Vara við netsvikum í nafni Skattsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2025 14:17 Um svik er að ræða. Lögreglan á höfuðbogarsvæðinu varar við svokölluðum vefveiðum í nafni Skattsins. Embættinu hafa borist tilkynningar vegna málsins, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að svindlið fari fram með þeim hætti að viðtakandi fær tölvupóst. Þar er viðtakanda tilkynnt að það liggi fyrir ógreidd krafa sem eigi að greiða samdægurs. Í tölvupóstinum er einnig hlekkur á www.island.is/greida, en á bakvið þennan hlekk er vefsíða sem er ekki tengd island.is heldur er hún tengd við greiðslugátt netsvikaranna. Fréttastofu hefur borist ábendingar um að tölvupósturinn sem um ræðir og vefsíðan sem hún vísar til séu mjög raunveruleg í útliti. Á vefsíðunni er svo óskað eftir kennitölu, símanúmeri og vali á viðskiptabanka áður en notandinn er fluttur yfir á greiðslusíða. Svikasíðan stelur kennitölu, símanúmeri og kreditkortaupplýsingum þeirra sem fylla út þessar upplýsingar. Svikin sem um ræðir geta virst mjög raunveruleg. Opinberar stofnanir biðji aldrei um bankaupplýsingar Lögregla hvetur almenning til þess að vera á varðbergi gagnvart slíkum fjársvikum og minnir fólk á að skoða vel og vandlega slóðina á greiðslusíðum. Oft séu vefveiðivefsíður á .app, .top, .xyz lénum en alls ekki er hægt að útiloka að .is lén séu notuð við vefveiðarnar. Minnt er á að opinber vefur Skattsins er skatturinn.is. Opinberar stofnanir biðji aldrei um banka- eða kreditkortaupplýsingar í tölvupósti. Þá er fólk beðið um að smella ekki á hlekki sem þau fá í grunsamlegum tölvupóstum. Sé fólk í vafa geti það haft beint samband við Skattinn í síma 442-1000. Hafi fólk smellt á slíkan svikahlekk eða orðið fyrir fjársvikum biður lögregla það um að hafa strax samband við bankann, hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 og er fólk beðið um að safna upplýsingum um atvikið og senda á cybercrime@lrh.is. Lögreglumál Netglæpir Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Þar segir að svindlið fari fram með þeim hætti að viðtakandi fær tölvupóst. Þar er viðtakanda tilkynnt að það liggi fyrir ógreidd krafa sem eigi að greiða samdægurs. Í tölvupóstinum er einnig hlekkur á www.island.is/greida, en á bakvið þennan hlekk er vefsíða sem er ekki tengd island.is heldur er hún tengd við greiðslugátt netsvikaranna. Fréttastofu hefur borist ábendingar um að tölvupósturinn sem um ræðir og vefsíðan sem hún vísar til séu mjög raunveruleg í útliti. Á vefsíðunni er svo óskað eftir kennitölu, símanúmeri og vali á viðskiptabanka áður en notandinn er fluttur yfir á greiðslusíða. Svikasíðan stelur kennitölu, símanúmeri og kreditkortaupplýsingum þeirra sem fylla út þessar upplýsingar. Svikin sem um ræðir geta virst mjög raunveruleg. Opinberar stofnanir biðji aldrei um bankaupplýsingar Lögregla hvetur almenning til þess að vera á varðbergi gagnvart slíkum fjársvikum og minnir fólk á að skoða vel og vandlega slóðina á greiðslusíðum. Oft séu vefveiðivefsíður á .app, .top, .xyz lénum en alls ekki er hægt að útiloka að .is lén séu notuð við vefveiðarnar. Minnt er á að opinber vefur Skattsins er skatturinn.is. Opinberar stofnanir biðji aldrei um banka- eða kreditkortaupplýsingar í tölvupósti. Þá er fólk beðið um að smella ekki á hlekki sem þau fá í grunsamlegum tölvupóstum. Sé fólk í vafa geti það haft beint samband við Skattinn í síma 442-1000. Hafi fólk smellt á slíkan svikahlekk eða orðið fyrir fjársvikum biður lögregla það um að hafa strax samband við bankann, hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 og er fólk beðið um að safna upplýsingum um atvikið og senda á cybercrime@lrh.is.
Lögreglumál Netglæpir Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira