hinum svokallaða „skuggaflota“ Rússa. Það eru skip sem Rússar nota til að komast í kringum refsiaðgerðir og viðskiptatakmarkanir og hafa mörg þeirra verið beitt refsiaðgerðum. Skipin eru einnig talin í einhverjum tilfellum hafa verið notuð við framkvæmd fjölþáttaógna í Evrópu. Svíþjóð Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Skipaflutningar Tengdar fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Ekki var notast við langdræga sjálfsprengidróna við árásina. Þess í stað var notast við skammdrægri dróna sem notaðir eru til að varpa sprengjum úr lofti. Bendir það til þess að drónunum hafi verið flogið frá öðru skipi eða landi sem verið var að sigla olíuskipinu framhjá. 19. desember 2025 12:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Viðræður um frið í Úkraínu virðast enn engum árangri ætla að skila, nema kannski fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sífellt líklegri til að þvo hendur sínar alfarið af stríðinu í Úkraínu. 11. desember 2025 07:03 Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Úkraínska leyniþjónustan hefur birt myndir og myndskeið sem sýna árásir sjávardróna á tvö olíuflutningaskip í Svartahafi. Skipin eru talin hafa verið hluti af hinum svokallaða skuggaflota Rússa, en talið var að skipin væru að flytja rússneska olíu. 29. nóvember 2025 23:27 Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. 3. október 2025 15:14 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Aðgerðin var leidd af sænsku tollgæslunni en samkvæmt frétt SVT nutu starfsmenn hennar aðstoðar manna frá Strandgæslu Svíþjóðar og öðrum öryggisstofnunum. Lögreglan hefur einnig komð að málinu. Enn var verið að leita í skipinu en sænska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni tollgæslunnar að áhöfnin hafi sýnt samvinnu. Ekki hefur verið gefið upp hvort eitthvað sem þykir merkilegt hafi fundist um borð. Adler er í eigu fyrirtækisins sem kallast M Leasing LlC. Það hefur verið beitt refsiaðgerðum af bæði Bandaríkjunum og Evrópusambandinu sökum þess að skipið ku vera notað til að flytja hergögn frá Norður-Kóreu sem Rússar nota í Úkraínu. Sweden detained Russian cargo vessel Adler after engine failure in Swedish waters. Customs, coast guard and special forces boarded the ship to inspect cargo. Owner M Leasing LLC is under US and EU sanctions for reportedly transporting North Korean ammunition to Russia. pic.twitter.com/re07ChDde8— WarTranslated (@wartranslated) December 21, 2025 Skipinu var siglt úr höfn í Pétursborg þann 15. desember en hvert förinni var heitið liggur ekki fyrir, samkvæmt frétt Reuters. Sambærileg áhlaup hafa verið gerð víða á hafsvæði Evrópusambandsins á undanförnum mánuðum. Í mörgum tilfellum hafa þessar aðgerðir beinst að hinum svokallaða „skuggaflota“ Rússa. Það eru skip sem Rússar nota til að komast í kringum refsiaðgerðir og viðskiptatakmarkanir og hafa mörg þeirra verið beitt refsiaðgerðum. Skipin eru einnig talin í einhverjum tilfellum hafa verið notuð við framkvæmd fjölþáttaógna í Evrópu.
Svíþjóð Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Skipaflutningar Tengdar fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Ekki var notast við langdræga sjálfsprengidróna við árásina. Þess í stað var notast við skammdrægri dróna sem notaðir eru til að varpa sprengjum úr lofti. Bendir það til þess að drónunum hafi verið flogið frá öðru skipi eða landi sem verið var að sigla olíuskipinu framhjá. 19. desember 2025 12:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Viðræður um frið í Úkraínu virðast enn engum árangri ætla að skila, nema kannski fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sífellt líklegri til að þvo hendur sínar alfarið af stríðinu í Úkraínu. 11. desember 2025 07:03 Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Úkraínska leyniþjónustan hefur birt myndir og myndskeið sem sýna árásir sjávardróna á tvö olíuflutningaskip í Svartahafi. Skipin eru talin hafa verið hluti af hinum svokallaða skuggaflota Rússa, en talið var að skipin væru að flytja rússneska olíu. 29. nóvember 2025 23:27 Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. 3. október 2025 15:14 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Ekki var notast við langdræga sjálfsprengidróna við árásina. Þess í stað var notast við skammdrægri dróna sem notaðir eru til að varpa sprengjum úr lofti. Bendir það til þess að drónunum hafi verið flogið frá öðru skipi eða landi sem verið var að sigla olíuskipinu framhjá. 19. desember 2025 12:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Viðræður um frið í Úkraínu virðast enn engum árangri ætla að skila, nema kannski fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sífellt líklegri til að þvo hendur sínar alfarið af stríðinu í Úkraínu. 11. desember 2025 07:03
Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Úkraínska leyniþjónustan hefur birt myndir og myndskeið sem sýna árásir sjávardróna á tvö olíuflutningaskip í Svartahafi. Skipin eru talin hafa verið hluti af hinum svokallaða skuggaflota Rússa, en talið var að skipin væru að flytja rússneska olíu. 29. nóvember 2025 23:27
Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. 3. október 2025 15:14