Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar 2. desember 2025 16:00 Hvar er andlit Krists? Jólin eru í nánd og senn fögnum við því að 2025 ár eru liðin frá fæðingu frelsarans. Sá atburður er svo merkilegur og svo samofinn allri menningu okkar að við miðum tímatalið sjálft við hann en virðumst þó á sama tíma oft gleyma hinni raunverulegu merkingu hans. Við þekkjum öll jólaguðspjallið: María og Jósef leggjast á flótta, finna sér hvergi húsaskjól og Jesúbarnið fæðist í jötu í fullkominni auðmýkt. Kristur fæddist hvorki sem konungur eða auðmaður heldur gerði hann sig smáan og varnarlausan og það er þannig sem hann ríkir; Hann birtist okkur ekki yfirþyrmandi og sterkur heldur biður okkur um að elska sig sem barn. Guð gerði sig lítinn svo við myndum ekki óttast dýrð hans, svo við gætum skilið hann í einfaldleika sínum, boðið hann velkominn og elskað hann. Þar með var öllum fyrri forsendum mannkynssögunar snúið á hvolf, andlit Guðs birtist okkur í hjálparlausu barni og fullkomnaðist síðar í písl hans og upprisu. Við kristnir menn höfum löngum litið á Maríu Mey sem sérstaka fyrirmynd okkar. Hún er ekki aðeins móðir Guðs heldur einnig fullkomin birtingarmynd trúarinnar: hún efaðist aldrei og fylgdi Kristi alla tíð, jafnvel í gegnum písl hans. Hún var þar með vitni að- og upplifði þjáningar sem er nánast ómögulegt að ímynda sér. Það hefði verið auðveldara að flýja eða líta undan eins og flestir lærisveinar Krists gerðu raunar. En Guð skapaði okkur ekki til að lifa þægilegu lífi heldur, þvert á móti, til dýrðar. Þar er ekki átt við við hina heiðnu dýrð afls og ríkidæmis, heldur einmitt þá auðmýkt sem birtist okkur í Jesúbarninu í jötunni og þeim styrk sem felst í samneyti við Drottin sjálfan: að líta ekki undan þegar aðrir þjást heldur leita að andliti Krists sem þjáist sjálfur með þeim. Ég hef fylgst nýlega með fréttum af Kaffistofu Samhjálpar sem glímir við mikinn húsnæðisvanda. Stofan er tímabundið til húsnæðis í kjallara Hvítasunnukirkjunnar og svo virðist sem að töluverð mótstaða hafi myndast meðal verðandi nágranna hennar við Grensásveg m.a vegna ótta við þá sem sækja stofuna og mögulegra neikvæðra áhrifa starfseminnar á húsnæðisverð. Þetta eru skiljanlegar áhyggjur í öfugsnúnu samfélagi en þegar slíkar kenndir bera okkur ofurliði þá verðum við að leita í kjarnaboðskap kristinnar trúar til að eiga okkur einhverrar viðreisnar von. Frelsarinn sagði okkur jú ekki að hafa áhyggjur af rýrnandi húsnæðisverði, sígarettureyk eða ónæði heldur talaði hann skýrum orðum um að hafna auðsöfnun, sjálfselsku og harðlyndi og lagði raunar sinnuleysi að jöfnu við að vanrækja Drottin sjálfan: „Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.” (Matt 25.45) Samhjálp vinnur mjög mikilvægt starf og þangað sækja minnstu bræður okkar og systur í samfélaginu: fólk sem vegna fátæktar og fíknar á vart í sig og á og reiðir sig því á þessa þjónustu. Það er lífsnauðsynlegt fyrir þau að þessi starfsemi haldist til streitu. Ég vil því hvetja verðandi nágranna Kaffistofu Samhjálpar að taka þeim fagnandi og hugsa jákvætt um starfsemi hennar - sem tækifæri til að snerta guðdóminn sjálfan með því að elska náunga sinn. Ég vil einnig hvetja alla lesendur sem hafa færi á að hjálpa starfsemi Samhjálpar á einhvern hátt til að gera það. Það má t.d að gera á einfaldan hátt hér. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvar er andlit Krists? Jólin eru í nánd og senn fögnum við því að 2025 ár eru liðin frá fæðingu frelsarans. Sá atburður er svo merkilegur og svo samofinn allri menningu okkar að við miðum tímatalið sjálft við hann en virðumst þó á sama tíma oft gleyma hinni raunverulegu merkingu hans. Við þekkjum öll jólaguðspjallið: María og Jósef leggjast á flótta, finna sér hvergi húsaskjól og Jesúbarnið fæðist í jötu í fullkominni auðmýkt. Kristur fæddist hvorki sem konungur eða auðmaður heldur gerði hann sig smáan og varnarlausan og það er þannig sem hann ríkir; Hann birtist okkur ekki yfirþyrmandi og sterkur heldur biður okkur um að elska sig sem barn. Guð gerði sig lítinn svo við myndum ekki óttast dýrð hans, svo við gætum skilið hann í einfaldleika sínum, boðið hann velkominn og elskað hann. Þar með var öllum fyrri forsendum mannkynssögunar snúið á hvolf, andlit Guðs birtist okkur í hjálparlausu barni og fullkomnaðist síðar í písl hans og upprisu. Við kristnir menn höfum löngum litið á Maríu Mey sem sérstaka fyrirmynd okkar. Hún er ekki aðeins móðir Guðs heldur einnig fullkomin birtingarmynd trúarinnar: hún efaðist aldrei og fylgdi Kristi alla tíð, jafnvel í gegnum písl hans. Hún var þar með vitni að- og upplifði þjáningar sem er nánast ómögulegt að ímynda sér. Það hefði verið auðveldara að flýja eða líta undan eins og flestir lærisveinar Krists gerðu raunar. En Guð skapaði okkur ekki til að lifa þægilegu lífi heldur, þvert á móti, til dýrðar. Þar er ekki átt við við hina heiðnu dýrð afls og ríkidæmis, heldur einmitt þá auðmýkt sem birtist okkur í Jesúbarninu í jötunni og þeim styrk sem felst í samneyti við Drottin sjálfan: að líta ekki undan þegar aðrir þjást heldur leita að andliti Krists sem þjáist sjálfur með þeim. Ég hef fylgst nýlega með fréttum af Kaffistofu Samhjálpar sem glímir við mikinn húsnæðisvanda. Stofan er tímabundið til húsnæðis í kjallara Hvítasunnukirkjunnar og svo virðist sem að töluverð mótstaða hafi myndast meðal verðandi nágranna hennar við Grensásveg m.a vegna ótta við þá sem sækja stofuna og mögulegra neikvæðra áhrifa starfseminnar á húsnæðisverð. Þetta eru skiljanlegar áhyggjur í öfugsnúnu samfélagi en þegar slíkar kenndir bera okkur ofurliði þá verðum við að leita í kjarnaboðskap kristinnar trúar til að eiga okkur einhverrar viðreisnar von. Frelsarinn sagði okkur jú ekki að hafa áhyggjur af rýrnandi húsnæðisverði, sígarettureyk eða ónæði heldur talaði hann skýrum orðum um að hafna auðsöfnun, sjálfselsku og harðlyndi og lagði raunar sinnuleysi að jöfnu við að vanrækja Drottin sjálfan: „Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.” (Matt 25.45) Samhjálp vinnur mjög mikilvægt starf og þangað sækja minnstu bræður okkar og systur í samfélaginu: fólk sem vegna fátæktar og fíknar á vart í sig og á og reiðir sig því á þessa þjónustu. Það er lífsnauðsynlegt fyrir þau að þessi starfsemi haldist til streitu. Ég vil því hvetja verðandi nágranna Kaffistofu Samhjálpar að taka þeim fagnandi og hugsa jákvætt um starfsemi hennar - sem tækifæri til að snerta guðdóminn sjálfan með því að elska náunga sinn. Ég vil einnig hvetja alla lesendur sem hafa færi á að hjálpa starfsemi Samhjálpar á einhvern hátt til að gera það. Það má t.d að gera á einfaldan hátt hér. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun