Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Lovísa Arnardóttir skrifar 13. desember 2025 20:18 Staðurinn 2Guys á Hlemmi Vísir/Vilhelm Hjalti Vignisson, eigandi veitingastaðarins 2Guys við Hlemm, segist alltaf standa með þeirra ákvörðun starfsfólks síns að neita einstaklingi um þjónustu með hakakross á andlitinu. Starfsmenn veitingastaðarins neituðu að afgreiða manneskju síðasta laugardag sem er með hakakross í andltinu. Annar sem var í för með þessum einstaklingi brást illa við og hrinti niður um 50 glösum og vatnskönnu. Fyrst var fjallað um málið á RÚV í kvöld. „Ég er með fjórtán manns af ólíku þjóðerni í vinnu,“ segir hann og að fyrir sum þeirra hafi hakakrossinn mjög mikla þýðingu. Hann skilji því vel viðbrögð þeirra og standi með þeim. Kærir ekki Hjalti var í sambandi við lögreglu vegna málsins en hefur tekið ákvörðun um að kæra atvikið ekki. Engin slys hafi verið á fólki og tjónið á veitingastaðnum ekki mikið. „Ég get kært þetta en það hefur lítið upp á sig. Ég nennti ekki að standa í því fyrir svona smotterí. Þetta voru einhver glös og maður kaupir bara ný glös,“ segir Hjalti. Staðurinn er við Hlemm og segir Hjalti þetta því miður part af því að vera á þessu svæði. Um árabil hafi fólk sem minna má sín í samfélaginu haldið til þar. Hann segir stöðuna hafa breyst og batnað síðustu ár og þetta breyti því ekki að hann vilji vera þarna með staðinn sinn. „Það hefur dregið úr þessu eftir að svæðið var tekið í gegn. Síðustu þrjú ár hefur verið rosalega breyting á svæðinu til hins betra,“ segir hann. Veitingastaðir Reykjavík Kynþáttafordómar Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Starfsmenn veitingastaðarins neituðu að afgreiða manneskju síðasta laugardag sem er með hakakross í andltinu. Annar sem var í för með þessum einstaklingi brást illa við og hrinti niður um 50 glösum og vatnskönnu. Fyrst var fjallað um málið á RÚV í kvöld. „Ég er með fjórtán manns af ólíku þjóðerni í vinnu,“ segir hann og að fyrir sum þeirra hafi hakakrossinn mjög mikla þýðingu. Hann skilji því vel viðbrögð þeirra og standi með þeim. Kærir ekki Hjalti var í sambandi við lögreglu vegna málsins en hefur tekið ákvörðun um að kæra atvikið ekki. Engin slys hafi verið á fólki og tjónið á veitingastaðnum ekki mikið. „Ég get kært þetta en það hefur lítið upp á sig. Ég nennti ekki að standa í því fyrir svona smotterí. Þetta voru einhver glös og maður kaupir bara ný glös,“ segir Hjalti. Staðurinn er við Hlemm og segir Hjalti þetta því miður part af því að vera á þessu svæði. Um árabil hafi fólk sem minna má sín í samfélaginu haldið til þar. Hann segir stöðuna hafa breyst og batnað síðustu ár og þetta breyti því ekki að hann vilji vera þarna með staðinn sinn. „Það hefur dregið úr þessu eftir að svæðið var tekið í gegn. Síðustu þrjú ár hefur verið rosalega breyting á svæðinu til hins betra,“ segir hann.
Veitingastaðir Reykjavík Kynþáttafordómar Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira