Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. desember 2025 16:07 Jón Pétur Zimsen segir ákvörðun ráðherra um að leysa skólameistara Borgarholtsskóla frá störfum hættulega og forkastanlega. Vísir Þingmanni Sjálfstæðisflokksins er verulega brugðið yfir ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra um að leysa skólameistara Borgarholtsskóla frá störfum. Hann segir ákvörðun ráðherra hættulega og einkennast af ógnarstjórn. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla tilkynnti starfsmönnum skólans í dag að Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra hefði ákveðið að auglýsa embætti hans til umsóknar. „Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins,“ stendur í tölubréfi sem Ársæll sendi starfsfólki skólans í dag. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði tíðindin að umfjöllunarefni í umræðum um störf þingsins í dag. „Mér er verulega brugðið við fréttirnar í morgun. Farsæll skólameistari fjögurra framhaldsskóla fær einn ekki endurráðningu. Allir aðrir endurráðnir.“ Ráðherra „hvatvís og heimtufrekur“ Hann rifjar upp stóra skómálið, þegar Inga Sæland hringdi í uppnámi í Ársæl í janúar vegna týnds skópars barnabarns hennar sem er nemandi við skólann. Hann vísar í umfjöllun Vísis en samkvæmt heimildum fréttastofu sagðist Inga í símtalinu hafa ítök í lögreglunni. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. „Skólameistarinn átti að þóknast ráðherranum og það strax,“ segir Jón Pétur. „Sami skólameistari vogar sér að tala um hugmyndir menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla.“ Ársæll sagði í samtali við fréttastofu fyrir nokkru að honum þættu hugmyndir ráðherra um að færa stjórnsýslu framhaldsskóla úr skólunum og inn í miðlægt kerfi, vanhugsaðar. „Hvað vann viðkomandi skólameistari sér til saka? Hann vogar sér að ræða málin af yfirvegun og skynsemi, annað en hvatvís og heimtufrekur ráðherra.“ Jón Pétur segir að þrátt fyrir áratugareynslu Ársæls, óaðfinnanlegan starfsferil, rekstur innan fjárlaga og engar áminningar hafi ráðherra ákveðið að hunsa bæði hefðir og fagmennsku. „Þessi hegðun ráðherrans er ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg. Þegiðu og hlýddu eða vertu úti. Skilaboð til starfsmanna ríkisins eru alveg skýr. Þetta kallast á venjulegri íslensku ógnarstjórn.“ Sagði sig úr skólanefnd við ráðningu en þó misboðið Árið 2016 sagði Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, sig úr skólanefnd Borgarholtsskóla vegna ráðningar Ársæls. Hann taldi málið anga af spillingu og sá ekki ástæðu til að sitja í nefnd sem hefði ekkert um ráðninguna að segja. Þrátt fyrir það skrifar Ragnar Þór færslu á Facebook-hópinn Skólaþróunarspjallið þar sem hann segir menntamálaráðherra á mjög vafasamri leið. Hann bendir á að ákvörðun um að losa skólameistarann frá störfum sé ekki tekin nema verulegt vantraust ríki til hans. „Ég sat í stjórn skólans þegar Ársæll var ráðinn en sagði mig úr henni vegna þess að pólitísk lykt var af ráðningunni. Það er tilgangslaust að vera með stjórnir sem ráðherrar hvorki virða né hlusta á. Samt er mér fullkomlega misboðið,“ skrifar Ragnar Þór. Hann segist á hverju ári hitta nemendur sem líði vel í skólanum og tali vel um hann. „Þetta ber því miður með sér (sem virðist verða æ ljósara með hverjum degi) að menntamálaráðherra sé pólitísk lydda sem lætur formann flokks síns fjarstýra sér og er helst að verða þekktur fyrir takt- og samráðsleysi; vanþekkingu og frumhlaup.“ Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framhaldsskólar Alþingi Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla tilkynnti starfsmönnum skólans í dag að Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra hefði ákveðið að auglýsa embætti hans til umsóknar. „Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins,“ stendur í tölubréfi sem Ársæll sendi starfsfólki skólans í dag. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði tíðindin að umfjöllunarefni í umræðum um störf þingsins í dag. „Mér er verulega brugðið við fréttirnar í morgun. Farsæll skólameistari fjögurra framhaldsskóla fær einn ekki endurráðningu. Allir aðrir endurráðnir.“ Ráðherra „hvatvís og heimtufrekur“ Hann rifjar upp stóra skómálið, þegar Inga Sæland hringdi í uppnámi í Ársæl í janúar vegna týnds skópars barnabarns hennar sem er nemandi við skólann. Hann vísar í umfjöllun Vísis en samkvæmt heimildum fréttastofu sagðist Inga í símtalinu hafa ítök í lögreglunni. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. „Skólameistarinn átti að þóknast ráðherranum og það strax,“ segir Jón Pétur. „Sami skólameistari vogar sér að tala um hugmyndir menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla.“ Ársæll sagði í samtali við fréttastofu fyrir nokkru að honum þættu hugmyndir ráðherra um að færa stjórnsýslu framhaldsskóla úr skólunum og inn í miðlægt kerfi, vanhugsaðar. „Hvað vann viðkomandi skólameistari sér til saka? Hann vogar sér að ræða málin af yfirvegun og skynsemi, annað en hvatvís og heimtufrekur ráðherra.“ Jón Pétur segir að þrátt fyrir áratugareynslu Ársæls, óaðfinnanlegan starfsferil, rekstur innan fjárlaga og engar áminningar hafi ráðherra ákveðið að hunsa bæði hefðir og fagmennsku. „Þessi hegðun ráðherrans er ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg. Þegiðu og hlýddu eða vertu úti. Skilaboð til starfsmanna ríkisins eru alveg skýr. Þetta kallast á venjulegri íslensku ógnarstjórn.“ Sagði sig úr skólanefnd við ráðningu en þó misboðið Árið 2016 sagði Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, sig úr skólanefnd Borgarholtsskóla vegna ráðningar Ársæls. Hann taldi málið anga af spillingu og sá ekki ástæðu til að sitja í nefnd sem hefði ekkert um ráðninguna að segja. Þrátt fyrir það skrifar Ragnar Þór færslu á Facebook-hópinn Skólaþróunarspjallið þar sem hann segir menntamálaráðherra á mjög vafasamri leið. Hann bendir á að ákvörðun um að losa skólameistarann frá störfum sé ekki tekin nema verulegt vantraust ríki til hans. „Ég sat í stjórn skólans þegar Ársæll var ráðinn en sagði mig úr henni vegna þess að pólitísk lykt var af ráðningunni. Það er tilgangslaust að vera með stjórnir sem ráðherrar hvorki virða né hlusta á. Samt er mér fullkomlega misboðið,“ skrifar Ragnar Þór. Hann segist á hverju ári hitta nemendur sem líði vel í skólanum og tali vel um hann. „Þetta ber því miður með sér (sem virðist verða æ ljósara með hverjum degi) að menntamálaráðherra sé pólitísk lydda sem lætur formann flokks síns fjarstýra sér og er helst að verða þekktur fyrir takt- og samráðsleysi; vanþekkingu og frumhlaup.“
Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framhaldsskólar Alþingi Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira