Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar 24. nóvember 2025 07:03 Skattagleði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er komin á það stig að hún beinlínis hamlar þátttöku barna í íþróttum. Þetta er afleiðing stefnu sem byggir á misskilningi, rangfærslum og þeirri hættulegu hugmynd að hægt sé að skattleggja sig út úr öllum vandamálum. Það hefur alltaf verið staðreynd að neytendur borga allar álögur – ekki fyrirtækin. Þrátt fyrir síendurtekin og mótsagnakennd skilaboð ríkisstjórnarinnar mun kostnaðurinn af nýju kílómetragjöldunum og hækkuðum vörugjöldum á vélknúin ökutæki enda á fólkinu í landinu. Einn hópur sem lítið hefur verið rætt um í þessari umræðu er börn sem stunda íþróttir. Ferðakostnaður er þegar einn stærsti útgjaldaliður barna- og unglingastarfs, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem vegalengdir eru miklar. Fjölmörg lið og foreldrar treysta á bílaleigubíla til að komast í keppnir og mót og nú á að leggja hækkanir á þessa þjónustu sem nema tugum prósenta með einu pennastriki, bæði með kílómetragjaldi og hærri vörugjöldum. Þetta er algjört skeytingarleysi hjá ríkisstjórninni. Atlaga að ungu fólki í mótorsporti Í mótorsporti ungs fólks, sem hefur vaxið hratt síðustu misseri, er ríkisstjórnin að ráðast sérstaklega harkalega fram. Þar á að leggja allt að 40% vörugjöld á keppnistæki ef undanþágur verða felldar niður. Afleiðingin er augljós: færri börn fá tækifæri, ójöfnuður eykst og öryggi tækja versnar þar sem endurnýjun dregst saman. Þessi skattlagning mun vafalaust hafa mjög slæm áhrif á greinina í heild sinni, sem hefur vaxið gífurlega síðustu árin, og er því miður augljóst að efnaminni foreldrar munu síður geta leyft börnunum sínum að taka þátt. Þessi skattlagning er bein atlaga að börnum, dregur úr íþróttaiðkun og hefur í för með sér að öryggi tækja sem börn nota versnar. Þetta tel ég – og fjölmargir foreldrar sem ég hef rætt við – algjörlega óásættanlegt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist ekki gera sér grein fyrir því að hærri vörugjöld draga úr endurnýjun öku- og keppnistækja almennt. Það þýðir eldri og óöruggari tæki á vegum landsins, sem er slæm þróun bæði fyrir börn og fullorðna. En þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar munu bitna á landsbyggðinni, veikja samkeppnishæfni fyrirtækja, fæla ferðamenn frá, þrengja rekstur heimila og bæta við flækjustigi sem mun þenja út báknið enn frekar. Það er ótrúlegt að sjá ríkisstjórn, sem annars talar fyrir jöfnuði, leggja fram áform sem valda meiri mismunun og skerða tækifæri barna um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þessum áformum alfarið og segir NEI við auknum álögum á fólk og fyrirtæki í landinu. Við viljum hjálpa ríkisstjórninni að læknast af skattsýkinni og bjóðum upp á ábyrgari leið: að fara betur með opinbert fé, draga úr sóun og stækka kökuna fyrir alla í stað þess að þrengja líf fjölskyldna með sífelldum skattahækkunum. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Skattagleði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er komin á það stig að hún beinlínis hamlar þátttöku barna í íþróttum. Þetta er afleiðing stefnu sem byggir á misskilningi, rangfærslum og þeirri hættulegu hugmynd að hægt sé að skattleggja sig út úr öllum vandamálum. Það hefur alltaf verið staðreynd að neytendur borga allar álögur – ekki fyrirtækin. Þrátt fyrir síendurtekin og mótsagnakennd skilaboð ríkisstjórnarinnar mun kostnaðurinn af nýju kílómetragjöldunum og hækkuðum vörugjöldum á vélknúin ökutæki enda á fólkinu í landinu. Einn hópur sem lítið hefur verið rætt um í þessari umræðu er börn sem stunda íþróttir. Ferðakostnaður er þegar einn stærsti útgjaldaliður barna- og unglingastarfs, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem vegalengdir eru miklar. Fjölmörg lið og foreldrar treysta á bílaleigubíla til að komast í keppnir og mót og nú á að leggja hækkanir á þessa þjónustu sem nema tugum prósenta með einu pennastriki, bæði með kílómetragjaldi og hærri vörugjöldum. Þetta er algjört skeytingarleysi hjá ríkisstjórninni. Atlaga að ungu fólki í mótorsporti Í mótorsporti ungs fólks, sem hefur vaxið hratt síðustu misseri, er ríkisstjórnin að ráðast sérstaklega harkalega fram. Þar á að leggja allt að 40% vörugjöld á keppnistæki ef undanþágur verða felldar niður. Afleiðingin er augljós: færri börn fá tækifæri, ójöfnuður eykst og öryggi tækja versnar þar sem endurnýjun dregst saman. Þessi skattlagning mun vafalaust hafa mjög slæm áhrif á greinina í heild sinni, sem hefur vaxið gífurlega síðustu árin, og er því miður augljóst að efnaminni foreldrar munu síður geta leyft börnunum sínum að taka þátt. Þessi skattlagning er bein atlaga að börnum, dregur úr íþróttaiðkun og hefur í för með sér að öryggi tækja sem börn nota versnar. Þetta tel ég – og fjölmargir foreldrar sem ég hef rætt við – algjörlega óásættanlegt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist ekki gera sér grein fyrir því að hærri vörugjöld draga úr endurnýjun öku- og keppnistækja almennt. Það þýðir eldri og óöruggari tæki á vegum landsins, sem er slæm þróun bæði fyrir börn og fullorðna. En þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar munu bitna á landsbyggðinni, veikja samkeppnishæfni fyrirtækja, fæla ferðamenn frá, þrengja rekstur heimila og bæta við flækjustigi sem mun þenja út báknið enn frekar. Það er ótrúlegt að sjá ríkisstjórn, sem annars talar fyrir jöfnuði, leggja fram áform sem valda meiri mismunun og skerða tækifæri barna um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þessum áformum alfarið og segir NEI við auknum álögum á fólk og fyrirtæki í landinu. Við viljum hjálpa ríkisstjórninni að læknast af skattsýkinni og bjóðum upp á ábyrgari leið: að fara betur með opinbert fé, draga úr sóun og stækka kökuna fyrir alla í stað þess að þrengja líf fjölskyldna með sífelldum skattahækkunum. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun