Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2025 12:00 Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Stjórnvöld verða að bregðast við þegar í stað og opna á samtöl við stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum um nýtt samráðskerfi varðandi nám sérgreinalækna, ellegar verður innan tíðar skortur á læknum í ákveðnum sérgreinum hér á landi. Þetta segir formaður Læknafélagsins sem segir ugg í læknastéttinni vegna stöðunnar. Kennslustjóri sérnáms sagði í hádegisfréttum í gær hættu á að skortur verði á læknum í ákveðnum sérgreinum vegna breyttra reglna í Svíþjóð og Noregi en stjórnvöld þar í landi þrengdu fyrir nokkrum árum skilyrði fyrir sérnám lækna, sem varð til þess að erfiðara er fyrir íslenska lækna að komast í nám þar úti. Læknar að ílengjast á Íslandi Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir félagið hafa varað við stöðunni í töluverðan tíma. „Þetta er farið að hafa áhrif og fólk er að ílengjast hér, bíðandi eftir að komast áfram í sínu sérnámi. Þetta veldur ákveðnum usla og ugg í hópnum, eðlilega því lokatakmarkið hjá okkur langflestum að klára einhverskonar sérmenntun og nauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hafa áfram greiðan aðgang að sérfræðingum í öllum sérgreinum sem við þurfum hér á þessu eylandi.“ Hún segir að bregðast þurfi hratt við. „Þetta er bara alvarlegt mál og ég vil beina því til stjórnvalda að setja í algeran forgang að reyna að koma upp einhverju kerfi í samráði við hin Norðurlöndin, samvinnu við þau um að taka á móti íslenskum læknum, hvernig sem það verður útfært svo það lokist ekki fyrir þessar leiðir.“ Skortur á læknum í ýmsum sérgreinum Málið hafi verið rætt við fyrrverandi og núverandi ráðherra heilbrigðismála og er því tekið alvarlega að sögn Steinunnar. Óvissan sé vond fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Þetta tiltekna mál sé ekki enn farið að valda skorti á sérfræðingum en hinsvegar hafi almennt ekki verið til yfirsýn yfir það hvaða sérfræðingum sé þörf á á Íslandi. „Heldur hefur þetta verið tilviljanakennt út frá því hvað hver læknir hefur áhuga á að gera þannig ég bind líka vonir við það í tengslum við þetta muni heilbrigðisyfirvöld reyna að koma upp meiri yfirsýn yfir þarfir Íslands gagnvart sérgreinalæknum yfirhöfuð og reyna þá að hvetja lækna til að fara út í sérgreinar þar sem er sannarlega skortur, því við erum með skort í ýmsum sérgreinum í dag en það er einfaldlega vegna þess að við höfum ekki haft þessa yfirsýn að reyna að gæta þess að það sé nægjanlegt framboð í þeim.“ Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Svíþjóð Noregur Landspítalinn Háskólar Vinnumarkaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Kennslustjóri sérnáms sagði í hádegisfréttum í gær hættu á að skortur verði á læknum í ákveðnum sérgreinum vegna breyttra reglna í Svíþjóð og Noregi en stjórnvöld þar í landi þrengdu fyrir nokkrum árum skilyrði fyrir sérnám lækna, sem varð til þess að erfiðara er fyrir íslenska lækna að komast í nám þar úti. Læknar að ílengjast á Íslandi Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir félagið hafa varað við stöðunni í töluverðan tíma. „Þetta er farið að hafa áhrif og fólk er að ílengjast hér, bíðandi eftir að komast áfram í sínu sérnámi. Þetta veldur ákveðnum usla og ugg í hópnum, eðlilega því lokatakmarkið hjá okkur langflestum að klára einhverskonar sérmenntun og nauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hafa áfram greiðan aðgang að sérfræðingum í öllum sérgreinum sem við þurfum hér á þessu eylandi.“ Hún segir að bregðast þurfi hratt við. „Þetta er bara alvarlegt mál og ég vil beina því til stjórnvalda að setja í algeran forgang að reyna að koma upp einhverju kerfi í samráði við hin Norðurlöndin, samvinnu við þau um að taka á móti íslenskum læknum, hvernig sem það verður útfært svo það lokist ekki fyrir þessar leiðir.“ Skortur á læknum í ýmsum sérgreinum Málið hafi verið rætt við fyrrverandi og núverandi ráðherra heilbrigðismála og er því tekið alvarlega að sögn Steinunnar. Óvissan sé vond fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Þetta tiltekna mál sé ekki enn farið að valda skorti á sérfræðingum en hinsvegar hafi almennt ekki verið til yfirsýn yfir það hvaða sérfræðingum sé þörf á á Íslandi. „Heldur hefur þetta verið tilviljanakennt út frá því hvað hver læknir hefur áhuga á að gera þannig ég bind líka vonir við það í tengslum við þetta muni heilbrigðisyfirvöld reyna að koma upp meiri yfirsýn yfir þarfir Íslands gagnvart sérgreinalæknum yfirhöfuð og reyna þá að hvetja lækna til að fara út í sérgreinar þar sem er sannarlega skortur, því við erum með skort í ýmsum sérgreinum í dag en það er einfaldlega vegna þess að við höfum ekki haft þessa yfirsýn að reyna að gæta þess að það sé nægjanlegt framboð í þeim.“
Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Svíþjóð Noregur Landspítalinn Háskólar Vinnumarkaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira