Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 17. desember 2025 07:03 Nú þegar jólin nálgast hugsa margir fullorðnir til æskuáranna og þeirrar notalegu tilfinningar sem við flest upplifðum að hlakka til jólanna. En þá eins og nú hlakkar ákveðinn hóp barna hins vegar ekki til jólanna heldur kvíðir þeim. Það er sárt til þess að hugsa því jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna. Aðstæður barna og fjölskyldna þeirra eru auðvitað á öllum tímum misjafnar. Ýmis vandmál, eins og veikindi eða sorg geta varpað skugga á jólahaldið. Hér vil ég hins vegar sérstaklega tala um börn sem kvíða jólanna vegna foreldris eða foreldra sem hafa litla eða enga stjórn á áfengisneyslu sinni. Um jól drekka þeir foreldrar sem hafa misst tök á drykkju sinni jafnvel meira. Ýmis tilefni og uppákomur tengd áfengi eru tíðari dagana fyrir jól. Sjúkdómurinn alkóhólismi í sinni verstu mynd spyr ekki hvaða dagur er, eða hvort það eru jól eða páskar. Ástand foreldris sem á við drykkjuvanda að stríða og þær aðstæður sem drykkjan skapar getur yfirskyggt allt jólahald fjölskyldunnar og valdið börnum ómældum kvíða og sorg. Börnin sem kvíða nú jólunum vegna drykkjuvanda foreldris eru farin að velta fyrir sér hvernig ástandið verði heima um þessi jól og áramót. Sum þeirra hafa lifað mörg jól þar sem drykkja foreldris hefur sett svartan blett á hátíðina og nú óttast þau að ástandið endurtaki sig um þessi jól. Þau biðja og vona innra með sér að allt verði í lagi enda þótt reynslan hafi sennilega kennt þeim að varast beri að hafa miklar væntingar þegar áfengi er annars vegar. Börn í þessum sporum velta einnig vöngum yfir því hvort þau hafi gert eitthvað rangt og reyna allt sem þau geta til að gleðja foreldri sitt eða foreldra í þeirri von að drykkjuskapur eyðileggi ekki enn ein jólin. Þeirri stöðu og líðan sem hér er lýst er með öllu óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðunum. Ég skora því á alla foreldra að hugsa sérstaklega um þetta fyrir jólin. Besta jólgjöfin sem alkóhólisti getur gefið börnum sínum er að leita sér aðstoðar til að hætta drykkjunni. Á Íslandi erum við svo lánsöm að allir sem leita sér aðstoðar á þessum sviðum geta fengið hjálp. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Jól Áfengi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar jólin nálgast hugsa margir fullorðnir til æskuáranna og þeirrar notalegu tilfinningar sem við flest upplifðum að hlakka til jólanna. En þá eins og nú hlakkar ákveðinn hóp barna hins vegar ekki til jólanna heldur kvíðir þeim. Það er sárt til þess að hugsa því jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna. Aðstæður barna og fjölskyldna þeirra eru auðvitað á öllum tímum misjafnar. Ýmis vandmál, eins og veikindi eða sorg geta varpað skugga á jólahaldið. Hér vil ég hins vegar sérstaklega tala um börn sem kvíða jólanna vegna foreldris eða foreldra sem hafa litla eða enga stjórn á áfengisneyslu sinni. Um jól drekka þeir foreldrar sem hafa misst tök á drykkju sinni jafnvel meira. Ýmis tilefni og uppákomur tengd áfengi eru tíðari dagana fyrir jól. Sjúkdómurinn alkóhólismi í sinni verstu mynd spyr ekki hvaða dagur er, eða hvort það eru jól eða páskar. Ástand foreldris sem á við drykkjuvanda að stríða og þær aðstæður sem drykkjan skapar getur yfirskyggt allt jólahald fjölskyldunnar og valdið börnum ómældum kvíða og sorg. Börnin sem kvíða nú jólunum vegna drykkjuvanda foreldris eru farin að velta fyrir sér hvernig ástandið verði heima um þessi jól og áramót. Sum þeirra hafa lifað mörg jól þar sem drykkja foreldris hefur sett svartan blett á hátíðina og nú óttast þau að ástandið endurtaki sig um þessi jól. Þau biðja og vona innra með sér að allt verði í lagi enda þótt reynslan hafi sennilega kennt þeim að varast beri að hafa miklar væntingar þegar áfengi er annars vegar. Börn í þessum sporum velta einnig vöngum yfir því hvort þau hafi gert eitthvað rangt og reyna allt sem þau geta til að gleðja foreldri sitt eða foreldra í þeirri von að drykkjuskapur eyðileggi ekki enn ein jólin. Þeirri stöðu og líðan sem hér er lýst er með öllu óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðunum. Ég skora því á alla foreldra að hugsa sérstaklega um þetta fyrir jólin. Besta jólgjöfin sem alkóhólisti getur gefið börnum sínum er að leita sér aðstoðar til að hætta drykkjunni. Á Íslandi erum við svo lánsöm að allir sem leita sér aðstoðar á þessum sviðum geta fengið hjálp. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og sálfræðingur.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun