Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. desember 2025 20:42 Konan virtist ekki stórslösuð við fyrstu sýn. Strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli við gatnamót Langholtsvegar og Skeiðarvogs í Laugardal síðdegis í dag. Að sögn sjónarvotts og íbúa í hverfinu virtist konan ekki hafa slasast alvarlega, en hjólið lenti undir vagninum og varð fyrir skemmdum. Hún hefur áhyggjur af því hvað umferðarslysum hefur fjölgað í hverfinu að undanförnu. Elín Birta Sverrisdóttir var í bíl þegar hún kom að gatnamótunum þar sem slysið virtist nýskeð. Konan hafi farið yfir á grænu gönguljósi Hún segir að hún hafi komið að gatnamótunum úr gagnstæðri átt og séð að kona hafi verið í jörðinni fyrir framan strætó og hjól hennar undir vagninum. Útlit hefði verið fyrir að konan hafi farið yfir á grænu gönguljósi og strætó ekið svo yfir gangbrautina. „Svo fór fólk úr strætónum og byrjaði að hjálpa henni, en hún náði að standa á fætur og virtist ekki stórslösuð. En við sáum að hjól var undir brettinu framan á strætóinum, hann reyndi að bakka og dró bara hjólið með.“ Hefur áhyggjur af fjölgun bílslysa Elín hefur búið í Laugardalnum í mörg ár og vinnur sem frístundaleiðbeinandi í hverfinu, en hún hefur áhyggjur af fjölgun umferðarslysa í hverfinu undanfarin ár. Annar strætisvagn númer fjórtán hafi til að mynda ekið á konu á öðrum gatnamótum Skeiðarvogs fyrir fjórum árum með þeim afleiðingum að hún lést. Gatnamótin þar sem slysið varð í dag sé til að mynda mjög vinsæl hjá börnum í grunnskóla hverfisins. „Þetta er gata fyrir framan tvo skóla. Ég vinn sem frístundaleiðbeinandi og við erum alltaf að vara krakkana við, segja þeim að passa sig.“ Undanfarnar vikur hefur verið fjallað um tíð umferðarslys í Laugardalnum, en íbúar í hverfinu hafa greint frá því að þeir ætli að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. „Ég er með áhyggjur af því hvað bílslysum hefur fjölgað í þessu hverfi. Fólk er alveg að taka eftir þessu hér í hverfinu,“ segir Elín. Samgönguslys Strætó Reykjavík Tengdar fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. 5. desember 2025 23:00 Konan sem ekið var á er látin Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær. 11. desember 2025 13:13 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Elín Birta Sverrisdóttir var í bíl þegar hún kom að gatnamótunum þar sem slysið virtist nýskeð. Konan hafi farið yfir á grænu gönguljósi Hún segir að hún hafi komið að gatnamótunum úr gagnstæðri átt og séð að kona hafi verið í jörðinni fyrir framan strætó og hjól hennar undir vagninum. Útlit hefði verið fyrir að konan hafi farið yfir á grænu gönguljósi og strætó ekið svo yfir gangbrautina. „Svo fór fólk úr strætónum og byrjaði að hjálpa henni, en hún náði að standa á fætur og virtist ekki stórslösuð. En við sáum að hjól var undir brettinu framan á strætóinum, hann reyndi að bakka og dró bara hjólið með.“ Hefur áhyggjur af fjölgun bílslysa Elín hefur búið í Laugardalnum í mörg ár og vinnur sem frístundaleiðbeinandi í hverfinu, en hún hefur áhyggjur af fjölgun umferðarslysa í hverfinu undanfarin ár. Annar strætisvagn númer fjórtán hafi til að mynda ekið á konu á öðrum gatnamótum Skeiðarvogs fyrir fjórum árum með þeim afleiðingum að hún lést. Gatnamótin þar sem slysið varð í dag sé til að mynda mjög vinsæl hjá börnum í grunnskóla hverfisins. „Þetta er gata fyrir framan tvo skóla. Ég vinn sem frístundaleiðbeinandi og við erum alltaf að vara krakkana við, segja þeim að passa sig.“ Undanfarnar vikur hefur verið fjallað um tíð umferðarslys í Laugardalnum, en íbúar í hverfinu hafa greint frá því að þeir ætli að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. „Ég er með áhyggjur af því hvað bílslysum hefur fjölgað í þessu hverfi. Fólk er alveg að taka eftir þessu hér í hverfinu,“ segir Elín.
Samgönguslys Strætó Reykjavík Tengdar fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. 5. desember 2025 23:00 Konan sem ekið var á er látin Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær. 11. desember 2025 13:13 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. 5. desember 2025 23:00
Konan sem ekið var á er látin Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær. 11. desember 2025 13:13