Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 07:42 Atvikið átti sér stað í miðborg Stokkhólms um miðjan síðasta mánuð. EPA Rannsóknarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að rekja má rútuslys sem varð í Stokkhólmi í nóvember til veikinda bílstjórans. Þrír létust þegar rútu var ekið á biðskýli í höfuðborginni en bílstjórinn var á sínum tíma handtekinn vegna málsins. Það var síðdegis þann 14. nóvember sem rútunni var ekið á biðskýli miðsvæðis í Stokkhólmi með þeim afleiðingum að þrjár konur sem þar voru létust. Síðasta farþeganum hafði verið hleypt út og vagninn ekki lengur á leið þegar slysið varð. Bílstjórinn er grunaður um að hafa valdið öðrum bana og líkamstjóni en rannsókn hefur ekki leitt í ljós að það hafi verið af ásettu ráði. Nú hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð upplýst að slysið megi rekja til veikinda bílstjórans. Myndavélar eru í vagninum en á myndefni má sjá að bílstjórinn veikist skyndilega og er meðvitundarlaus þegar rútan lendir á biðskýlinu að því er sænska ríkisútvarpið SVT hefur eftir Jonasi Bäckström hjá rannsóknarnefndinni. Í ljósi þessa verði rannsókn málsins ekki framhaldið af hálfu nefndarinnar, en ekki liggur fyrir enn hvort saksóknari haldi áfram sinni rannsókn. Haft er eftir Bäckström að bílstjórar undirgangist reglubundið heilbrigðiseftirlit. Í þessu tilfelli hafi veikindin komið upp mjög óvænt jafnvel þótt bílstjórinn hafi undirgengist nauðsynlega skoðun. Eftirgrennslan SVT leiddi í ljós að bílstjórinn hafi skilað inn nauðsynlegum gögnum fyrir heilbrigðisvottorð vegna aukinna ökuréttinda árið 2021 án athugasemda. Á næsta ári þurfi hann næst að endurnýja ökuréttindi sín. Svíþjóð Samgönguslys Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Það var síðdegis þann 14. nóvember sem rútunni var ekið á biðskýli miðsvæðis í Stokkhólmi með þeim afleiðingum að þrjár konur sem þar voru létust. Síðasta farþeganum hafði verið hleypt út og vagninn ekki lengur á leið þegar slysið varð. Bílstjórinn er grunaður um að hafa valdið öðrum bana og líkamstjóni en rannsókn hefur ekki leitt í ljós að það hafi verið af ásettu ráði. Nú hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð upplýst að slysið megi rekja til veikinda bílstjórans. Myndavélar eru í vagninum en á myndefni má sjá að bílstjórinn veikist skyndilega og er meðvitundarlaus þegar rútan lendir á biðskýlinu að því er sænska ríkisútvarpið SVT hefur eftir Jonasi Bäckström hjá rannsóknarnefndinni. Í ljósi þessa verði rannsókn málsins ekki framhaldið af hálfu nefndarinnar, en ekki liggur fyrir enn hvort saksóknari haldi áfram sinni rannsókn. Haft er eftir Bäckström að bílstjórar undirgangist reglubundið heilbrigðiseftirlit. Í þessu tilfelli hafi veikindin komið upp mjög óvænt jafnvel þótt bílstjórinn hafi undirgengist nauðsynlega skoðun. Eftirgrennslan SVT leiddi í ljós að bílstjórinn hafi skilað inn nauðsynlegum gögnum fyrir heilbrigðisvottorð vegna aukinna ökuréttinda árið 2021 án athugasemda. Á næsta ári þurfi hann næst að endurnýja ökuréttindi sín.
Svíþjóð Samgönguslys Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira